Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 14:30 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, sem er á leið á EM næsta sumar, hefur þurft að leika annars staðar en á Laugardalsvelli vegna þess að grasvöllurinn dugar ekki yfir vetrarmánuðina. vísir/Anton Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. Þetta kom fram við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í dag. Þrír ráðherrar, borgarstjóri og formaður knattspyrnusambandsins og frjálsíþróttasambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Í viljayfirlýsingunni felst að frjálsar íþróttir kveðji Laugardalsvöll endanlega og fái nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. Með því að leggja hybrid gras á Laugardalsvöll, og hitunarkerfi undir völlinn, er ætlunin að bregðast við kröfum UEFA og FIFA um að leikir í alþjóðlegum fótboltakeppnum geti farið fram nánast allan ársins hring. Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands hafa fundið fyrir því hve illa Laugardalsvöllur dugar sem þjóðarleikvangur stóran hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum Vísis stendur til að hybrid grasið verði lagt í október. Ríki og borg leggja hvort um sig allt að 250 milljónir króna til framkvæmdarinnar. Þjóðarleikvangur ehf., sem er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og KSÍ, annast verkið. Vinna við nýjan þjóðarleikvang frjálsíþrótta á að hefjast „eins fljótt og kostur er“. Í því samhengi er meðal annars horft til keppni á Smáþjóðameistaramóti á Íslandi 2028 sem og Smáþjóðaleika, fáum árum síðar, segir á vef stjórnarráðsins. Á fundinum í dag sagði Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, að allt væri á áætlun varðandi nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir og búið að semja um fjármögnun vegna hennar. Enn á þó eftir að taka fyrstu skóflustungu fyrir höllina sem rísa mun við Laugardalshöll. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Frjálsar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Þetta kom fram við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í dag. Þrír ráðherrar, borgarstjóri og formaður knattspyrnusambandsins og frjálsíþróttasambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Í viljayfirlýsingunni felst að frjálsar íþróttir kveðji Laugardalsvöll endanlega og fái nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. Með því að leggja hybrid gras á Laugardalsvöll, og hitunarkerfi undir völlinn, er ætlunin að bregðast við kröfum UEFA og FIFA um að leikir í alþjóðlegum fótboltakeppnum geti farið fram nánast allan ársins hring. Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands hafa fundið fyrir því hve illa Laugardalsvöllur dugar sem þjóðarleikvangur stóran hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum Vísis stendur til að hybrid grasið verði lagt í október. Ríki og borg leggja hvort um sig allt að 250 milljónir króna til framkvæmdarinnar. Þjóðarleikvangur ehf., sem er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og KSÍ, annast verkið. Vinna við nýjan þjóðarleikvang frjálsíþrótta á að hefjast „eins fljótt og kostur er“. Í því samhengi er meðal annars horft til keppni á Smáþjóðameistaramóti á Íslandi 2028 sem og Smáþjóðaleika, fáum árum síðar, segir á vef stjórnarráðsins. Á fundinum í dag sagði Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, að allt væri á áætlun varðandi nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir og búið að semja um fjármögnun vegna hennar. Enn á þó eftir að taka fyrstu skóflustungu fyrir höllina sem rísa mun við Laugardalshöll.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Frjálsar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira