Sjáðu mörkin úr ótrúlegri endurkomu FH í Keflavík og öll hin úr Bestu deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2024 14:31 FH-ingar komu til baka eftir að hafa lent 3-0 undir gegn Keflvíkingum og unnu leikinn. vísir/diego Ekki vantaði mörkin þegar 17. umferð Bestu deildar kvenna hófst í gær. Alls voru sautján mörk skoruð í þremur leikjum. FH vann ótrúlegan endurkomusigur á Keflavík suður með sjó, 3-4. Keflvíkingar komust í 3-0 eftir hálftíma með tveimur mörkum Airelu Lewis og einu frá Saorla Miller en FH-ingar sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir, Hildur Katrín Snorradóttir, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Breukelen Woodward skoruðu mörk gestanna í seinni hálfleik og þeir sneru aftur heim í Hafnarfjörðinn þremur stigum ríkari. Keflavík er áfram með níu stig á botni deildarinnar en FH er með 25 stig í 5. sætinu og öruggt með sæti í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. Klippa: Keflavík 3-4 FH Þór/KA heldur áfram að tapa stigum en liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. Margrét Árnadóttir kom Akureyringum yfir en Stjörnukonur svöruðu með mörkum Hrefnu Jónsdóttur og Úlfu Dísar Kreye Úlfarsdóttur. Sandra María Jessen tryggði Þór/KA svo jafntefli þegar hún skoraði átta mínútum fyrir leikslok. Hún er langmarkahæst í deildinni með átján mörk. Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með 21 stig en Þór/KA er í 3. sætinu með 29 stig, jafn mörg og Víkingur sem er í 4. sætinu. Klippa: Þór/KA 2-2 Stjarnan Víkingur rúllaði yfir Tindastól, 5-1, í Víkinni í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar í 4-0 eftir 24 mínútur. Linda Líf Boama skoraði tvívegis og Bergdís Sveinsdóttir og Freyja Stefánsdóttir sitt markið hvor. Shaina Ashouri skoraði svo fimmta markið í upphafi seinni hálfleiks en Elísa Bríet Björnsdóttir lagaði stöðuna fyrir Tindastól á lokamínútu leiksins. Stólarnir eru í 8. sæti deildarinnar með tólf stig. Klippa: Víkingur 5-1 Tindastóll Mörkin úr leikjunum þremur í Bestu deild kvenna í gær má sjá hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Keflavík ÍF FH Þór Akureyri KA Stjarnan Víkingur Reykjavík Tindastóll Tengdar fréttir „Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34 Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36 Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00 „Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21 Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
FH vann ótrúlegan endurkomusigur á Keflavík suður með sjó, 3-4. Keflvíkingar komust í 3-0 eftir hálftíma með tveimur mörkum Airelu Lewis og einu frá Saorla Miller en FH-ingar sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir, Hildur Katrín Snorradóttir, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Breukelen Woodward skoruðu mörk gestanna í seinni hálfleik og þeir sneru aftur heim í Hafnarfjörðinn þremur stigum ríkari. Keflavík er áfram með níu stig á botni deildarinnar en FH er með 25 stig í 5. sætinu og öruggt með sæti í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. Klippa: Keflavík 3-4 FH Þór/KA heldur áfram að tapa stigum en liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. Margrét Árnadóttir kom Akureyringum yfir en Stjörnukonur svöruðu með mörkum Hrefnu Jónsdóttur og Úlfu Dísar Kreye Úlfarsdóttur. Sandra María Jessen tryggði Þór/KA svo jafntefli þegar hún skoraði átta mínútum fyrir leikslok. Hún er langmarkahæst í deildinni með átján mörk. Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með 21 stig en Þór/KA er í 3. sætinu með 29 stig, jafn mörg og Víkingur sem er í 4. sætinu. Klippa: Þór/KA 2-2 Stjarnan Víkingur rúllaði yfir Tindastól, 5-1, í Víkinni í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar í 4-0 eftir 24 mínútur. Linda Líf Boama skoraði tvívegis og Bergdís Sveinsdóttir og Freyja Stefánsdóttir sitt markið hvor. Shaina Ashouri skoraði svo fimmta markið í upphafi seinni hálfleiks en Elísa Bríet Björnsdóttir lagaði stöðuna fyrir Tindastól á lokamínútu leiksins. Stólarnir eru í 8. sæti deildarinnar með tólf stig. Klippa: Víkingur 5-1 Tindastóll Mörkin úr leikjunum þremur í Bestu deild kvenna í gær má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF FH Þór Akureyri KA Stjarnan Víkingur Reykjavík Tindastóll Tengdar fréttir „Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34 Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36 Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00 „Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21 Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36
Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00
„Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56