„1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða“ Einar Kárason skrifar 31. ágúst 2024 19:30 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum ósáttur eftir tap liðsins gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í kvöld. „Mér finnst þessi úrslit ekki gefa rétta mynd af leiknum. 1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða.“ „Það er nú þannig í þessum bolta að fyrsta mark skiptir gríðarlega miklu máli. Við skorum löglegt mark í fyrri hálfleik. Það er tekið af okkur og það hjálpar okkur svo sannarlega ekki. Það er algjör óþarfi að aðstoða Þór/KA í þessu, að taka af okkur löglegt mark,“ sagði Guðni en Snædís Jörundsdóttir skoraði mark sem dæmt var af. Guðni hrósaði Söndru Maríu Jessen sem skoraði sigurmark Akureyringa. „Í seinni hálfleik fengum við mjög góða stöðu. Snædís (María Jörundsdóttir) klikkar á því færi en gerði vel fram að því. Svo fáum við á okkur mark eftir slæm mistök í öftustu línu. Þar er gæða leikmaður eins og Sandra María sem nýtir sér það og gerir gott mark.“ Vindurinn hafði áhrif á leikinn í dag en Guðni var nokkuð ánægður með leik sinna kvenna þrátt fyrir tapið. „Við náðum að halda vel í boltann og eiginlega alltaf að spila okkur út úr fyrstu pressu. Úr öftustu línu upp í miðju náðum við aftur og aftur. Eiginlega allan leikinn og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu í dag. Það eru svo margir jákvæðir punktar sem við tökum úr þessum leik. Það er mikill vindur og hann hafði áhrif en samt náðum við að spila okkur í gegn.“ FH er í 5. sæti efri hlutans og eftir tapið í dag er liðið átta stigum á eftir Þór/KA sem situr í bronssætinu. „Við erum sátt með sumarið. Við erum ánægð með sumarið í heild sinni. Eins og alltaf, upp og niður en miklu meira upp heldur en niður. Við erum á góðum stað í dag og notum þessa leiki í efri hlutanum núna til að fá svör við allskonar spurningum sem við höfum. Þetta var einn liður í því og við fengum svör við allskonar vangaveltum í dag. Við höldum áfram að spyrja spurninga og fáum svör í næstu leikjum. Við nýtum þetta í að undirbúa næsta ár.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FH Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
„Mér finnst þessi úrslit ekki gefa rétta mynd af leiknum. 1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða.“ „Það er nú þannig í þessum bolta að fyrsta mark skiptir gríðarlega miklu máli. Við skorum löglegt mark í fyrri hálfleik. Það er tekið af okkur og það hjálpar okkur svo sannarlega ekki. Það er algjör óþarfi að aðstoða Þór/KA í þessu, að taka af okkur löglegt mark,“ sagði Guðni en Snædís Jörundsdóttir skoraði mark sem dæmt var af. Guðni hrósaði Söndru Maríu Jessen sem skoraði sigurmark Akureyringa. „Í seinni hálfleik fengum við mjög góða stöðu. Snædís (María Jörundsdóttir) klikkar á því færi en gerði vel fram að því. Svo fáum við á okkur mark eftir slæm mistök í öftustu línu. Þar er gæða leikmaður eins og Sandra María sem nýtir sér það og gerir gott mark.“ Vindurinn hafði áhrif á leikinn í dag en Guðni var nokkuð ánægður með leik sinna kvenna þrátt fyrir tapið. „Við náðum að halda vel í boltann og eiginlega alltaf að spila okkur út úr fyrstu pressu. Úr öftustu línu upp í miðju náðum við aftur og aftur. Eiginlega allan leikinn og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu í dag. Það eru svo margir jákvæðir punktar sem við tökum úr þessum leik. Það er mikill vindur og hann hafði áhrif en samt náðum við að spila okkur í gegn.“ FH er í 5. sæti efri hlutans og eftir tapið í dag er liðið átta stigum á eftir Þór/KA sem situr í bronssætinu. „Við erum sátt með sumarið. Við erum ánægð með sumarið í heild sinni. Eins og alltaf, upp og niður en miklu meira upp heldur en niður. Við erum á góðum stað í dag og notum þessa leiki í efri hlutanum núna til að fá svör við allskonar spurningum sem við höfum. Þetta var einn liður í því og við fengum svör við allskonar vangaveltum í dag. Við höldum áfram að spyrja spurninga og fáum svör í næstu leikjum. Við nýtum þetta í að undirbúa næsta ár.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FH Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira