Tónleikastöðum fækkar: „Þetta er bara sorgleg þróun“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 20:01 Óli Dóri hefur verið viðburðarstjóri Kex síðustu ár. Hann lætur nú af störfum með áherslubreytingum hjá Kex hostel. vísir/ívar fannar Rekstraraðilar segja togstreitu milli hótelgeirans og tónlistarbransans verða til þess að æ fleiri tónleikastaðir þurfi að víkja úr miðborginni. Þróunin sé sorgleg. Á Kex standa nú yfir miklar framkvæmdir sem hafa það í för með sér að tónleikarýmin þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðarstjóri Kex en lætur nú af störfum. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ segir Óli Dóri spurður hvers vegna þetta sé þróunin. Hvernig leggst þetta í þig sem viðburðarstjóra? „Mér finnst náttúrulega ömurlegt að enn einn staðurinn sé að fara úr miðbænum. Þetta er það sem gerir Reykjavík að borg, það er tónlistin, menningin. Þannig mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun.“ Þetta eigi sér stað þrátt fyrir að mikill áhugi sé fyrir tónleikum á staðnum og góð aðsókn, en Kex er ekki fyrsti tónleikastaðurinn sem fer sömu leið. Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins, staðar sem þegar hefur breytt rekstrarfyrirkomulagi, segir skýra togstreitu vera milli hótel og skemmtanabransans í miðborginni. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ segir Geoffrey og heldur áfram: Geoffrey Huntington-Williams.vísir/ívar fannar „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Hann segir Tónlistarborgina, styrktarverkefni Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur, hafa komið sér vel. „Núna er búið að falla frá þessu styrktarkerfi og borgin býður ekki upp á nein ráð fyrir minni eða stærri tónleikastaði til að sækja sér styrki úr nærumhverfinu.“ Hann er samt sem áður bjartsýnn á framtíð tónlistarbransans. Á meðan ungt fólk haldi áfram að skapa verði alltaf til rými til þess að koma þeirri sköpun á framfæri. „Það er þetta gamla góða að þegar einar dyr lokast þá opnast einhverjar aðrar.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Á Kex standa nú yfir miklar framkvæmdir sem hafa það í för með sér að tónleikarýmin þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðarstjóri Kex en lætur nú af störfum. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ segir Óli Dóri spurður hvers vegna þetta sé þróunin. Hvernig leggst þetta í þig sem viðburðarstjóra? „Mér finnst náttúrulega ömurlegt að enn einn staðurinn sé að fara úr miðbænum. Þetta er það sem gerir Reykjavík að borg, það er tónlistin, menningin. Þannig mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun.“ Þetta eigi sér stað þrátt fyrir að mikill áhugi sé fyrir tónleikum á staðnum og góð aðsókn, en Kex er ekki fyrsti tónleikastaðurinn sem fer sömu leið. Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins, staðar sem þegar hefur breytt rekstrarfyrirkomulagi, segir skýra togstreitu vera milli hótel og skemmtanabransans í miðborginni. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ segir Geoffrey og heldur áfram: Geoffrey Huntington-Williams.vísir/ívar fannar „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Hann segir Tónlistarborgina, styrktarverkefni Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur, hafa komið sér vel. „Núna er búið að falla frá þessu styrktarkerfi og borgin býður ekki upp á nein ráð fyrir minni eða stærri tónleikastaði til að sækja sér styrki úr nærumhverfinu.“ Hann er samt sem áður bjartsýnn á framtíð tónlistarbransans. Á meðan ungt fólk haldi áfram að skapa verði alltaf til rými til þess að koma þeirri sköpun á framfæri. „Það er þetta gamla góða að þegar einar dyr lokast þá opnast einhverjar aðrar.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira