Uppgjörið: Santa Coloma - Víkingur 0-0 | Engin flugeldasýning en sætið tryggt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2024 17:17 Víkingar eru komnir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. vísir/Diego Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Óhætt er að segja að fyrri hálfleikur hafi verið viðburðarlítill. Íslandsmeistararnir voru rólegir í tíðinni og heimamenn í Santa Coloma fengu að klappa boltanum. Heimamenn sköpuðu sér einstaka hálffæri fyrir hlé, en náðu aldrei að ógna marki Víkinga að viti. Á sama tíma fóru Víkingar varla yfir miðju og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur bauð svo að miklu leyti upp á það sama og sá fyrri. Heimamenn í Santa Coloma voru mikið með boltann og sköpuðu sér einstaka hálffæri, en Víkingar tóku því rólega á sínum eigin vallarhelmingi. Leik lokið hér í Andorra og niðurstaðan er DEILDARKEPPNI SAMBANDSDEILDAR EVRÓPU!!!!!!! TAKKKKKK pic.twitter.com/OTe4KOYDjQ— Víkingur (@vikingurfc) August 29, 2024 Víkingar fengu reyndar eitt ágætisfæri þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Viktor Örlygur fékk þá nánast opinn skalla inni á markteig, en sneiddi boltann framhjá. Líkt og í fyrri hálfleik létu færin á sér standa og niðurstaðan varð að lokum markalaust jafntefli. Þau úrslitnægðu Víkingum, og rúmlega það, enda vann Víkingur fyrri leikinn 5-0. Víkingur er þar með á leið í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu þar sem Íslandsmeistararnir geta mætt liðum á borð við Chelsea, FCK og Gent. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér stað á 39. mínútu þegarYoussef El Ghazouifór í heldur glæfralegatæklingu og klippti Gísla Gottskálk niður. El Ghazoui fór með takkana á undan sér og ef hann hefði farið af öllu afli í Gísla hefði líklega verið hægt að dæma rautt spjald. Stjörnur og skúrkar Í jafn tíðindalitlum leik og þessum er nánast ógjörningur að velja stjörnur eða skúrka. Marka- og nánast færalaust á Estadio Nacional og því fær enginn sérstakt hrós, né last. Dómarinn Atilla Karaoglan og tyrkneska dómarateymið hafði í raun í nógu að snúast þrátt fyrir tíðindalítinn leik. Karaoglan veifaði spjöldum eins og óður maður, en líklega er lítið hægt að setja út á frammistöðu tyrkneska teymisins. Stemning og umgjörð Stemningin á Estadio Nacional var ekki upp á marga fiska, enda var langt frá því að vera vel mætt á völlinn. Umgjörðin á vellinum var ábyggilega góð, en stemningin var klárlega heldur róleg. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík
Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Óhætt er að segja að fyrri hálfleikur hafi verið viðburðarlítill. Íslandsmeistararnir voru rólegir í tíðinni og heimamenn í Santa Coloma fengu að klappa boltanum. Heimamenn sköpuðu sér einstaka hálffæri fyrir hlé, en náðu aldrei að ógna marki Víkinga að viti. Á sama tíma fóru Víkingar varla yfir miðju og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur bauð svo að miklu leyti upp á það sama og sá fyrri. Heimamenn í Santa Coloma voru mikið með boltann og sköpuðu sér einstaka hálffæri, en Víkingar tóku því rólega á sínum eigin vallarhelmingi. Leik lokið hér í Andorra og niðurstaðan er DEILDARKEPPNI SAMBANDSDEILDAR EVRÓPU!!!!!!! TAKKKKKK pic.twitter.com/OTe4KOYDjQ— Víkingur (@vikingurfc) August 29, 2024 Víkingar fengu reyndar eitt ágætisfæri þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Viktor Örlygur fékk þá nánast opinn skalla inni á markteig, en sneiddi boltann framhjá. Líkt og í fyrri hálfleik létu færin á sér standa og niðurstaðan varð að lokum markalaust jafntefli. Þau úrslitnægðu Víkingum, og rúmlega það, enda vann Víkingur fyrri leikinn 5-0. Víkingur er þar með á leið í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu þar sem Íslandsmeistararnir geta mætt liðum á borð við Chelsea, FCK og Gent. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér stað á 39. mínútu þegarYoussef El Ghazouifór í heldur glæfralegatæklingu og klippti Gísla Gottskálk niður. El Ghazoui fór með takkana á undan sér og ef hann hefði farið af öllu afli í Gísla hefði líklega verið hægt að dæma rautt spjald. Stjörnur og skúrkar Í jafn tíðindalitlum leik og þessum er nánast ógjörningur að velja stjörnur eða skúrka. Marka- og nánast færalaust á Estadio Nacional og því fær enginn sérstakt hrós, né last. Dómarinn Atilla Karaoglan og tyrkneska dómarateymið hafði í raun í nógu að snúast þrátt fyrir tíðindalítinn leik. Karaoglan veifaði spjöldum eins og óður maður, en líklega er lítið hægt að setja út á frammistöðu tyrkneska teymisins. Stemning og umgjörð Stemningin á Estadio Nacional var ekki upp á marga fiska, enda var langt frá því að vera vel mætt á völlinn. Umgjörðin á vellinum var ábyggilega góð, en stemningin var klárlega heldur róleg.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti