Íslenski boltinn

Spán­verji til Vestra þremur dögum eftir að glugginn lokaði

Smári Jökull Jónsson skrifar
Leikmenn Vestra í leik gegn HK.
Leikmenn Vestra í leik gegn HK. Vísir/HAG

Þremur dögum eftir að félagaskiptaglugginn lokaði hefur Vestri bætt við sig leikmanni fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla. Þetta er fjórði leikmaðurinn sem Vestri fær til liðs við sig í glugga sumarsins.

Félagaskiptaglugginn lokaði á þriðjudagskvöld en félagaskipti hins spænska Inaki Rodriguez gengu ekki í gegn fyrr en í dag. Vestramenn náðu að klára alla pappíra áður en glugginn lokaði á þriðjdag en leikheimild Rodriguez fékkst ekki fyrr en í dag og tekur gildi á morgun.

Rodriguez er miðjumaður sem leikið hefur í bandaríska háskólaboltanum og í Chile. Hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Vestra á morgun þegar Ísfirðingar taka á móti KR í mikilvægum leik.

Rodriguez er fjórði leikmaðurinn sem Vestri fær til sín nú í sumar. Þeir fengu markvörðinn Svein Sigurð Jóhannesson til liðs við sig en hann meiddist alvarlega strax í kjölfarið og Vestramenn sóttu Suður-Afríkumanninn Benjamin Schubert í hans stað. Þá er hinn danski Jeppe Pedersen, litli bróðir Patrick Pedersn leikmanns Vals, sömuleiðis kominn í lið Vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×