„Mér fannst vanta hugrekki í okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2024 17:06 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag, pollrólegur að vanda Vísir/Pawel Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var ósáttur með frammistöðu sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Fylki á Ísafirði í dag. Hann sagði að hans menn þyrftu að bera meiri virðingu fyrir boltanum. „Gríðarlega svekktur. Mér fannst frammistaðan í dag ekki verðskulda neitt nema kannski stig,“ sagði Davíð Smári í viðtali strax eftir leik. „Við fengum einhverjar 12-13 hornspyrnur sem við nýttum ekki. Við getum svo sem aðeins afsakað okkur með vindinn, erfitt að stjórna boltanum í þessum leik í dag. Mér fannst við ragir að halda í botlann og spila boltanum og fannst við geta gert töluvert betur úr þeim stöðum sem við fengum. Því miður áttum við ekki góðan leik í dag,“ bætti Davíð Smári við en leikurinn í dag var fremur tíðindalítill og varfærnin allsráðandi enda dýrt að tapa fallbaráttuslag sem þessum. „Ég held að í hausnum á mönnum sé það þannig að hvorugt liðið vill tapa leiknum. Auðvitað hefur það áhrif. Ég man ekki eftir að markmenn hafi þurft að verja bolta hér í dag,“ sagði Davíð Smári aðspurður hvort mikilvægi leiksins hafi haft áhrif á leikmenn. „Auðvitað fengum við einhverjar góðar stöður og hættulegri færi en Fylkismenn, ég man varla eftir hættulegu færi hjá þeim í dag. Ég er ekki ánægður með leikinn og fannst við geta gert töluvert betur. Algjör synd að nýta ekki þessar hornspyrnur sem við fengum í dag. Ég er bara svekktur.“ Framundan er tveggja vikna hlé á Bestu deildinni vegna landsleikja. Davíð Smári sagðist spenntur fyrir framhaldinu. „Auðvitað leggst þetta vel í mann, maður þarf aðeins að jafna sig á þessum leik áður en maður setur upp brosið og góða skapið. Við þurfum að nýta betur færin í leikjunum og fara betur með þau. Við þurfum að vanda okkur betur á boltanum og bera virðingu fyrir boltanum.“ „Vera hugrakkir, mér fannst vanta hugrekki í okkur. Við reynum að gera sóknarbreytingar í lokin og fannst það setja smá stress í Fylkismenn. Mér fannst við ekki nýta okkur það og ég er gríðarlega vonsvikinn. Við ætluðum okkur sigur hér í dag og það gekk ekki eftir,“ sagði Davíð Smári að endingu. Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
„Gríðarlega svekktur. Mér fannst frammistaðan í dag ekki verðskulda neitt nema kannski stig,“ sagði Davíð Smári í viðtali strax eftir leik. „Við fengum einhverjar 12-13 hornspyrnur sem við nýttum ekki. Við getum svo sem aðeins afsakað okkur með vindinn, erfitt að stjórna boltanum í þessum leik í dag. Mér fannst við ragir að halda í botlann og spila boltanum og fannst við geta gert töluvert betur úr þeim stöðum sem við fengum. Því miður áttum við ekki góðan leik í dag,“ bætti Davíð Smári við en leikurinn í dag var fremur tíðindalítill og varfærnin allsráðandi enda dýrt að tapa fallbaráttuslag sem þessum. „Ég held að í hausnum á mönnum sé það þannig að hvorugt liðið vill tapa leiknum. Auðvitað hefur það áhrif. Ég man ekki eftir að markmenn hafi þurft að verja bolta hér í dag,“ sagði Davíð Smári aðspurður hvort mikilvægi leiksins hafi haft áhrif á leikmenn. „Auðvitað fengum við einhverjar góðar stöður og hættulegri færi en Fylkismenn, ég man varla eftir hættulegu færi hjá þeim í dag. Ég er ekki ánægður með leikinn og fannst við geta gert töluvert betur. Algjör synd að nýta ekki þessar hornspyrnur sem við fengum í dag. Ég er bara svekktur.“ Framundan er tveggja vikna hlé á Bestu deildinni vegna landsleikja. Davíð Smári sagðist spenntur fyrir framhaldinu. „Auðvitað leggst þetta vel í mann, maður þarf aðeins að jafna sig á þessum leik áður en maður setur upp brosið og góða skapið. Við þurfum að nýta betur færin í leikjunum og fara betur með þau. Við þurfum að vanda okkur betur á boltanum og bera virðingu fyrir boltanum.“ „Vera hugrakkir, mér fannst vanta hugrekki í okkur. Við reynum að gera sóknarbreytingar í lokin og fannst það setja smá stress í Fylkismenn. Mér fannst við ekki nýta okkur það og ég er gríðarlega vonsvikinn. Við ætluðum okkur sigur hér í dag og það gekk ekki eftir,“ sagði Davíð Smári að endingu.
Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira