„Ég bara snappaði í hálfleik“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 30. júlí 2024 22:41 Fylkisstelpurnar hans Gunnars Magnúsar Jónssonar eru í harðri fallbaráttu. vísir/hag Fylkir mætti Stjörnunni í kvöld þegar fimmtánda umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Fylkir vonaðist til að lyfta sér upp úr fallsæti með sigri í kvöld en það voru gestirnir úr Garðabæ sem tóku öll stigin. „Gríðarlegt svekkelsi og gríðarleg vonbrigði að fá bara ekki betri frammistöðu hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einfaldlega ekki með hérna í fyrri hálfleik. Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur. Smá meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik en náðum ekkert að skapa okkur eitthvað almennilegt færi.“ Fylkisliðið átti ekki góðan fyrri hálfleik eins og Gunnar Magnús kom inn á og lét hann sitt lið alveg vita af því í hálfleik. „Ég bara snappaði í hálfleik og fór bara fram á að stelpurnar gerðu sér grein fyrir því í hvaða stöðu þær eru. Við erum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og það var svo sannarlega ekki að sjá hérna í fyrri hálfleik. Það var þó aðeins meira og þær voru að leggja sig meira fram og meiri dugnaður og vinnusemi í seinni hálfleik en því miður þá skilaði það ekki neinu í dag,“ sagði Gunnar Magnús. „Þessar einföldu sendingar voru að klikka. Hlaup án bolta voru mjög staðar og lítil hreyfing. Stjarnan er þannig lið að þegar þær voru búnar að skora þá eru þær þéttar tilbaka og gerðu það vel. Við náðum ekkert að hreyfa við þeim almennilega eins og við hefðum átt að geta gert.“ Þrátt fyrir fína pressu undir lok leiks fannst Gunnari Magnúsi jöfnunarmarkið ekkert endilega liggja í loftinu. „Nei, því miður. Við vorum ekkert að skapa okkur. Við vorum að reyna og settum Kaylu [Bruster] hérna fram í lokin til þess að reyna fá boltann inn í boxið og búa til smá pressu þar því það var ekkert að ganga að reyna spila okkur í gegn. Við náðum ekkert að koma nógu mörgum boltum þarna inn þannig það voru svona ákveðin vonbrigði að koma boltanum ekki inn í boxið og búa til smá kraðak þar og smá læti, reyna svona að troða honum í netið.“ Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira
„Gríðarlegt svekkelsi og gríðarleg vonbrigði að fá bara ekki betri frammistöðu hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einfaldlega ekki með hérna í fyrri hálfleik. Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur. Smá meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik en náðum ekkert að skapa okkur eitthvað almennilegt færi.“ Fylkisliðið átti ekki góðan fyrri hálfleik eins og Gunnar Magnús kom inn á og lét hann sitt lið alveg vita af því í hálfleik. „Ég bara snappaði í hálfleik og fór bara fram á að stelpurnar gerðu sér grein fyrir því í hvaða stöðu þær eru. Við erum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og það var svo sannarlega ekki að sjá hérna í fyrri hálfleik. Það var þó aðeins meira og þær voru að leggja sig meira fram og meiri dugnaður og vinnusemi í seinni hálfleik en því miður þá skilaði það ekki neinu í dag,“ sagði Gunnar Magnús. „Þessar einföldu sendingar voru að klikka. Hlaup án bolta voru mjög staðar og lítil hreyfing. Stjarnan er þannig lið að þegar þær voru búnar að skora þá eru þær þéttar tilbaka og gerðu það vel. Við náðum ekkert að hreyfa við þeim almennilega eins og við hefðum átt að geta gert.“ Þrátt fyrir fína pressu undir lok leiks fannst Gunnari Magnúsi jöfnunarmarkið ekkert endilega liggja í loftinu. „Nei, því miður. Við vorum ekkert að skapa okkur. Við vorum að reyna og settum Kaylu [Bruster] hérna fram í lokin til þess að reyna fá boltann inn í boxið og búa til smá pressu þar því það var ekkert að ganga að reyna spila okkur í gegn. Við náðum ekkert að koma nógu mörgum boltum þarna inn þannig það voru svona ákveðin vonbrigði að koma boltanum ekki inn í boxið og búa til smá kraðak þar og smá læti, reyna svona að troða honum í netið.“
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn