Ósáttur við dómarann: „Hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið“ Arnar Skúli Atlason skrifar 30. júlí 2024 22:20 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ekki sáttur við frammistöðu dómarans Guðmundar Páls Friðbertssonar í kvöld. vísir/diego Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA í Bestu deild kvenna var svekktur að leik loknum á móti Tindastóls í dag. Þar sem lið hans kastaði frá sér tveggja marka forystu og misstu unnin leik niður í jafntefli á lokamínútum leiksins, 3-3. „Ég er bara sár og svekktur og sérstaklega vonsvikinn fyrir hönd stelpnanna að hafa endað á því að kasta frá okkur tveimur stigum hér,“ sagði Jóhann eftir leik. Eftir að Þór/KA komst í 3-1 fór Jóhann að hreyfa við liði sínu sem breytti flæði liðsins. Honum fannst dómari leiksins heldur spjaldaglaður einnig. „Tindastóll gerir vel það sem þeir gera. Þær eru sterkar í föstum leikatriðum. Við réðum illa við það. Þær skora þrjú úr föstum leikatriðum í dag og með smá aðstoð ná þær í stig hérna í dag. Við vorum klaufar í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert betur, skorað meira og alveg haldið skipulaginu betur þótt við hefðum verið að breyta hinu og þessu. Það var „loose cannon“ á flautunni,“ sagði Jóhann. „Við vorum svolítið spjaldahrædd. Þegar leikmennirnir okkar voru farnir að fá spjöld þá vildum við ekki fara að missa menn í bönn hér að óþörfu því þú vissir aldrei hvað var að fara að gerast þegar það komu návígi eða ekki návígi, þegar eitthvað gerist eða ekki gerist. Þannig við þurftum að breyta dálítið mikið hjá okkur en við náðum bara ekki að halda þetta út og bara vel gert hjá Tindastóli og til hamingju með stigið.“ Það var atburðarrás eftir leik þar sem Jóhann fékk rautt spjald eftir leik þegar hann ræddi við dómara að leik loknum sem var dregið til baka stuttu seinna því það var byggt á misskilningi. „Ég held að það hafi lýst leiknum ágætlega þessi atburðarrás. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað sem enginn annar heyrði og gaf mér rautt og svo var hann bara leiðréttur af sínu samstarfsfólki og dró það baka. Ég veit ekki, hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið. Hann baðst afsökunar bæði á því og ef ég hann dæmdi eitthvað vitlaust, ég hef ekki séð myndband af þessu. Þetta var ótrúlegur dómur þessi vítaspyrnudómur. Þeir eins og við, dómaranir, eiga misjafna leiki og hann átti verulega misjafnan dag,“ sagði Jóhann að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
„Ég er bara sár og svekktur og sérstaklega vonsvikinn fyrir hönd stelpnanna að hafa endað á því að kasta frá okkur tveimur stigum hér,“ sagði Jóhann eftir leik. Eftir að Þór/KA komst í 3-1 fór Jóhann að hreyfa við liði sínu sem breytti flæði liðsins. Honum fannst dómari leiksins heldur spjaldaglaður einnig. „Tindastóll gerir vel það sem þeir gera. Þær eru sterkar í föstum leikatriðum. Við réðum illa við það. Þær skora þrjú úr föstum leikatriðum í dag og með smá aðstoð ná þær í stig hérna í dag. Við vorum klaufar í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert betur, skorað meira og alveg haldið skipulaginu betur þótt við hefðum verið að breyta hinu og þessu. Það var „loose cannon“ á flautunni,“ sagði Jóhann. „Við vorum svolítið spjaldahrædd. Þegar leikmennirnir okkar voru farnir að fá spjöld þá vildum við ekki fara að missa menn í bönn hér að óþörfu því þú vissir aldrei hvað var að fara að gerast þegar það komu návígi eða ekki návígi, þegar eitthvað gerist eða ekki gerist. Þannig við þurftum að breyta dálítið mikið hjá okkur en við náðum bara ekki að halda þetta út og bara vel gert hjá Tindastóli og til hamingju með stigið.“ Það var atburðarrás eftir leik þar sem Jóhann fékk rautt spjald eftir leik þegar hann ræddi við dómara að leik loknum sem var dregið til baka stuttu seinna því það var byggt á misskilningi. „Ég held að það hafi lýst leiknum ágætlega þessi atburðarrás. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað sem enginn annar heyrði og gaf mér rautt og svo var hann bara leiðréttur af sínu samstarfsfólki og dró það baka. Ég veit ekki, hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið. Hann baðst afsökunar bæði á því og ef ég hann dæmdi eitthvað vitlaust, ég hef ekki séð myndband af þessu. Þetta var ótrúlegur dómur þessi vítaspyrnudómur. Þeir eins og við, dómaranir, eiga misjafna leiki og hann átti verulega misjafnan dag,“ sagði Jóhann að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira