Stærðin og áhorfið eru leynivopn Counter Strike Atli Már Guðfinsson skrifar 29. ágúst 2024 17:56 Mótastjórinn Halldór Már Kristmundsson reiknar með miklu fjöri þegar leikar hefjast að nýju í Counter Strike 2 enda samfélagið í kringum leikinn líklega það stærsta og virkasta á landinu. „Ég þyrfti nú að opna sögubækurnar til að sjá hversu löng keppnissagan er en mig grunar að hún nái að minnsta kosti til ársins 1999 þegar leikurinn kom í Betu,“ segir Halldór Már Kristmundsson, mótastjóri Counter Strike 2, en keppni í leiknum hefst aftur í Ljósleiðaradeildinni 3. september. Eftirvæntingin er umtalsverð enda þarf ekki að hafa mörg orð um stöðugar og langvarandi vinsældir leiksins. „Spilahópurinn er ennþá mjög stór,“ heldur Halldór áfram og bætir við að CS2-samfélagið sé líklega stærsta, virka samfélagið á landinu. „Það eru pottþétt fleiri sem spila Football Manager en ég efa að það sé einhver samkoma hjá þeim sem nær okkar tölum.Við fyllum Arena á Stórmeistaramótum og erum samt með 300-500 í „chattinu“ á Twitch.“ Þrátt fyrir þetta segir Halldór endurnýjun hafa verið ákveðið vandamál á síðustu árum. „Mikið af elstu spilurunum okkar eru að nálgast 34-38 ára aldurinn og yngri kynslóðin er líklega meira fallin í Fortnite og Valorant.“ Halldór segist þó vongóður um að starf Rafíþróttasambandsins verði til þess að dæla nýju blóði í hópinn og ekki spilli heldur fyrir að vera stærsti leikurinn með mesta áhorfið þegar kemur að því að ná til áhugasamra ungmenna. Keppni hefst í Ljósleiðaradeildinni, hefst sem fyrr segir, þriðjudaginn 3. september og Sjónvarp Símans mun sýna beint frá keppninni á meðan hún stendur yfir. Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn
Eftirvæntingin er umtalsverð enda þarf ekki að hafa mörg orð um stöðugar og langvarandi vinsældir leiksins. „Spilahópurinn er ennþá mjög stór,“ heldur Halldór áfram og bætir við að CS2-samfélagið sé líklega stærsta, virka samfélagið á landinu. „Það eru pottþétt fleiri sem spila Football Manager en ég efa að það sé einhver samkoma hjá þeim sem nær okkar tölum.Við fyllum Arena á Stórmeistaramótum og erum samt með 300-500 í „chattinu“ á Twitch.“ Þrátt fyrir þetta segir Halldór endurnýjun hafa verið ákveðið vandamál á síðustu árum. „Mikið af elstu spilurunum okkar eru að nálgast 34-38 ára aldurinn og yngri kynslóðin er líklega meira fallin í Fortnite og Valorant.“ Halldór segist þó vongóður um að starf Rafíþróttasambandsins verði til þess að dæla nýju blóði í hópinn og ekki spilli heldur fyrir að vera stærsti leikurinn með mesta áhorfið þegar kemur að því að ná til áhugasamra ungmenna. Keppni hefst í Ljósleiðaradeildinni, hefst sem fyrr segir, þriðjudaginn 3. september og Sjónvarp Símans mun sýna beint frá keppninni á meðan hún stendur yfir.
Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn