Perla keppti með þeim bestu í Solheim-bikar ungmenna Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 17:02 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, þriðja frá vinstri í efri röð, var hluti af úrvalsliði Evrópu í Solheim-bikar 18 ára og yngri í ár. @AJGAGolf Kylfingurinn Perla Sól Sigurbrandsdóttir átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir úrvalslið Evrópu sem átti annars mjög erfitt uppdráttar gegn Bandaríkjunum í Solheim-bikar ungmenna í golfi sem lauk í gær. Á mótinu keppa bestu 12-18 ára kvenkylfingar Evrópu og Bandaríkjanna, líkt og í Solheim-bikarnum sjálfum sem nú er að hefjast í Virginíu-fylki, en Perlu og stöllum hennar er boðið að fylgjast með því móti. Evrópuliðið safnaði aðeins 5,5 stigum í Solheim-bikar ungmenna í ár, gegn 18,5 stigum Bandaríkjanna, og hefur munurinn aldrei verið meiri. Evrópa hafði þó unnið tvö síðustu mót. Perla byrjaði á að spila fjórbolta með Havanna Thorstensson frá Svíþjóð, og töpuðu þær 4/2 gegn Sofia Cherif Essakali og Mia Hammond. Í fjórleiknum lék Perla hins vegar með Louis Uma Landgraf, gegn Hammond og Avery McCrery, og gerðu þær jafnefli og fengu hálft stig. Þær náðu mest tveggja holu forskoti. Perla Sól Sigurbrandsdóttir getur nú fylgst með bestu kylfingum Bandaríkjanna og Evrópu í Solheim-bikar fullorðinna. Evrópa tapaði fjórum leikjum í fjórleiknum og vann einn, eftir að hafa fengið tvo og hálfan vinning í fjórboltanum gegn þremur og hálfum vinningi Bandaríkjanna. Í gær var svo leikinn tvímenningur þar sem Bandaríkin unnu 10 af 12 leikjum, einn fór jafntefli og Evrópa vann einn. Perla mætti Jude Lee og varð að sætta sig við 5/4 tap, eftir að Lee náði fimm holu forskoti á fyrstu sjö holunum. Perla vann eina holu, þá þrettándu, en Lee tryggði sér svo sigur í leiknum á næstu holu. Það breytir því ekki að Perla, sem verður 18 ára síðar í þessum mánuði, hlaut þann heiður að vera valin í hóp tólf kylfinga Evrópuúrvalsins, af fyrirliðanum Gwladys Nocera. Hún er næstyngsti sigurvegari í sögu Íslandsmótsins í golfi eftir að hafa unnið titilinn í Vestmannaeyjum árið 2022 og varð Evrópumeistari 16 ára og yngri sama ár. Þá varð hún Íslandsmeistari í holukeppni í fyrra, auk fjölda titla sem unglingur. Golf Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Á mótinu keppa bestu 12-18 ára kvenkylfingar Evrópu og Bandaríkjanna, líkt og í Solheim-bikarnum sjálfum sem nú er að hefjast í Virginíu-fylki, en Perlu og stöllum hennar er boðið að fylgjast með því móti. Evrópuliðið safnaði aðeins 5,5 stigum í Solheim-bikar ungmenna í ár, gegn 18,5 stigum Bandaríkjanna, og hefur munurinn aldrei verið meiri. Evrópa hafði þó unnið tvö síðustu mót. Perla byrjaði á að spila fjórbolta með Havanna Thorstensson frá Svíþjóð, og töpuðu þær 4/2 gegn Sofia Cherif Essakali og Mia Hammond. Í fjórleiknum lék Perla hins vegar með Louis Uma Landgraf, gegn Hammond og Avery McCrery, og gerðu þær jafnefli og fengu hálft stig. Þær náðu mest tveggja holu forskoti. Perla Sól Sigurbrandsdóttir getur nú fylgst með bestu kylfingum Bandaríkjanna og Evrópu í Solheim-bikar fullorðinna. Evrópa tapaði fjórum leikjum í fjórleiknum og vann einn, eftir að hafa fengið tvo og hálfan vinning í fjórboltanum gegn þremur og hálfum vinningi Bandaríkjanna. Í gær var svo leikinn tvímenningur þar sem Bandaríkin unnu 10 af 12 leikjum, einn fór jafntefli og Evrópa vann einn. Perla mætti Jude Lee og varð að sætta sig við 5/4 tap, eftir að Lee náði fimm holu forskoti á fyrstu sjö holunum. Perla vann eina holu, þá þrettándu, en Lee tryggði sér svo sigur í leiknum á næstu holu. Það breytir því ekki að Perla, sem verður 18 ára síðar í þessum mánuði, hlaut þann heiður að vera valin í hóp tólf kylfinga Evrópuúrvalsins, af fyrirliðanum Gwladys Nocera. Hún er næstyngsti sigurvegari í sögu Íslandsmótsins í golfi eftir að hafa unnið titilinn í Vestmannaeyjum árið 2022 og varð Evrópumeistari 16 ára og yngri sama ár. Þá varð hún Íslandsmeistari í holukeppni í fyrra, auk fjölda titla sem unglingur.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira