„Förum á æfingasvæðið og reynum að verja markið okkur betur“ Hinrik Wöhler skrifar 10. ágúst 2024 19:30 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, beið lægri hlut á Kópavogsvelli í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, snýr aftur norður tómhentur en lið hans tapaði 4-2 á móti Breiðabliki á Kópavogsvelli í dag. „Bara margt jákvætt og fínt en annað ekki gott eins og gengur. Langir kaflar í leiknum voru bara jafnir þar sem að liðin spila ekki eins,“ sagði Jóhann um leikinn skömmu eftir að honum lauk. Samkvæmt Jóhanni var leikurinn jafn framan af en á endanum gáfu heimakonur í og gengu frá leiknum. „Við reynum að stjórna leiknum aðeins öðruvísi en þær og það gekk bara fínt hjá báðum liðum á löngum köflum í leiknum. Þess vegna var þetta jafnt en svo taka þær þetta yfir. Þær eru með breidd og góðan hóp og eru eðli málsins samkvæmt í toppbaráttu,“ sagði Jóhann. Þrátt fyrir að fá á sig fjögur mörk fannst honum frammistaðan í öftustu línu ekki alsæm. „Mér fannst varnarmennirnir okkar bara standa sig vel sem spiluðu leikinn í dag.“ Þór/KA situr í þriðja sæti Bestu deildar kvenna en með sigri Víkinga í dag þá munar aðeins tveimur stigum á milli liðanna. „Við höldum áfram að skora eins og við höfum að gera. Fimm mörk í tveimur útileikjum en fáum bara eitt stig en ég held að við förum á æfingasvæðið og reynum að verja markið okkur betur. Þá er ég bjartsýnn á að þessi leiftrandi barátta um hið eftirsótta þriðja sæti verður bara skemmtileg,“ sagði Jóhann um framhaldið. Ætlar að leyfa öðrum liðum að sópa af hillunum Opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Jóhann er snöggur til svara þegar hann er inntur eftir því. „Við erum í engum verslunarhugleiðingum. Ungu stelpurnar spila bara og við leyfum öðrum að sópa af hillunum.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
„Bara margt jákvætt og fínt en annað ekki gott eins og gengur. Langir kaflar í leiknum voru bara jafnir þar sem að liðin spila ekki eins,“ sagði Jóhann um leikinn skömmu eftir að honum lauk. Samkvæmt Jóhanni var leikurinn jafn framan af en á endanum gáfu heimakonur í og gengu frá leiknum. „Við reynum að stjórna leiknum aðeins öðruvísi en þær og það gekk bara fínt hjá báðum liðum á löngum köflum í leiknum. Þess vegna var þetta jafnt en svo taka þær þetta yfir. Þær eru með breidd og góðan hóp og eru eðli málsins samkvæmt í toppbaráttu,“ sagði Jóhann. Þrátt fyrir að fá á sig fjögur mörk fannst honum frammistaðan í öftustu línu ekki alsæm. „Mér fannst varnarmennirnir okkar bara standa sig vel sem spiluðu leikinn í dag.“ Þór/KA situr í þriðja sæti Bestu deildar kvenna en með sigri Víkinga í dag þá munar aðeins tveimur stigum á milli liðanna. „Við höldum áfram að skora eins og við höfum að gera. Fimm mörk í tveimur útileikjum en fáum bara eitt stig en ég held að við förum á æfingasvæðið og reynum að verja markið okkur betur. Þá er ég bjartsýnn á að þessi leiftrandi barátta um hið eftirsótta þriðja sæti verður bara skemmtileg,“ sagði Jóhann um framhaldið. Ætlar að leyfa öðrum liðum að sópa af hillunum Opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Jóhann er snöggur til svara þegar hann er inntur eftir því. „Við erum í engum verslunarhugleiðingum. Ungu stelpurnar spila bara og við leyfum öðrum að sópa af hillunum.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira