„Karakter að koma til baka“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:21 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/diego „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. Þór/KA var betra liðið í fyrri hálfleik og uppskar mark á 37. mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútur þar til Stjarnan hafði jafnað eftir mistök Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. „Manni leið í hálfleik eins og við hefðum átt að vera búnar að setja þennan leik í rúmið, breiða yfir og slökkva ljósin. Samt sem áður fórum við inn í hálfleikinn með 1-1. Það var ekki góð tilfinning.“ Stjarnan komst yfir í seinni hálfleik og leiddi lengst af 2-1 en þegar skammt var eftir af leiknum jafnaði Sandra María Jessen. „Í heildina er eg ánægður með stelpurnar, það er karakter að koma til baka. Stjörnuliðið er í hörku baráttu og búið að snúa sínu gengi við þannig við eigum að vera sáttar með stig á móti þeim. Ég vona að þetta hafi verið fjörugur leikur, ég vona að fólkið sem kom hérna hafi bara haft gaman af. Við fórum illa með góð færi en það jákvæða við það er að við vorum að búa þau til.“ Þór/KA hefur fengið á sig sjö mörk í leikjunum tveimur á undan þessum og bætust tvö við í dag. „Við höfum verið góðar í því að skora, tvö mörk í dag og í síðasta leik. Þar áður skoruðum við þrjú mörk en vandamálið er að við erum alltaf að fá á okkur mörk og yfirleitt þegar mörk eru skoruð eru það einhvers konar mistök sem við þurfum að koma í veg fyrir.“ Framundan er síðasti leikurinn í deildarkeppninni á móti Fylkir. „Við þurfum að klára þennan síðasta leik í deildarkeppninni og ég held að ef við klárum hann að þá erum við nokkuð öruggar með þriðja sætið sem varð markmiðið okkar snemma í mótinu þar sem Breiðablik og Valur eru of langt frá okkur. Það þýðir þrír heimaleikir en ekki tveir, í fyrra fengum við bara tvo. Gott markmið að ná þriðja og við ætlum að ná því.“ Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Þór/KA var betra liðið í fyrri hálfleik og uppskar mark á 37. mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútur þar til Stjarnan hafði jafnað eftir mistök Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. „Manni leið í hálfleik eins og við hefðum átt að vera búnar að setja þennan leik í rúmið, breiða yfir og slökkva ljósin. Samt sem áður fórum við inn í hálfleikinn með 1-1. Það var ekki góð tilfinning.“ Stjarnan komst yfir í seinni hálfleik og leiddi lengst af 2-1 en þegar skammt var eftir af leiknum jafnaði Sandra María Jessen. „Í heildina er eg ánægður með stelpurnar, það er karakter að koma til baka. Stjörnuliðið er í hörku baráttu og búið að snúa sínu gengi við þannig við eigum að vera sáttar með stig á móti þeim. Ég vona að þetta hafi verið fjörugur leikur, ég vona að fólkið sem kom hérna hafi bara haft gaman af. Við fórum illa með góð færi en það jákvæða við það er að við vorum að búa þau til.“ Þór/KA hefur fengið á sig sjö mörk í leikjunum tveimur á undan þessum og bætust tvö við í dag. „Við höfum verið góðar í því að skora, tvö mörk í dag og í síðasta leik. Þar áður skoruðum við þrjú mörk en vandamálið er að við erum alltaf að fá á okkur mörk og yfirleitt þegar mörk eru skoruð eru það einhvers konar mistök sem við þurfum að koma í veg fyrir.“ Framundan er síðasti leikurinn í deildarkeppninni á móti Fylkir. „Við þurfum að klára þennan síðasta leik í deildarkeppninni og ég held að ef við klárum hann að þá erum við nokkuð öruggar með þriðja sætið sem varð markmiðið okkar snemma í mótinu þar sem Breiðablik og Valur eru of langt frá okkur. Það þýðir þrír heimaleikir en ekki tveir, í fyrra fengum við bara tvo. Gott markmið að ná þriðja og við ætlum að ná því.“
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira