Gull, silfur og brúðkaup Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 20:01 Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke kepptu bæði á Ólympíuleikunum í París. Instagramsíða Rune Dahmke Handboltastjörnurnar Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke unnu bæði til verðlauna í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París á dögunum. Þau létu síðan pússa sig saman strax að leikunum loknum. Stine Bredal Oftedal hefur verið lykilmaður í norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar síðustu árin og er talin ein af bestu handknattleikskonum í heimi. Hún hefur síðustu sjö árin verið í sambandi með Þjóðverjanum Rune Dahmke sem leikur með Kiel og undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. Bæði Oftedal og Dahmke unnu til verðlauna á Ólympíuleikunum í París en Oftedal vann gull með norska liðinu og Dahmke silfur með því þýska. Þau létu þó ekki þar við sitja. Í dag tilkynntu þau á Instagram að þau hefðu gift sig og deildu mynd þar sem þau sýndu giftingarhringana. Eins og áður segir hafa þau Oftedal og Dahmke verið parí sjö ár en verið í fjarbúð þar sem þau hafa spilað handbolta í sitthvoru landinu. Oftedal hefur leikið með stórliði Györi í Ungverjalandi frá árinu 2017 og Dahmke með Kiel í Þýskalandi. View this post on Instagram A post shared by Rune Dahmke (@runedahmke) Þau ættu hins vegar að geta eytt meiri tíma saman á næstunni því Oftedal tilkynnti í vetur að hún ætlaði sér að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París. Hún lauk ferlinum á glæsilegan hátt því fyrir utan gullverðlaunin með norska liðinu vann hún sigur í Meistaradeildinni með liði Györi. Oftedal og Dahmke festu nýlega kaup á húsi í Kiel og hlakka til að geta loks búið saman. „Allt sem við viljum er að vera saman og mér er ótrúlega létt og er glöð yfir því að við munum loksins geta átt venjulegt líf saman,“ sagði Oftedal í viðtali við norska fjölmiðilinn VG fyrir skömmu. Ólympíuleikar 2024 í París Þýski handboltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Stine Bredal Oftedal hefur verið lykilmaður í norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar síðustu árin og er talin ein af bestu handknattleikskonum í heimi. Hún hefur síðustu sjö árin verið í sambandi með Þjóðverjanum Rune Dahmke sem leikur með Kiel og undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. Bæði Oftedal og Dahmke unnu til verðlauna á Ólympíuleikunum í París en Oftedal vann gull með norska liðinu og Dahmke silfur með því þýska. Þau létu þó ekki þar við sitja. Í dag tilkynntu þau á Instagram að þau hefðu gift sig og deildu mynd þar sem þau sýndu giftingarhringana. Eins og áður segir hafa þau Oftedal og Dahmke verið parí sjö ár en verið í fjarbúð þar sem þau hafa spilað handbolta í sitthvoru landinu. Oftedal hefur leikið með stórliði Györi í Ungverjalandi frá árinu 2017 og Dahmke með Kiel í Þýskalandi. View this post on Instagram A post shared by Rune Dahmke (@runedahmke) Þau ættu hins vegar að geta eytt meiri tíma saman á næstunni því Oftedal tilkynnti í vetur að hún ætlaði sér að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París. Hún lauk ferlinum á glæsilegan hátt því fyrir utan gullverðlaunin með norska liðinu vann hún sigur í Meistaradeildinni með liði Györi. Oftedal og Dahmke festu nýlega kaup á húsi í Kiel og hlakka til að geta loks búið saman. „Allt sem við viljum er að vera saman og mér er ótrúlega létt og er glöð yfir því að við munum loksins geta átt venjulegt líf saman,“ sagði Oftedal í viðtali við norska fjölmiðilinn VG fyrir skömmu.
Ólympíuleikar 2024 í París Þýski handboltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira