Setja pressu á Barcelona með sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2024 21:00 Það gekk lítið upp hjá Real framan af leik. EPA-EFE/KIKO HUESCA Spánarmeistarar Real Madríd setja pressu á topplið Barcelona með 4-1 sigri sínum á Espanyol í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Nú munar aðeins stigi á liðunum en Börsungar eiga þó leik til góða. Leikur kvöldsins var reyndar engin flugeldasýning framan af og staðan markalaus í hálfleik. Til að bæta gráu ofan á svart voru það gestirnir frá Katalóníu sem skoruðu fyrst í Madríd í kvöld. Markið kom úr óvæntri átt en markvörðurinn Thibaut Courtois fær skráð á sig sjálfsmark eftir að beina fyrirgjöf frá endalínu í eigið net. Óheppni hans virtist þó kveikja í samherjum hans sem sáu til þess að mistökin kostuðu ekki stig. 1 - Thibaut Courtois has become the first Real Madrid goalkeeper to score an own goal in a LaLiga match in the entire 21st century. Unfortunate. pic.twitter.com/NmKh6CPRPi— OptaJose (@OptaJose) September 21, 2024 Dani Carvajal jafnaði metin með skoti af stuttu færi eftir að boltinn féll fyrir hann í kjölfar þess að Federico Valverde átti þrumuskot að marki sem var varið út í teiginn. Staðan orðin 1-1 og leikmenn Real komnir með blóð á tennurnar. Eftir að mýmörg færi fóru forgörðum var það Brasilíumaðurinn Rodrygo sem kom Real yfir. Það leið ekki á löngu þangað til 2-1 var orðið 3-1. Aftur var Brasilíumaður að verki, að þessu sinni Vinícius Júnior og enn tólf mínútur til leiksloka. Í blálok leiksins var dæmd vítaspyrna og hinn franski Kylian Mbappé skilaði henni örugglega í netið. Lokatölur í Madríd 4-1 og heimamenn halda í við Barcelona sem hefur byrjað tímabilið af krafti. Spænski boltinn Fótbolti
Spánarmeistarar Real Madríd setja pressu á topplið Barcelona með 4-1 sigri sínum á Espanyol í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Nú munar aðeins stigi á liðunum en Börsungar eiga þó leik til góða. Leikur kvöldsins var reyndar engin flugeldasýning framan af og staðan markalaus í hálfleik. Til að bæta gráu ofan á svart voru það gestirnir frá Katalóníu sem skoruðu fyrst í Madríd í kvöld. Markið kom úr óvæntri átt en markvörðurinn Thibaut Courtois fær skráð á sig sjálfsmark eftir að beina fyrirgjöf frá endalínu í eigið net. Óheppni hans virtist þó kveikja í samherjum hans sem sáu til þess að mistökin kostuðu ekki stig. 1 - Thibaut Courtois has become the first Real Madrid goalkeeper to score an own goal in a LaLiga match in the entire 21st century. Unfortunate. pic.twitter.com/NmKh6CPRPi— OptaJose (@OptaJose) September 21, 2024 Dani Carvajal jafnaði metin með skoti af stuttu færi eftir að boltinn féll fyrir hann í kjölfar þess að Federico Valverde átti þrumuskot að marki sem var varið út í teiginn. Staðan orðin 1-1 og leikmenn Real komnir með blóð á tennurnar. Eftir að mýmörg færi fóru forgörðum var það Brasilíumaðurinn Rodrygo sem kom Real yfir. Það leið ekki á löngu þangað til 2-1 var orðið 3-1. Aftur var Brasilíumaður að verki, að þessu sinni Vinícius Júnior og enn tólf mínútur til leiksloka. Í blálok leiksins var dæmd vítaspyrna og hinn franski Kylian Mbappé skilaði henni örugglega í netið. Lokatölur í Madríd 4-1 og heimamenn halda í við Barcelona sem hefur byrjað tímabilið af krafti.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti