Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. október 2024 07:03 Þau sem hafa verið duglegust við að nota koppagrundir í ræðustól eru Bjarkey Olsen, Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Eyjólfur Ármannsson og Ragnheiður M. Árnadóttir. Bjarkey og Inga hafa báðar sterka tengingu við Ólafsfjörð. Vísir/Vilhelm/Grafík Ingu Sæland er tíðrætt á Alþingi um froðu sem flæðir „um allar koppagrundir“ en hún er þó ekki ein um koppagrundirnar og nota nokkrir aðrir þingmenn orðið óspart. Þeir tveir sem nota orðið langmest hafa báðir alist upp eða búið í áratugi á Ólafsfirði. En hvað eru koppagrundir? Í síðasta mánuði fór Inga um víðan völl í ræðu sinni við þingsetningu og hneykslaðist sérstaklega á jákvæðni Bjarna Benediktssonar í garð efnahagsins. „Þvílíkt froðuflóð sem flæðir um allar koppagrundir,“ sagði hún um stefnuræðu forsætisráðherrans. „Þing hefst ekki fyrr en okkar besta Inga Sæland er búin að skella í koppagrundir,“ skrifaði X-verji í kjölfarið í færslu á Twitter. Með færslunni voru nokkur skjáskot sem sýndu fleiri dæmi um koppagrundir í ræðum Ingu. Alls hefur Inga sagt orðið sextán sinnum á síðustu sjö árum í ræðustól. Leit í ræðusafni Alþingis leiðir í ljós að nokkrir þingmenn til viðbótar eru duglegir að nota orðið. Því lá við að ná tali af þessum koppagrunda-þingmönnum en fyrst ber þó að útskýra hvað koppagrundir eru nákvæmlega. Sagðirðu koppagrundir eða þorpagrundir? Íslenskufræðingurinn Guðrún Kvaran hefur ritað um koppagrundir á Vísindavefnum. Þar segir að elsta ritheimild um orðið sé úr Tímanum frá 1951 í orðasambandinu „út um allar koppagrundir“ í merkingunni ,hér og þar, hingað og þangað’. Guðrún segir jafnframt að sambandið sé ekki mjög algengt og virðist einkum notað í talmáli. Til að mynda séu koppagrundir ekki að finna í Íslenskri orðabók frá 2002 en þar megi finna „úti/út um allar þorpagrundir“ í sömu merkingu. Elsta dæmið um þorpagrundir segir hún vera í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu frá 1540 og þar „notað um grundirnar við þorpin eða milli þorpanna“ skrifar Guðrún. Niðurstaða hennar er því að koppagrundir sé líklega hliðarmynd af þorpagrundum sem hafi orðið til við misheyrn eða misskilning. Bætti froðuflóðinu við koppagrundirnar Eftirminnilegasta skiptið þegar Inga Sæland notaði koppagrundir var í kappræðum fyrir kosningar árið 2021. Þá sagði hún „Hvers lags eiginlega froðuflóð er að flæða hér um allar koppagrundir?“ sem viðbragð við orðum Sigurðar Inga Jóhannessonar um að flestir Íslendingar hefðu það gott. Það er alltaf stutt í sönginn og gleðina hjá Ingu Sæland. Hún er alin upp á Ólafsfirði en flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur á fertugsaldri.Vísir/Vilhelm Inga hefur síðan þá endurnýtt frasann orðrétt tvisvar á þinginu og líka talað einu sinni um froðusnakk sem flæðir um allar koppagrundir. Þess utan hefur hún notað koppagrundir í ýmsu samhengi, svo sem í tengslum við fjallakofavillur útgerðarmanna og Covid. Undirrituðum fannst því nauðsynlegt að byrja á að heyra í Ingu Sæland. Í samtali við blaðamann sagði Inga að koppagrundir væru í sínum skilningi tengdar við gleði og sólskinsskap, falleg tún og engi. „Það var oft talað um koppagrundir. ,Sjáiði litlu krakkana, þau hlaupa hérna út um allar koppagrundir‘,“ segir hún. „Ég bætti froðuflóðinu við og var að reyna að búa til jákvæða ásýnd á einhverju sem hefur hana ekki.“ Koppagrundum fjölgar upp úr aldamótum Ef koppagrundum er slegið upp á vefnum timarit.is sést hvernig notkun orðsins hefur aukist undanfarna áratugi. Koppagrundir koma alls 333 sinnum fyrir. Fyrstu þrjá áratugina, fram til 1980, kemur orðið aðeins fjórtán sinnum fyrir, sjaldnar en annað hvert ár að meðaltali. Á níunda áratugnum kemur það hins vegar fyrir 34 sinnum og 26 sinnum á þeim tíunda. Á fyrsta áratug þessarar aldar kemur orðið 87 sinnum fyrir og verður svo enn algengara frá 2010 til 2019 þegar það kemur 141 sinni fyrir. Erfitt er að túlka hlutfallslega fáar birtingar orðsins síðustu fjögur ár vegna gjörbreytts fjölmiðlaumhverfis. Þegar ræður þingmanna eru skoðaðar hafa koppagrundir verið notaðar 138 sinnum í ræðustól. Orðinu bregður fyrst fyrir árið 1981 þegar Sigurlaug Bjarnadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagði að vegagerðarmenn ættu að hætta að hlaupa út um allar koppagrundir. Alþýðubandalagsmennirnir Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson notuðu orðið nokkrum sinnum frá 1991 til 1996 en síðan er notkun á orðinu mjög takmörkuð þar til 2009. Í kjölfarið verður sprenging, frá 2010 til 2019 kemur það 73 sinnum fyrir og á þessum áratug hefur það birst 45 sinnum. Ákveðnir þingmenn nota orðið meira en aðrir. Inga Sæland hefur notað það 16 sinnum en einn þingmaður toppar hana. Það er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í VG sem hefur notað það 19 sinnum en hún hefur líka verið fjórum árum lengur á þingi en Inga. Það sem vekur sérstaka athygli er að þær hafa báðar búið lengi í Ólafsfirði. Næstu þingmenn á eftir þeim eru Karl Gauti Hjaltason með níu koppagrundir, Eyjólfur Ármannsson með átta, Ragnheiður E. Árnadóttir með sjö, Árni Páll Árnason með fimm og síðan hafa bæði Guðmundur Steingrímsson og Þorgerður Katrín notað það fjórum sinnum. Aðrir þingmenn hafa sagt það þrisvar eða sjaldnar. En segir þetta manni eitthvað? Úrtakið er ekki mjög stórt og lítið hægt að lesa úr gögnum. Djörf ályktun blaðamanns er að notkun á koppagrundum sé útbreiddari á Ólafsfirði en annars staðar. Hér að neðan má sjá stöplarit af þeim þingmönnum sem nota koppagrundir mest og svo línurit sem sýnir tíðni koppagrunda á ári. Lin íslenska sem lekur út úr manni Í samtalinu við Ingu Sæland kom fram að hún væri hissa á að heyra að orðið hefði komið fyrst fyrir í íslenskum blöðum fyrir rúmum sjötíu árum. „Ég hélt að koppagrundir væri eldgamalt, alveg síðan langamma var þarna úti um allar koppagrundir,“ segir Inga um þetta efni. Ég hugsaði að þetta væri staðbundið af því þið Bjarkey eruð báðar frá Ólafsfirði. „Hún er frá Siglufirði en flytur til Ólafsfjarðar þegar hún er táningur. Hún er fædd og uppalin á Siglufirði,“ segir Inga og mölbrýtur þar Ólafsfjarðakenninguna (en þó ekki alveg af því firðirnir eru næstum hlið við hlið). Það var ekkert meira talað um koppagrundir á þínu heimili en annars staðar? „Það getur alveg verið. Sumir segja sperðlar og aðrir bjúgu, sumir segja borðtuska og aðrir borðdrusla. Við sjáum vestfirskar og norðlenskar áherslur sem eru allt annað en þessi lina íslenska sem lekur út úr manni. Að baka köku, af hverju segjum við ekki baka gögu, af hverju er annað káið látið hljóma en ekki hitt?“ „Það er bara froða froða, maður er að drukkna í froðu“ Inga segist vilja leggja áherslu á þátt froðunnar sem flæði um koppagrundir í sinni notkun á orðasambandinu. „Ég er aðallega með froðuflóðið. Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða, maður er að drukkna í froðu. Hvað þá núna þegar það er komið inn í kosningavetur.“ Er þá meiri froða? „Góðu fréttirnar eru að þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem ráðherrar koma með einhver mál svona snemma. Það hefur alltaf verið seinna. Það er ánægjulegt ef þau ætla að koma með málin fyrr þannig við getum komið þeim í nefndir og þinglega meðferð.“ Ertu þá bara bjartsýn fyrir vetrinum? „Ég er bjartsýn að þetta springi allt í loft upp fyrir jól. Nei, ég segi bara svona. Þetta er algjörlega vanmáttug ríkisstjórn, hún getur engan veginn komið sér saman um eitt eða neitt. Alþjóð horfir upp á það dagsdaglega, ég er ekki að segja neinar fréttir.“ Eldra fólk notaði koppagrundir um fólk og viðhorf Næst hafði blaðamaður samband við Bjarkey Olsen, matvælaráðherra og þingmann VG, til að forvitnast út í koppagrundir hennar. Ég hélt þú værir Ólafsfirðingur en Inga Sæland sagði mér að þú værir frá Siglufirði. „Ég er Siglfirðingur, borin og barnfædd og bjó þar þangað til ég var fimmtán ára. Þá fór ég yfir til Ólafsfjarðar og er búin að vera þar meira og minna síðan,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen var bæjarfulltrúi VG í Ólafsfirði frá 2006 til 2013.Vísir/Arnar Þið berið alveg af í koppagrundanotkun svo ég hélt að þetta tengdist Ólafsfirði. „Ég er bara alin upp við þetta heima á Sigló, mamma notaði þetta talsvert. Hún er alin upp í Þingeyjarsýslu og Raufarhöfn en talaði alltaf um sig sem Akureyring. Ég man eftir því úr æsku að mér eldra fólk notaði koppagrundir um fólk og jafnvel um viðhorf. ,Hann er út um allar koppagrundir í þessu' og þá var átt við eitthvað sem viðkomandi sagði en stóð ekki við.“ Útbreiðslusvæðið nær því ekki bara yfir Siglufjörð og Ólafsfjörð heldur austur í Þingeyjarsveit. Skilningur Bjarkeyjar á orðinu er líka nokkuð frábrugðinn skilningi Ingu, ívið neikvæðari. Hugsanlega komið úr Húnavatnssýslunum Eina vitið var að halda áfram niður koppagrunda-listann og heyra í Karli Gauta Hjaltasyni, núverandi lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmann Flokks fólksins, en hann hætti á þingi fyrir þremur árum. Karl var afkastamikill í koppagrundundum þegar hann var enn á þingi en öll tilvikin eiga sér reyndar stað yfir eins árs tímabil frá maí 2019 til maí 2020. Þar talar hann bara um koppagrundir í tengslum við úrgang og vindmyllugarða. Karl Gauti var Alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2017 til 2021 og hefur starfað vítt og breitt um kjördæmið.Vísir/Ívar Fannar Aðspurður út í koppagrundirnar kannaðist Karl Gauti við að nota orðasambandið „út um allar koppagrundir“ reglulega og sagði það vera hluta af hans dagsdaglega orðaforða. „Ég nota þetta þegar mér dettur þetta í hug,“ segir Karl við blaðamann. „Ég var mjög mikið fyrir norðan í Húnavatnssýslum og hugsa að ég hafi heyrt þetta þar“ og bætir við „Ég hugsa að hafi líka heyrt þetta frá móður minni. Hún er úr Húnavatnssýslu.“ Enn stækkar útbreiðslusvæðið og nú eru koppagrundir raktar til Húnavatnssýslu þó ekki sé ljóst hvor sýslan það sé, sú vestari eða eystari. Við erum þá komin töluvert vestan við Siglufjörð og Ólafsfjörð en erum þó enn á Norðurlandi. „Ertu að grínast? Hvað hef ég notað það oft?“ Næstur á listanum er Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins. Af öllum þingmönnunum hér er tíðni koppagrunda hæst hjá honum ef tekið er tillit til ára á þingi (en ekki heildardaga eða heildarræðutíma). Þú ert ansi duglegur að nota koppagrundir? „Er ég? Ertu að grínast? Hvað hef ég notað það oft?“ spyr Eyjólfur og fær þá að vita að það séu átta skipti. Kanntu einhverja skýringu á þessu? „Ég er alltaf með mikinn ræðutíma af því ég er í þungum nefndum og fer í allar sérumræður. Þetta eru ekki skrifaðar ræður þannig ég veit ekki hvernig stendur á þessu,“ segir Eyjólfur og bætir við „Mér dettur kannski í hug að ég tala mikla norsku. Ég flutti út 2011 og kom aftur heim 2019. Gætu verið áhrif þaðan.“ Þú ert fæddur í Vestmannaeyjum ekki satt? „Fæddur í Eyjum en við fluttum í gosinu þannig ég er bara venjulegur krakki úr Fossvoginum. En svo var ég mikið í sveit hjá móðursystur minni í Lokinhamradal. Gætu líka verið áhrif þaðan,“ segir hann. Eyjólfur er fyrstur til að viðurkenna hvað hann talar mikið í ræðustól. Svo mikið að hann er alveg ómeðvitaður um eigin koppagrundisma.Vísir/Vilhelm Koppagrundirnar farnar út um þúfur Ekki náðist í Ragnheiði Elínu Árnadóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokks, við gerð þessarar umfjöllunar en hún er fædd og uppalin í Keflavík. Það er ljóst að niðurstaða þessarar óvísindalegu rannsóknar á koppagrundum er ekki alveg skýr. Undirritaður er þó hallur undir þá kenningu að koppagrundirnar hafi fyrst náð sterkri fótfestu á Norðurlandi. Í grúskinu á timarit.is kom í ljós að Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur og blaðamaður, greip gjarnan til koppagrunda í skrifum sínum en hann var úr Skagafirðinum. Því getur verið að Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýsla hafi verið uppspretta þessarar orðanotkunar og orðið dreifst þaðan austur og vestur. Það er ljóslega ríkt tilefni til frekari koppagrunda-rannsókna. Hér er verðugt verkefni handa einhverjum öflugum málfræðingi. Alþingi Flokkur fólksins Íslensk tunga Fjallabyggð Skagafjörður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Í síðasta mánuði fór Inga um víðan völl í ræðu sinni við þingsetningu og hneykslaðist sérstaklega á jákvæðni Bjarna Benediktssonar í garð efnahagsins. „Þvílíkt froðuflóð sem flæðir um allar koppagrundir,“ sagði hún um stefnuræðu forsætisráðherrans. „Þing hefst ekki fyrr en okkar besta Inga Sæland er búin að skella í koppagrundir,“ skrifaði X-verji í kjölfarið í færslu á Twitter. Með færslunni voru nokkur skjáskot sem sýndu fleiri dæmi um koppagrundir í ræðum Ingu. Alls hefur Inga sagt orðið sextán sinnum á síðustu sjö árum í ræðustól. Leit í ræðusafni Alþingis leiðir í ljós að nokkrir þingmenn til viðbótar eru duglegir að nota orðið. Því lá við að ná tali af þessum koppagrunda-þingmönnum en fyrst ber þó að útskýra hvað koppagrundir eru nákvæmlega. Sagðirðu koppagrundir eða þorpagrundir? Íslenskufræðingurinn Guðrún Kvaran hefur ritað um koppagrundir á Vísindavefnum. Þar segir að elsta ritheimild um orðið sé úr Tímanum frá 1951 í orðasambandinu „út um allar koppagrundir“ í merkingunni ,hér og þar, hingað og þangað’. Guðrún segir jafnframt að sambandið sé ekki mjög algengt og virðist einkum notað í talmáli. Til að mynda séu koppagrundir ekki að finna í Íslenskri orðabók frá 2002 en þar megi finna „úti/út um allar þorpagrundir“ í sömu merkingu. Elsta dæmið um þorpagrundir segir hún vera í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu frá 1540 og þar „notað um grundirnar við þorpin eða milli þorpanna“ skrifar Guðrún. Niðurstaða hennar er því að koppagrundir sé líklega hliðarmynd af þorpagrundum sem hafi orðið til við misheyrn eða misskilning. Bætti froðuflóðinu við koppagrundirnar Eftirminnilegasta skiptið þegar Inga Sæland notaði koppagrundir var í kappræðum fyrir kosningar árið 2021. Þá sagði hún „Hvers lags eiginlega froðuflóð er að flæða hér um allar koppagrundir?“ sem viðbragð við orðum Sigurðar Inga Jóhannessonar um að flestir Íslendingar hefðu það gott. Það er alltaf stutt í sönginn og gleðina hjá Ingu Sæland. Hún er alin upp á Ólafsfirði en flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur á fertugsaldri.Vísir/Vilhelm Inga hefur síðan þá endurnýtt frasann orðrétt tvisvar á þinginu og líka talað einu sinni um froðusnakk sem flæðir um allar koppagrundir. Þess utan hefur hún notað koppagrundir í ýmsu samhengi, svo sem í tengslum við fjallakofavillur útgerðarmanna og Covid. Undirrituðum fannst því nauðsynlegt að byrja á að heyra í Ingu Sæland. Í samtali við blaðamann sagði Inga að koppagrundir væru í sínum skilningi tengdar við gleði og sólskinsskap, falleg tún og engi. „Það var oft talað um koppagrundir. ,Sjáiði litlu krakkana, þau hlaupa hérna út um allar koppagrundir‘,“ segir hún. „Ég bætti froðuflóðinu við og var að reyna að búa til jákvæða ásýnd á einhverju sem hefur hana ekki.“ Koppagrundum fjölgar upp úr aldamótum Ef koppagrundum er slegið upp á vefnum timarit.is sést hvernig notkun orðsins hefur aukist undanfarna áratugi. Koppagrundir koma alls 333 sinnum fyrir. Fyrstu þrjá áratugina, fram til 1980, kemur orðið aðeins fjórtán sinnum fyrir, sjaldnar en annað hvert ár að meðaltali. Á níunda áratugnum kemur það hins vegar fyrir 34 sinnum og 26 sinnum á þeim tíunda. Á fyrsta áratug þessarar aldar kemur orðið 87 sinnum fyrir og verður svo enn algengara frá 2010 til 2019 þegar það kemur 141 sinni fyrir. Erfitt er að túlka hlutfallslega fáar birtingar orðsins síðustu fjögur ár vegna gjörbreytts fjölmiðlaumhverfis. Þegar ræður þingmanna eru skoðaðar hafa koppagrundir verið notaðar 138 sinnum í ræðustól. Orðinu bregður fyrst fyrir árið 1981 þegar Sigurlaug Bjarnadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagði að vegagerðarmenn ættu að hætta að hlaupa út um allar koppagrundir. Alþýðubandalagsmennirnir Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson notuðu orðið nokkrum sinnum frá 1991 til 1996 en síðan er notkun á orðinu mjög takmörkuð þar til 2009. Í kjölfarið verður sprenging, frá 2010 til 2019 kemur það 73 sinnum fyrir og á þessum áratug hefur það birst 45 sinnum. Ákveðnir þingmenn nota orðið meira en aðrir. Inga Sæland hefur notað það 16 sinnum en einn þingmaður toppar hana. Það er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í VG sem hefur notað það 19 sinnum en hún hefur líka verið fjórum árum lengur á þingi en Inga. Það sem vekur sérstaka athygli er að þær hafa báðar búið lengi í Ólafsfirði. Næstu þingmenn á eftir þeim eru Karl Gauti Hjaltason með níu koppagrundir, Eyjólfur Ármannsson með átta, Ragnheiður E. Árnadóttir með sjö, Árni Páll Árnason með fimm og síðan hafa bæði Guðmundur Steingrímsson og Þorgerður Katrín notað það fjórum sinnum. Aðrir þingmenn hafa sagt það þrisvar eða sjaldnar. En segir þetta manni eitthvað? Úrtakið er ekki mjög stórt og lítið hægt að lesa úr gögnum. Djörf ályktun blaðamanns er að notkun á koppagrundum sé útbreiddari á Ólafsfirði en annars staðar. Hér að neðan má sjá stöplarit af þeim þingmönnum sem nota koppagrundir mest og svo línurit sem sýnir tíðni koppagrunda á ári. Lin íslenska sem lekur út úr manni Í samtalinu við Ingu Sæland kom fram að hún væri hissa á að heyra að orðið hefði komið fyrst fyrir í íslenskum blöðum fyrir rúmum sjötíu árum. „Ég hélt að koppagrundir væri eldgamalt, alveg síðan langamma var þarna úti um allar koppagrundir,“ segir Inga um þetta efni. Ég hugsaði að þetta væri staðbundið af því þið Bjarkey eruð báðar frá Ólafsfirði. „Hún er frá Siglufirði en flytur til Ólafsfjarðar þegar hún er táningur. Hún er fædd og uppalin á Siglufirði,“ segir Inga og mölbrýtur þar Ólafsfjarðakenninguna (en þó ekki alveg af því firðirnir eru næstum hlið við hlið). Það var ekkert meira talað um koppagrundir á þínu heimili en annars staðar? „Það getur alveg verið. Sumir segja sperðlar og aðrir bjúgu, sumir segja borðtuska og aðrir borðdrusla. Við sjáum vestfirskar og norðlenskar áherslur sem eru allt annað en þessi lina íslenska sem lekur út úr manni. Að baka köku, af hverju segjum við ekki baka gögu, af hverju er annað káið látið hljóma en ekki hitt?“ „Það er bara froða froða, maður er að drukkna í froðu“ Inga segist vilja leggja áherslu á þátt froðunnar sem flæði um koppagrundir í sinni notkun á orðasambandinu. „Ég er aðallega með froðuflóðið. Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða, maður er að drukkna í froðu. Hvað þá núna þegar það er komið inn í kosningavetur.“ Er þá meiri froða? „Góðu fréttirnar eru að þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem ráðherrar koma með einhver mál svona snemma. Það hefur alltaf verið seinna. Það er ánægjulegt ef þau ætla að koma með málin fyrr þannig við getum komið þeim í nefndir og þinglega meðferð.“ Ertu þá bara bjartsýn fyrir vetrinum? „Ég er bjartsýn að þetta springi allt í loft upp fyrir jól. Nei, ég segi bara svona. Þetta er algjörlega vanmáttug ríkisstjórn, hún getur engan veginn komið sér saman um eitt eða neitt. Alþjóð horfir upp á það dagsdaglega, ég er ekki að segja neinar fréttir.“ Eldra fólk notaði koppagrundir um fólk og viðhorf Næst hafði blaðamaður samband við Bjarkey Olsen, matvælaráðherra og þingmann VG, til að forvitnast út í koppagrundir hennar. Ég hélt þú værir Ólafsfirðingur en Inga Sæland sagði mér að þú værir frá Siglufirði. „Ég er Siglfirðingur, borin og barnfædd og bjó þar þangað til ég var fimmtán ára. Þá fór ég yfir til Ólafsfjarðar og er búin að vera þar meira og minna síðan,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen var bæjarfulltrúi VG í Ólafsfirði frá 2006 til 2013.Vísir/Arnar Þið berið alveg af í koppagrundanotkun svo ég hélt að þetta tengdist Ólafsfirði. „Ég er bara alin upp við þetta heima á Sigló, mamma notaði þetta talsvert. Hún er alin upp í Þingeyjarsýslu og Raufarhöfn en talaði alltaf um sig sem Akureyring. Ég man eftir því úr æsku að mér eldra fólk notaði koppagrundir um fólk og jafnvel um viðhorf. ,Hann er út um allar koppagrundir í þessu' og þá var átt við eitthvað sem viðkomandi sagði en stóð ekki við.“ Útbreiðslusvæðið nær því ekki bara yfir Siglufjörð og Ólafsfjörð heldur austur í Þingeyjarsveit. Skilningur Bjarkeyjar á orðinu er líka nokkuð frábrugðinn skilningi Ingu, ívið neikvæðari. Hugsanlega komið úr Húnavatnssýslunum Eina vitið var að halda áfram niður koppagrunda-listann og heyra í Karli Gauta Hjaltasyni, núverandi lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmann Flokks fólksins, en hann hætti á þingi fyrir þremur árum. Karl var afkastamikill í koppagrundundum þegar hann var enn á þingi en öll tilvikin eiga sér reyndar stað yfir eins árs tímabil frá maí 2019 til maí 2020. Þar talar hann bara um koppagrundir í tengslum við úrgang og vindmyllugarða. Karl Gauti var Alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2017 til 2021 og hefur starfað vítt og breitt um kjördæmið.Vísir/Ívar Fannar Aðspurður út í koppagrundirnar kannaðist Karl Gauti við að nota orðasambandið „út um allar koppagrundir“ reglulega og sagði það vera hluta af hans dagsdaglega orðaforða. „Ég nota þetta þegar mér dettur þetta í hug,“ segir Karl við blaðamann. „Ég var mjög mikið fyrir norðan í Húnavatnssýslum og hugsa að ég hafi heyrt þetta þar“ og bætir við „Ég hugsa að hafi líka heyrt þetta frá móður minni. Hún er úr Húnavatnssýslu.“ Enn stækkar útbreiðslusvæðið og nú eru koppagrundir raktar til Húnavatnssýslu þó ekki sé ljóst hvor sýslan það sé, sú vestari eða eystari. Við erum þá komin töluvert vestan við Siglufjörð og Ólafsfjörð en erum þó enn á Norðurlandi. „Ertu að grínast? Hvað hef ég notað það oft?“ Næstur á listanum er Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins. Af öllum þingmönnunum hér er tíðni koppagrunda hæst hjá honum ef tekið er tillit til ára á þingi (en ekki heildardaga eða heildarræðutíma). Þú ert ansi duglegur að nota koppagrundir? „Er ég? Ertu að grínast? Hvað hef ég notað það oft?“ spyr Eyjólfur og fær þá að vita að það séu átta skipti. Kanntu einhverja skýringu á þessu? „Ég er alltaf með mikinn ræðutíma af því ég er í þungum nefndum og fer í allar sérumræður. Þetta eru ekki skrifaðar ræður þannig ég veit ekki hvernig stendur á þessu,“ segir Eyjólfur og bætir við „Mér dettur kannski í hug að ég tala mikla norsku. Ég flutti út 2011 og kom aftur heim 2019. Gætu verið áhrif þaðan.“ Þú ert fæddur í Vestmannaeyjum ekki satt? „Fæddur í Eyjum en við fluttum í gosinu þannig ég er bara venjulegur krakki úr Fossvoginum. En svo var ég mikið í sveit hjá móðursystur minni í Lokinhamradal. Gætu líka verið áhrif þaðan,“ segir hann. Eyjólfur er fyrstur til að viðurkenna hvað hann talar mikið í ræðustól. Svo mikið að hann er alveg ómeðvitaður um eigin koppagrundisma.Vísir/Vilhelm Koppagrundirnar farnar út um þúfur Ekki náðist í Ragnheiði Elínu Árnadóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokks, við gerð þessarar umfjöllunar en hún er fædd og uppalin í Keflavík. Það er ljóst að niðurstaða þessarar óvísindalegu rannsóknar á koppagrundum er ekki alveg skýr. Undirritaður er þó hallur undir þá kenningu að koppagrundirnar hafi fyrst náð sterkri fótfestu á Norðurlandi. Í grúskinu á timarit.is kom í ljós að Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur og blaðamaður, greip gjarnan til koppagrunda í skrifum sínum en hann var úr Skagafirðinum. Því getur verið að Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýsla hafi verið uppspretta þessarar orðanotkunar og orðið dreifst þaðan austur og vestur. Það er ljóslega ríkt tilefni til frekari koppagrunda-rannsókna. Hér er verðugt verkefni handa einhverjum öflugum málfræðingi.
Alþingi Flokkur fólksins Íslensk tunga Fjallabyggð Skagafjörður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira