Óskar Hrafn ráðinn næsti þjálfari KR Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2024 12:43 Óskar Hrafn, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta eftir yfirstandandi tímabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu KR. Þar segir jafnframt að Óskar Hrafn komi inn í þjálfarateymi liðsins nú þegar að beiðni núverandi þjálfara KR, Pálma Rafns Pálmarssonar. Í fréttatilkynningu KR er einnig greint frá því að Pálmi muni taka við sem framkvæmdastjóri KR þegar núverandi samningur hans við knattspyrnudeild rennur út. Ekki er langt síðan að Óskar Hrafn var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR en áður hafði hann sinnt ráðgjafarhlutverki hjá knattspyrnudeild félagsins eftir að hafa sagt upp störfum sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Haugesund. Um nokkra hríð hefur það legið í loftinu að Óskar Hrafn gæti tekið við þjálfun KR í náinni framtíð og fréttatilkynning KR í dag markar endalok þeirra sögusagna. „Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála,“ segir í yfirlýsingu KR. Pálmi Rafn tók við þjálfun KR eftir að Englendingnum Gregg Ryder hafði verið sagt upp störfum. Samkvæmt tilkynningu KR mun hann taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins eftir að núverandi samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út. Þar tekur Pálmi Rafn við starfi sem Bjarni Guðjónsson hefur sinnt undanfarin ár. KR er í fallbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Liðið situr í 9.sæti deildarinnar þegar að sextán umferðir hafa verið leiknar og er þar með fimmtán stig, þremur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn er mættur í þjálfarateymi liðsins og verður Pálma Rafni til halds og trausts á hliðarlínunni í Kórnum á miðvikudaginn í næstu viku þegar að KR heimsækir HK í fallbaráttuslag. Aðalþjálfarastarfið sem Óskar Hrafn tekur að sér hjá KR frá og með næsta tímabili markar að fullu endurkomu hans í íslenska boltann en Óskar Hrafn, sem er uppalinn KR-ingur, hafði áður gert gott mót með liði Breiðabliks sem og Gróttu. Breiðablik varð Íslandsmeistari árið 2022 undir stjórn Óskars Hrafns. Fréttatilkynning KR í heild sinni: Gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Aðalstjórn KR hefur náð samkomulagi við Pálma Rafn Pálmason um að taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins þegar tímabundinn samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út eftir tímabil. Aðalstjórn þakkar Bjarna Guðjónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, kærlega fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Pálmi Rafn er KR-ingum að góðu kunnur enda notið starfskrafta hans á ýmsum sviðum á undanförnum árum. Pálmi Rafn gjörþekkir félagið enda bæði leikið fyrir það, þjálfað og starfað. “Ég er afskaplega glöð að Pálmi Rafn hafi ákveðið að taka að sér starf framkvæmdastjóra félagsins og hlakka mikið til samstarfsins við hann. Hann hefur unnið afskaplega gott starf í mörg ár fyrir félagið og frábært að fá hann til þess að taka við af Bjarna Guðjónssyni, sem framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur.” Þórhildur Garðarsdóttir, formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Í framhaldi af tilkynningu aðalstjórnar er tilkynning frá knattspyrnudeild KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála. Kynnt verður um ráðningu yfirþjálfara yngri flokka á næstu misserum. Óskar tekur strax til starfa og verður með liðinu í næsta leik er við sækjum HK menn heim á miðvikudaginn kemur. Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira
Ekki er langt síðan að Óskar Hrafn var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR en áður hafði hann sinnt ráðgjafarhlutverki hjá knattspyrnudeild félagsins eftir að hafa sagt upp störfum sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Haugesund. Um nokkra hríð hefur það legið í loftinu að Óskar Hrafn gæti tekið við þjálfun KR í náinni framtíð og fréttatilkynning KR í dag markar endalok þeirra sögusagna. „Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála,“ segir í yfirlýsingu KR. Pálmi Rafn tók við þjálfun KR eftir að Englendingnum Gregg Ryder hafði verið sagt upp störfum. Samkvæmt tilkynningu KR mun hann taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins eftir að núverandi samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út. Þar tekur Pálmi Rafn við starfi sem Bjarni Guðjónsson hefur sinnt undanfarin ár. KR er í fallbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Liðið situr í 9.sæti deildarinnar þegar að sextán umferðir hafa verið leiknar og er þar með fimmtán stig, þremur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn er mættur í þjálfarateymi liðsins og verður Pálma Rafni til halds og trausts á hliðarlínunni í Kórnum á miðvikudaginn í næstu viku þegar að KR heimsækir HK í fallbaráttuslag. Aðalþjálfarastarfið sem Óskar Hrafn tekur að sér hjá KR frá og með næsta tímabili markar að fullu endurkomu hans í íslenska boltann en Óskar Hrafn, sem er uppalinn KR-ingur, hafði áður gert gott mót með liði Breiðabliks sem og Gróttu. Breiðablik varð Íslandsmeistari árið 2022 undir stjórn Óskars Hrafns. Fréttatilkynning KR í heild sinni: Gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Aðalstjórn KR hefur náð samkomulagi við Pálma Rafn Pálmason um að taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins þegar tímabundinn samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út eftir tímabil. Aðalstjórn þakkar Bjarna Guðjónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, kærlega fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Pálmi Rafn er KR-ingum að góðu kunnur enda notið starfskrafta hans á ýmsum sviðum á undanförnum árum. Pálmi Rafn gjörþekkir félagið enda bæði leikið fyrir það, þjálfað og starfað. “Ég er afskaplega glöð að Pálmi Rafn hafi ákveðið að taka að sér starf framkvæmdastjóra félagsins og hlakka mikið til samstarfsins við hann. Hann hefur unnið afskaplega gott starf í mörg ár fyrir félagið og frábært að fá hann til þess að taka við af Bjarna Guðjónssyni, sem framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur.” Þórhildur Garðarsdóttir, formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Í framhaldi af tilkynningu aðalstjórnar er tilkynning frá knattspyrnudeild KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála. Kynnt verður um ráðningu yfirþjálfara yngri flokka á næstu misserum. Óskar tekur strax til starfa og verður með liðinu í næsta leik er við sækjum HK menn heim á miðvikudaginn kemur.
Fréttatilkynning KR í heild sinni: Gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Aðalstjórn KR hefur náð samkomulagi við Pálma Rafn Pálmason um að taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins þegar tímabundinn samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út eftir tímabil. Aðalstjórn þakkar Bjarna Guðjónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, kærlega fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Pálmi Rafn er KR-ingum að góðu kunnur enda notið starfskrafta hans á ýmsum sviðum á undanförnum árum. Pálmi Rafn gjörþekkir félagið enda bæði leikið fyrir það, þjálfað og starfað. “Ég er afskaplega glöð að Pálmi Rafn hafi ákveðið að taka að sér starf framkvæmdastjóra félagsins og hlakka mikið til samstarfsins við hann. Hann hefur unnið afskaplega gott starf í mörg ár fyrir félagið og frábært að fá hann til þess að taka við af Bjarna Guðjónssyni, sem framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur.” Þórhildur Garðarsdóttir, formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Í framhaldi af tilkynningu aðalstjórnar er tilkynning frá knattspyrnudeild KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála. Kynnt verður um ráðningu yfirþjálfara yngri flokka á næstu misserum. Óskar tekur strax til starfa og verður með liðinu í næsta leik er við sækjum HK menn heim á miðvikudaginn kemur.
Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira