„Lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma“ Hinrik Wöhler skrifar 25. ágúst 2024 17:30 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þurfti að sætta sig við tap á móti toppliði deildarinnar. Vísir/Anton Brink Guðni Eiríksson, þjálfari FH, fór tómhentur heim af Kaplakrikavelli í dag. FH mætti meistaraliði Vals og sigruðu gestirnir leikinn örugglega 4-2. „Það voru sex mörk í dag en því miður fyrir FH-inga var það tap í dag,“ sagði Guðni eftir leikinn. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom FH yfir á 15. mínútu með glæsilegu marki en gestirnir voru ekki lengi að svara og jöfnuðu þremur mínútum síðar. „Þetta leit alveg þokkalega út í fyrri hálfleik. Það verður bara að segjast, þegar við missum Breukelen [Woodard] af velli í alvarleg meiðsli að það sló okkur út af laginu. Leikmenn voru sjokkeraðir inn í klefa í hálfleik,“ sagði Guðni um fyrri hálfleikinn. Einn af máttarstólpum í liði FH, Breukelen Woodard, meiddist alvarlega í lok fyrri hálfleiks og stöðva þurfti leikinn í tæplega tíu mínútur. Guðni telur að hún verði frá í marga mánuði. Sóknarmaðurinn öflugi, Breukelen Woodard, mun ekki taka þátt meira á tímabilinu.Vísir/Pawel „Hún virðist hafa fest sig í grasinu af einhverju leyti og sneri upp á hnéð. Hún fann fyrir að eitthvað gaf sig í hnénu og það veit ekki á gott. Þetta lítur ekki alls vel út, því miður fyrir hana.“ „Það lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma,“ bætti Guðni við. Sanngjarn sigur Vals „Þau gera þrjú mörk af sama radíus, þarna fyrir utan teig. Þær eru ofboðslega „clynical“ og einstaklingsgæðin eru gríðarleg, það mesta og besta í deildinni og þær bara refsa.“ „Við erum ekki almennilega vakandi þegar þær eru fyrir framan teiginn og þá refsa þær svona. Heilt yfir vinna þær sanngjarnt,“ segir Guðni. FH situr í fimmta sæti deildarinnar og þar af leiðandi leika í efri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu. Guðni ætlar að setjast við teikniborðið og setja raunhæft markmið fyrir síðustu leikina. „Nú er hefðbundin deildarkeppni búin og við erum réttilega í efri hlutanum. Við sjáum og skoðum eftir þessa umferð. Það eru fimm stig í þriðja sætið og við setjum okkur markmið, hvað getum við gert og hvað er raunhæft og reynum að hafa að einhverju að keppa,“ sagði þjálfarinn að lokum. Besta deild kvenna FH Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
„Það voru sex mörk í dag en því miður fyrir FH-inga var það tap í dag,“ sagði Guðni eftir leikinn. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom FH yfir á 15. mínútu með glæsilegu marki en gestirnir voru ekki lengi að svara og jöfnuðu þremur mínútum síðar. „Þetta leit alveg þokkalega út í fyrri hálfleik. Það verður bara að segjast, þegar við missum Breukelen [Woodard] af velli í alvarleg meiðsli að það sló okkur út af laginu. Leikmenn voru sjokkeraðir inn í klefa í hálfleik,“ sagði Guðni um fyrri hálfleikinn. Einn af máttarstólpum í liði FH, Breukelen Woodard, meiddist alvarlega í lok fyrri hálfleiks og stöðva þurfti leikinn í tæplega tíu mínútur. Guðni telur að hún verði frá í marga mánuði. Sóknarmaðurinn öflugi, Breukelen Woodard, mun ekki taka þátt meira á tímabilinu.Vísir/Pawel „Hún virðist hafa fest sig í grasinu af einhverju leyti og sneri upp á hnéð. Hún fann fyrir að eitthvað gaf sig í hnénu og það veit ekki á gott. Þetta lítur ekki alls vel út, því miður fyrir hana.“ „Það lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma,“ bætti Guðni við. Sanngjarn sigur Vals „Þau gera þrjú mörk af sama radíus, þarna fyrir utan teig. Þær eru ofboðslega „clynical“ og einstaklingsgæðin eru gríðarleg, það mesta og besta í deildinni og þær bara refsa.“ „Við erum ekki almennilega vakandi þegar þær eru fyrir framan teiginn og þá refsa þær svona. Heilt yfir vinna þær sanngjarnt,“ segir Guðni. FH situr í fimmta sæti deildarinnar og þar af leiðandi leika í efri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu. Guðni ætlar að setjast við teikniborðið og setja raunhæft markmið fyrir síðustu leikina. „Nú er hefðbundin deildarkeppni búin og við erum réttilega í efri hlutanum. Við sjáum og skoðum eftir þessa umferð. Það eru fimm stig í þriðja sætið og við setjum okkur markmið, hvað getum við gert og hvað er raunhæft og reynum að hafa að einhverju að keppa,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira