UEFA sé að missa þolinmæðina gagnvart Íslandi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2024 08:00 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Einar Eftir langt ferli liggur nú fyrir að Evrópuleikir Víkings fara fram hér á landi í vetur. Fara þarf í vissar aðgerðir áður en að Evrópuboltinn fer að rúlla. Heimavöllur Víkinga í Sambandsdeildinni átti að liggja fyrir þónokkru fyrr en í gær. Það dróst á langinn vegna viðræðna við UEFA og ljóst var að undanþágur þyrfti til ef leikir færu fram hér á landi. Kópavogsvöllur varð að endingu lendingin en síðustu vikur hafa tekið á. „Þetta er búin að vera dálítil þrautaganga og UEFA hafa verið fastir á sinni reglugerð. Með dyggri aðstoð Knattspyrnusambandsins náðu þeir að snúa þeim, í þetta skiptið. En mér skilst að þetta sé í allra, allra síðasta skiptið sem þeir gera svona undanþágu fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. En hvað hefur hann eiginlega fengið marga tölvupósta síðustu tvær vikur? „Þeir eru ansi margir. Það er sama hvar maður kemur, þá eru allir að spyrja um þetta. Maður finnur það bara, að áhugamenn vilja hafa þetta hér heima og þeir fá þetta hér heima.“ Þurfa að fara í framkvæmdir í Kópavogi Það eru aftur á móti undanþágur sem fylgja því að halda leikina hér og eins og Haraldur nefndi er Ísland komið á allra síðasta séns hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Leikirnir munu fara fram á óhefðbundnum tíma, fyrri tveir klukkan 14:30 og sá síðasti 13:00, vegna birtuskilyrða. Víkingar sluppu þó við tugmilljóna króna framkvæmd við að leigja ljós á Kópavogsvöll, sem hefði verið snúin aðgerð. Það þarf þó að fara í einhverjar framkvæmdir á Kópavogsvelli fyrir fyrsta leik, til að komast nær kröfum UEFA, til að mynda er varða fjölmiðlaaðstöðu og sjónvarpsútsendingar. „Það er ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sumt af því er gott sem tilbúið, skilst mér. Það er bara vinna,“ segir Haraldur. En hvernig skiptist kostnaður af slíkum framkvæmdum? „Það hefur ekkert verið tekið á því. Ég hef ekkert áhyggjur af því í sjálfu sér,“ Fyrst og fremst geti Víkingar nú farið að hlakka til. „Núna bara tekur spennan við og við ætlum að gera eins vel úr þessu og hægt er. Vonandi fáum við sem flesta þó þetta sé svona leiktími. Ég hef trú á því, það verður mikil stemning í kringum okkur. Ég lofa því,“ segir Haraldur. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en fleira kom fram í viðtalinu við Harald sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gekk á ýmsu á skrifstofunni Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn UEFA KSÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Heimavöllur Víkinga í Sambandsdeildinni átti að liggja fyrir þónokkru fyrr en í gær. Það dróst á langinn vegna viðræðna við UEFA og ljóst var að undanþágur þyrfti til ef leikir færu fram hér á landi. Kópavogsvöllur varð að endingu lendingin en síðustu vikur hafa tekið á. „Þetta er búin að vera dálítil þrautaganga og UEFA hafa verið fastir á sinni reglugerð. Með dyggri aðstoð Knattspyrnusambandsins náðu þeir að snúa þeim, í þetta skiptið. En mér skilst að þetta sé í allra, allra síðasta skiptið sem þeir gera svona undanþágu fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. En hvað hefur hann eiginlega fengið marga tölvupósta síðustu tvær vikur? „Þeir eru ansi margir. Það er sama hvar maður kemur, þá eru allir að spyrja um þetta. Maður finnur það bara, að áhugamenn vilja hafa þetta hér heima og þeir fá þetta hér heima.“ Þurfa að fara í framkvæmdir í Kópavogi Það eru aftur á móti undanþágur sem fylgja því að halda leikina hér og eins og Haraldur nefndi er Ísland komið á allra síðasta séns hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Leikirnir munu fara fram á óhefðbundnum tíma, fyrri tveir klukkan 14:30 og sá síðasti 13:00, vegna birtuskilyrða. Víkingar sluppu þó við tugmilljóna króna framkvæmd við að leigja ljós á Kópavogsvöll, sem hefði verið snúin aðgerð. Það þarf þó að fara í einhverjar framkvæmdir á Kópavogsvelli fyrir fyrsta leik, til að komast nær kröfum UEFA, til að mynda er varða fjölmiðlaaðstöðu og sjónvarpsútsendingar. „Það er ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sumt af því er gott sem tilbúið, skilst mér. Það er bara vinna,“ segir Haraldur. En hvernig skiptist kostnaður af slíkum framkvæmdum? „Það hefur ekkert verið tekið á því. Ég hef ekkert áhyggjur af því í sjálfu sér,“ Fyrst og fremst geti Víkingar nú farið að hlakka til. „Núna bara tekur spennan við og við ætlum að gera eins vel úr þessu og hægt er. Vonandi fáum við sem flesta þó þetta sé svona leiktími. Ég hef trú á því, það verður mikil stemning í kringum okkur. Ég lofa því,“ segir Haraldur. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en fleira kom fram í viðtalinu við Harald sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gekk á ýmsu á skrifstofunni
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn UEFA KSÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira