„Vonandi getum við búið til alls konar vesen hérna á heimavelli“ Arnar Skúli Atlason skrifar 30. júlí 2024 21:59 Stólarnir hans Donna sýndu mikinn karakter í kvöld. vísir/hag Halldór Jón Sigurðarsson (Donni), þjálfari Tindastóls, var kampakátur eftir jafntefli í kvöld, 3-3, á móti Þór/KA. Eftir að hafa lent 3-1 undir um miðbik seinni hálfleiks jafnaði Tindastóll úr vítaspyrnu í uppbótartíma. „Þór/KA er geggjað lið með geggjaða þjálfara vel skipulagt og ótrúlega vel spilandi og góðar. Mér fannst frábært að ná stigi hérna í dag úr því sem komið var. Við lentum í svolítið djúpri holu, 3-1 undir, og mér fannst seinni hálfleikurinn í þessum leik bara frábær. Tindastóll betra liðið á vellinum og fyllilega skilið að ná stigi. Mér hefði fundist það ósanngjarnt ef Þór/KA hefðu unnið í dag.“ Donni kastaði teningunum miðjan seinni hálfleikinn þegar hann gerði breytingar á sínu liði, bætti í sóknina og uppskar eftir því. „Við búum til skiptingar sem sköpuðu þessi mörk. Við breytum engu en við setjum aðeins sóknarþenkjandi leikmenn inná. Ég er ekki viss um að það hefði endilega skilað. Allir leikmenn stóðu sig stórkostlega í þessum leik heilt yfir, frammistaðan var góð fannst mér og sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við stýra leiknum vel með og án bolta. Þriðja markið þeirra var rangstaða og átti kannski ekki að standa. Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort þetta átti að vera víti eða ekki mér fannst við eiga þetta skilið, berjast vel og vinna vel og búa til góð færi og eiga skilið og eiga inni að ná að jafna þetta í lokin.“ Tindastóll fær Þrótt í næstu umferð, lið á svipuðum stað í deildinni og er að berjast fyrir lífi sínu og deildinni en Tindastóll tapaði fyrir þeim í fyrri umferðinni í jöfnum leik. Donni er gríðarlega spenntur fyrir næstu leikjum í deildinni. „Já klárlega. Þróttur er geggjað lið líka og það verður spennandi verkefni. Það er lið sem er á svipuðu róli og við. Mér fannst við áttum að vinna fyrri leikinn á móti þeim við komum svona pínu særð eftir það. Vonandi getum við byggt ofan á þessa góðu frammistöðu sem var í seinni hálfleik og búið til alls konar vesen hérna á heimavelli.“ Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Þór/KA er geggjað lið með geggjaða þjálfara vel skipulagt og ótrúlega vel spilandi og góðar. Mér fannst frábært að ná stigi hérna í dag úr því sem komið var. Við lentum í svolítið djúpri holu, 3-1 undir, og mér fannst seinni hálfleikurinn í þessum leik bara frábær. Tindastóll betra liðið á vellinum og fyllilega skilið að ná stigi. Mér hefði fundist það ósanngjarnt ef Þór/KA hefðu unnið í dag.“ Donni kastaði teningunum miðjan seinni hálfleikinn þegar hann gerði breytingar á sínu liði, bætti í sóknina og uppskar eftir því. „Við búum til skiptingar sem sköpuðu þessi mörk. Við breytum engu en við setjum aðeins sóknarþenkjandi leikmenn inná. Ég er ekki viss um að það hefði endilega skilað. Allir leikmenn stóðu sig stórkostlega í þessum leik heilt yfir, frammistaðan var góð fannst mér og sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við stýra leiknum vel með og án bolta. Þriðja markið þeirra var rangstaða og átti kannski ekki að standa. Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort þetta átti að vera víti eða ekki mér fannst við eiga þetta skilið, berjast vel og vinna vel og búa til góð færi og eiga skilið og eiga inni að ná að jafna þetta í lokin.“ Tindastóll fær Þrótt í næstu umferð, lið á svipuðum stað í deildinni og er að berjast fyrir lífi sínu og deildinni en Tindastóll tapaði fyrir þeim í fyrri umferðinni í jöfnum leik. Donni er gríðarlega spenntur fyrir næstu leikjum í deildinni. „Já klárlega. Þróttur er geggjað lið líka og það verður spennandi verkefni. Það er lið sem er á svipuðu róli og við. Mér fannst við áttum að vinna fyrri leikinn á móti þeim við komum svona pínu særð eftir það. Vonandi getum við byggt ofan á þessa góðu frammistöðu sem var í seinni hálfleik og búið til alls konar vesen hérna á heimavelli.“
Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira