Samstarfi um milljarðauppbyggingu slitið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 18:27 Hlutirnir gengu ekki upp hjá þeim Davíð Torfa forstjóra Íslandshótela og Finni Aðalbjörnssyni eins aðaleigenda Skógarbaðanna. Finnur stefnir þó enn á uppbyggingu hótels á svæðinu. vísir Íslandshótel og Skógarböðin hafa slitið samstarfi um uppbyggingu og rekstur hótels við Skógarböðin í Eyjafirði sem áætlað var að opna á vormánuðum 2026. Viljayfirlýsing um samstarf var undirrituð í ársbyrjun en reiknað var með fjárfestingu upp á um fimm milljarða króna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu, en hvorki eigendur Skógarbaðanna né forstjóri Íslandshótela vildu tjá sig við fréttastofu um ástæður þess að samstarfinu var slitið þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu segir aðeins að „of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar“. Eigendur Skógarbaðanna stefna enn á að reisa þar hótel. Í vor voru aðilar stórhuga um uppbygginguna. Fjögurra stjörnu hótel við hlið baðanna skyldi rísa í Eyjafirði, með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir fjörðinn. Reiknað með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Í tilkynningunni segir að viðræður hafi staðið yfir síðustu mánuði og að Íslandshótel hafi slitið því samstarfi í lok júlí. „Þrátt fyrir góða samvinnu teljum við að of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar og því sé ekki grundvöllur fyrir frekara samstarfi af okkar hálfu,“ er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóri Íslandshótela. „Hlutirnir gengu ekki jafn hratt fyrir sig og vonast var eftir. Byggingarleyfi og annar undirbúningur dróst en við höldum okkar striki og okkar markmið er eftir sem áður að reisa glæsilegt hótel við Skógarböðin,“ er haft eftir Sigríði Maríu Hammer, stjórnarformanni Skógarbaðanna. „Skógarböðin leita nú að nýjum samstarfsaðilum, bæði fjárfestum fyrir fasteign og rekstraraðilum hótels. Íslandshótel munu setja aukinn kraft í önnur spennandi verkefni, þar á meðal byggingu nýs hótels á svokölluðum Sjallareit á Akureyri,“ segir í lok tilkynningar. Teikning fyrir hótelið sem rísa átti.íslandshótel Hótel á Íslandi Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu, en hvorki eigendur Skógarbaðanna né forstjóri Íslandshótela vildu tjá sig við fréttastofu um ástæður þess að samstarfinu var slitið þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu segir aðeins að „of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar“. Eigendur Skógarbaðanna stefna enn á að reisa þar hótel. Í vor voru aðilar stórhuga um uppbygginguna. Fjögurra stjörnu hótel við hlið baðanna skyldi rísa í Eyjafirði, með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir fjörðinn. Reiknað með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Í tilkynningunni segir að viðræður hafi staðið yfir síðustu mánuði og að Íslandshótel hafi slitið því samstarfi í lok júlí. „Þrátt fyrir góða samvinnu teljum við að of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar og því sé ekki grundvöllur fyrir frekara samstarfi af okkar hálfu,“ er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóri Íslandshótela. „Hlutirnir gengu ekki jafn hratt fyrir sig og vonast var eftir. Byggingarleyfi og annar undirbúningur dróst en við höldum okkar striki og okkar markmið er eftir sem áður að reisa glæsilegt hótel við Skógarböðin,“ er haft eftir Sigríði Maríu Hammer, stjórnarformanni Skógarbaðanna. „Skógarböðin leita nú að nýjum samstarfsaðilum, bæði fjárfestum fyrir fasteign og rekstraraðilum hótels. Íslandshótel munu setja aukinn kraft í önnur spennandi verkefni, þar á meðal byggingu nýs hótels á svokölluðum Sjallareit á Akureyri,“ segir í lok tilkynningar. Teikning fyrir hótelið sem rísa átti.íslandshótel
Hótel á Íslandi Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur