„Mannleg mistök á mörgum stöðum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 14:53 Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK. Mynd Framkvæmdastjóri HK harmar stöðuna sem upp kom í Kórnum í gær þegar leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Unnið er að því að endurgreiða fólki sem greiddi sig inn á leikinn. Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga sem trillað var inn á völlinn stóðst ekki kröfur og því þurfti að aflýsa leiknum. Leiknum hafði áður verið frestað um sólarhring vegna framkvæmda í húsinu þar sem skipt var um gervigras. Skömmu fyrir leik uppgötvast að annað markanna sé brotið. „Þetta er röð atvika sem kemur saman og þetta verður útkoman, því miður. Við hörmum mikið að þetta hafi átt sér stað. En það er búið að gera við markið og það er komið upp. Það er klárt fyrir leik í kvöld í Kórnum,“ segir Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK, í samtali við Vísi. „Því miður er ekki fyrr en hálf sjö sem kemur í ljós að markið er brotið. Þegar þetta gerist er unnið að því að laga það í um klukkustund. Því miður vannst það ekki tímanlega í gær. Það eru varnaglar sem hefðu átt að koma upp. En röð atvika gerði hins vegar að verkum að enginn þeirra varnagla virkaði,“ segir hún enn fremur. Allir fá endurgreitt Unnið er að því að endurgreiða fólki sem keypti sér miða á leikinn í gær. HK hefur haft samband við miðasölufyrirtækið Stubb um endurgreiðslu og það fólk sem keypti sér miða með reiðufé er hvatt til að hafa samband við félagið upp á endurgreiðslu. „Það er búið að hafa samband við Stubb þannig að þeir sem keyptu miða í gegnum Stubb fá endurgreitt. Þeir sem greiddu með peningum þurfa að hafa samband við okkur og við endurgreiðum það að sjálfsögðu,“ segir Sandra. Þeir sem greiddu sig inn með miðagreiðsluforritinu Stubbi eiga að hafa fengið skilaboð sem þessi.Skjáskot Fer leikurinn fram? Ekki er fordæmi fyrir frestun á leik með þessum hætti í efstu deild. Oft hefur leikjum verið frestað vegna vallaraðstæðna, til að mynda vegna mikillar rigningar eða snjókomu sem hefur farið illa með margan völlinn. Í þessu tilviki hafa náttúrulögmálin hins vegar ekki með málið að gera og ljóst að HK ber ábyrgð á eigin leikvelli. Varamörk eiga að vera til staðar samkvæmt reglugerð KSÍ. Heyrst hefur að KR sé að skoða stöðu sína vegna leiksins með það fyrir augum að HK verði dæmdur 3-0 ósigur. Það hefur ekki fengist staðfest en ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Sandra segir HK muni taka sinni refsingu, hver svo sem hún verður. Hún vonast hins vegar til að leikurinn fari fram og KR-ingar komi aftur í heimsókn í Kórinn. „Við tökum bara því sem kemur. En eins og ég nefndi var þessi röð atvika sem gerði að verkum að þetta endaði svona. Það voru mannleg mistök á mörgum stöðum, ekki bara á einum stað heldur nokkrum. Auðvitað erum við ábyrg fyrir leiknum og að allt sé klárt. En ég tel að HK hefði ekki getað gert neitt öðruvísi þannig að leikurinn hefði getað farið fram,“ „Þetta eru mörg lítil atriði sem gera að verkum að þetta atvikaðist svona. Við erum auðmjúk og biðjumst afsökunar á því sem við berum ábyrgð á. En ég er viss um að við getum komist að samkomulagi um það hvernig þetta verður og við hlökkum til að taka á móti KR-ingum sprækum,“ segir Sandra. HK Íslenski boltinn Besta deild karla Kópavogur KR Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga sem trillað var inn á völlinn stóðst ekki kröfur og því þurfti að aflýsa leiknum. Leiknum hafði áður verið frestað um sólarhring vegna framkvæmda í húsinu þar sem skipt var um gervigras. Skömmu fyrir leik uppgötvast að annað markanna sé brotið. „Þetta er röð atvika sem kemur saman og þetta verður útkoman, því miður. Við hörmum mikið að þetta hafi átt sér stað. En það er búið að gera við markið og það er komið upp. Það er klárt fyrir leik í kvöld í Kórnum,“ segir Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK, í samtali við Vísi. „Því miður er ekki fyrr en hálf sjö sem kemur í ljós að markið er brotið. Þegar þetta gerist er unnið að því að laga það í um klukkustund. Því miður vannst það ekki tímanlega í gær. Það eru varnaglar sem hefðu átt að koma upp. En röð atvika gerði hins vegar að verkum að enginn þeirra varnagla virkaði,“ segir hún enn fremur. Allir fá endurgreitt Unnið er að því að endurgreiða fólki sem keypti sér miða á leikinn í gær. HK hefur haft samband við miðasölufyrirtækið Stubb um endurgreiðslu og það fólk sem keypti sér miða með reiðufé er hvatt til að hafa samband við félagið upp á endurgreiðslu. „Það er búið að hafa samband við Stubb þannig að þeir sem keyptu miða í gegnum Stubb fá endurgreitt. Þeir sem greiddu með peningum þurfa að hafa samband við okkur og við endurgreiðum það að sjálfsögðu,“ segir Sandra. Þeir sem greiddu sig inn með miðagreiðsluforritinu Stubbi eiga að hafa fengið skilaboð sem þessi.Skjáskot Fer leikurinn fram? Ekki er fordæmi fyrir frestun á leik með þessum hætti í efstu deild. Oft hefur leikjum verið frestað vegna vallaraðstæðna, til að mynda vegna mikillar rigningar eða snjókomu sem hefur farið illa með margan völlinn. Í þessu tilviki hafa náttúrulögmálin hins vegar ekki með málið að gera og ljóst að HK ber ábyrgð á eigin leikvelli. Varamörk eiga að vera til staðar samkvæmt reglugerð KSÍ. Heyrst hefur að KR sé að skoða stöðu sína vegna leiksins með það fyrir augum að HK verði dæmdur 3-0 ósigur. Það hefur ekki fengist staðfest en ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Sandra segir HK muni taka sinni refsingu, hver svo sem hún verður. Hún vonast hins vegar til að leikurinn fari fram og KR-ingar komi aftur í heimsókn í Kórinn. „Við tökum bara því sem kemur. En eins og ég nefndi var þessi röð atvika sem gerði að verkum að þetta endaði svona. Það voru mannleg mistök á mörgum stöðum, ekki bara á einum stað heldur nokkrum. Auðvitað erum við ábyrg fyrir leiknum og að allt sé klárt. En ég tel að HK hefði ekki getað gert neitt öðruvísi þannig að leikurinn hefði getað farið fram,“ „Þetta eru mörg lítil atriði sem gera að verkum að þetta atvikaðist svona. Við erum auðmjúk og biðjumst afsökunar á því sem við berum ábyrgð á. En ég er viss um að við getum komist að samkomulagi um það hvernig þetta verður og við hlökkum til að taka á móti KR-ingum sprækum,“ segir Sandra.
HK Íslenski boltinn Besta deild karla Kópavogur KR Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira