Dana Björg með fimmtán mörk í bikarsigri en liðið dæmt úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 08:31 Dana Björg Guðmundsdòttir er hér til hægri í treyju númer 23. Hún fór á kostum í síðasta leik en fékk slæmar fréttir að honum loknum. @dana_bjorg Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar í Volda héldu að þær væru komnar áfram í norsku bikarkeppninni í handbolta eftir stórsigur en annað kom á daginn. Volda vann 45-6 sigur á Godöy í annarri umferðinni og héldu því að þær væru komnar áfram í þriðju umferðina. Í ljós kom að félagið þeirra hafði klúðrað sínum málum. Leikmaður sem var ekki kominn með leikheimild tók þátt í leiknum vegna mistaka forráðamanna. Godöy var því dæmdur sigur þar sem Volda notaði þennan ólöglegan leikmann. Hin íslenska Dana Björg skoraði fimmtán mörk í leiknum en varð að sætta sig við að bikarævintýrið væri á enda þrátt fyrir 39 marka sigur. Svolítið broslegt „Þetta er svolítið broslegt þegar þú sérð úrslitin,“ sagði Maria Ulla, leikmaður Godöy, í samtali við NRK. Arild Bakke, stjórnarformaður Volda, segir að félagið hefði átt að sjá þetta í tíma fyrir leikinn. Hann segir að fjöldi nýrra leikmanna hafi komið til liðsins í sumar og þeir áttuðu sig ekki á því að einn þeirra var ekki búinn að fá leikheimild. „Ég held að ég hafi aldrei lent í svona á tuttugu árum mínum í boltanum. Þetta hefur ekki gerst áður. Þetta er aðallega leiðinlegt fyrir leikmennina okkar,“ sagði Bakke. „Það gerist ekkert annað en að við erum úr leik í bikarnum. Við verðum að læra af þessu og fara betur yfir þessi mál hjá okkur. Okkar markmið er standa okkur vel í úrvalsdeildinni,“ sagði Bakke. Dana Björg Guðmundsdóttir er 22 ára gömul og á íslenska foreldra eða þau Guðmund Bragason og Ingu Steingrímsdóttur. Foreldrar hennar eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar í vaxtarrækt. Dana hefur búið nær alla tíð í Noregi. Norski handboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Volda vann 45-6 sigur á Godöy í annarri umferðinni og héldu því að þær væru komnar áfram í þriðju umferðina. Í ljós kom að félagið þeirra hafði klúðrað sínum málum. Leikmaður sem var ekki kominn með leikheimild tók þátt í leiknum vegna mistaka forráðamanna. Godöy var því dæmdur sigur þar sem Volda notaði þennan ólöglegan leikmann. Hin íslenska Dana Björg skoraði fimmtán mörk í leiknum en varð að sætta sig við að bikarævintýrið væri á enda þrátt fyrir 39 marka sigur. Svolítið broslegt „Þetta er svolítið broslegt þegar þú sérð úrslitin,“ sagði Maria Ulla, leikmaður Godöy, í samtali við NRK. Arild Bakke, stjórnarformaður Volda, segir að félagið hefði átt að sjá þetta í tíma fyrir leikinn. Hann segir að fjöldi nýrra leikmanna hafi komið til liðsins í sumar og þeir áttuðu sig ekki á því að einn þeirra var ekki búinn að fá leikheimild. „Ég held að ég hafi aldrei lent í svona á tuttugu árum mínum í boltanum. Þetta hefur ekki gerst áður. Þetta er aðallega leiðinlegt fyrir leikmennina okkar,“ sagði Bakke. „Það gerist ekkert annað en að við erum úr leik í bikarnum. Við verðum að læra af þessu og fara betur yfir þessi mál hjá okkur. Okkar markmið er standa okkur vel í úrvalsdeildinni,“ sagði Bakke. Dana Björg Guðmundsdóttir er 22 ára gömul og á íslenska foreldra eða þau Guðmund Bragason og Ingu Steingrímsdóttur. Foreldrar hennar eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar í vaxtarrækt. Dana hefur búið nær alla tíð í Noregi.
Norski handboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni