Tónleikastöðum fækkar: „Þetta er bara sorgleg þróun“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 20:01 Óli Dóri hefur verið viðburðarstjóri Kex síðustu ár. Hann lætur nú af störfum með áherslubreytingum hjá Kex hostel. vísir/ívar fannar Rekstraraðilar segja togstreitu milli hótelgeirans og tónlistarbransans verða til þess að æ fleiri tónleikastaðir þurfi að víkja úr miðborginni. Þróunin sé sorgleg. Á Kex standa nú yfir miklar framkvæmdir sem hafa það í för með sér að tónleikarýmin þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðarstjóri Kex en lætur nú af störfum. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ segir Óli Dóri spurður hvers vegna þetta sé þróunin. Hvernig leggst þetta í þig sem viðburðarstjóra? „Mér finnst náttúrulega ömurlegt að enn einn staðurinn sé að fara úr miðbænum. Þetta er það sem gerir Reykjavík að borg, það er tónlistin, menningin. Þannig mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun.“ Þetta eigi sér stað þrátt fyrir að mikill áhugi sé fyrir tónleikum á staðnum og góð aðsókn, en Kex er ekki fyrsti tónleikastaðurinn sem fer sömu leið. Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins, staðar sem þegar hefur breytt rekstrarfyrirkomulagi, segir skýra togstreitu vera milli hótel og skemmtanabransans í miðborginni. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ segir Geoffrey og heldur áfram: Geoffrey Huntington-Williams.vísir/ívar fannar „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Hann segir Tónlistarborgina, styrktarverkefni Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur, hafa komið sér vel. „Núna er búið að falla frá þessu styrktarkerfi og borgin býður ekki upp á nein ráð fyrir minni eða stærri tónleikastaði til að sækja sér styrki úr nærumhverfinu.“ Hann er samt sem áður bjartsýnn á framtíð tónlistarbransans. Á meðan ungt fólk haldi áfram að skapa verði alltaf til rými til þess að koma þeirri sköpun á framfæri. „Það er þetta gamla góða að þegar einar dyr lokast þá opnast einhverjar aðrar.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Á Kex standa nú yfir miklar framkvæmdir sem hafa það í för með sér að tónleikarýmin þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðarstjóri Kex en lætur nú af störfum. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ segir Óli Dóri spurður hvers vegna þetta sé þróunin. Hvernig leggst þetta í þig sem viðburðarstjóra? „Mér finnst náttúrulega ömurlegt að enn einn staðurinn sé að fara úr miðbænum. Þetta er það sem gerir Reykjavík að borg, það er tónlistin, menningin. Þannig mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun.“ Þetta eigi sér stað þrátt fyrir að mikill áhugi sé fyrir tónleikum á staðnum og góð aðsókn, en Kex er ekki fyrsti tónleikastaðurinn sem fer sömu leið. Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins, staðar sem þegar hefur breytt rekstrarfyrirkomulagi, segir skýra togstreitu vera milli hótel og skemmtanabransans í miðborginni. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ segir Geoffrey og heldur áfram: Geoffrey Huntington-Williams.vísir/ívar fannar „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Hann segir Tónlistarborgina, styrktarverkefni Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur, hafa komið sér vel. „Núna er búið að falla frá þessu styrktarkerfi og borgin býður ekki upp á nein ráð fyrir minni eða stærri tónleikastaði til að sækja sér styrki úr nærumhverfinu.“ Hann er samt sem áður bjartsýnn á framtíð tónlistarbransans. Á meðan ungt fólk haldi áfram að skapa verði alltaf til rými til þess að koma þeirri sköpun á framfæri. „Það er þetta gamla góða að þegar einar dyr lokast þá opnast einhverjar aðrar.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira