Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 10:42 Stefán Árni Geirsson spilar að líkindum ekki meira með KR á tímabilinu. Vísir/HAG Þeir Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Árni Geirsson, leikmenn KR í Bestu deild karla, eiga á hættu að taka ekki frekari þátt á þessari leiktíð. Það munar um minna fyrir Vesturbæinga. Guðmundur Andri kom til uppeldisfélagsins frá Val í sumar en á enn eftir að spila fyrir KR í sumar. Hann hefur glímt við meiðsli í hné og á hönd og ljóst að hann þarf að fara í aðgerð vegna handarmeiðsla sinna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfestir þetta í samtali við íþróttadeild. „Hann á bókaða aðgerð vegna handarbrots 25. september en ef hann verður búinn að jafna sig í hnénu þarf að fresta þeirri aðgerð,“ segir Óskar Hrafn. Það sé í það minnsta ljóst að Guðmundur Andri mun ekki spila gegn Víkingi seinni partinn í dag. „Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum og framhaldið verður bara að koma í ljós. Forgangsverkefnið fyrir hann er að fá sig 100 prósent góðan og það þýðir að hann þurfi að taka minni þátt en meiri það sem eftir lifir tímabils þá tökum við enga áhættu með hann,“ segir Óskar Hrafn. Óskar segir að jafnframt sé útlit fyrir að Stefán Árni Geirsson taki ekki frekari þátt á tímabilinu. Hann tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí. „Það er sama með Stefán Árna. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri og verður að öllum líkindum ekki meira með,“ segir Óskar Hrafn. Pásan vel nýtt Að þeim tveimur undanskildum koma KR-ingar vel undan landsleikjapásunni sem var að klárast. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn við Víkinga. „Menn koma bara ferskir og fínir. Við vorum með tvo leikmenn í verkefnum og þeir koma báðir léttir til baka þannig að ég held að standið á hópnum sé eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar sem tók við KR á miðju tímabili í erfiðri stöðu og nýtti hléið vel til að stimpla inn sínar áherslur á æfingasvæðinu. „Pásan kom sér vel. Að ég held bæði fyrir leikmenn og þjálfara. Það er fínt fyrir leikmenn að hvíla hugann aðeins frá keppnisleikjum og vonandi er það svo þannig að þeim mun fleiri æfingum sem við náum saman að þeim mun betri bragur komist á liðið. Ég held við höfum nýtt þessa pásu vel,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Guðmundur Andri kom til uppeldisfélagsins frá Val í sumar en á enn eftir að spila fyrir KR í sumar. Hann hefur glímt við meiðsli í hné og á hönd og ljóst að hann þarf að fara í aðgerð vegna handarmeiðsla sinna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfestir þetta í samtali við íþróttadeild. „Hann á bókaða aðgerð vegna handarbrots 25. september en ef hann verður búinn að jafna sig í hnénu þarf að fresta þeirri aðgerð,“ segir Óskar Hrafn. Það sé í það minnsta ljóst að Guðmundur Andri mun ekki spila gegn Víkingi seinni partinn í dag. „Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum og framhaldið verður bara að koma í ljós. Forgangsverkefnið fyrir hann er að fá sig 100 prósent góðan og það þýðir að hann þurfi að taka minni þátt en meiri það sem eftir lifir tímabils þá tökum við enga áhættu með hann,“ segir Óskar Hrafn. Óskar segir að jafnframt sé útlit fyrir að Stefán Árni Geirsson taki ekki frekari þátt á tímabilinu. Hann tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí. „Það er sama með Stefán Árna. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri og verður að öllum líkindum ekki meira með,“ segir Óskar Hrafn. Pásan vel nýtt Að þeim tveimur undanskildum koma KR-ingar vel undan landsleikjapásunni sem var að klárast. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn við Víkinga. „Menn koma bara ferskir og fínir. Við vorum með tvo leikmenn í verkefnum og þeir koma báðir léttir til baka þannig að ég held að standið á hópnum sé eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar sem tók við KR á miðju tímabili í erfiðri stöðu og nýtti hléið vel til að stimpla inn sínar áherslur á æfingasvæðinu. „Pásan kom sér vel. Að ég held bæði fyrir leikmenn og þjálfara. Það er fínt fyrir leikmenn að hvíla hugann aðeins frá keppnisleikjum og vonandi er það svo þannig að þeim mun fleiri æfingum sem við náum saman að þeim mun betri bragur komist á liðið. Ég held við höfum nýtt þessa pásu vel,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira