„Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2024 22:33 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fagnaði dátt og söng aðeins með stuðningsmönnum eftir leik.. vísir / pawel „Jesús almáttugur, ég þarf að fara á bráðavaktina núna sko,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir hádramatískan 3-2 sigur sinna manna gegn Val. Víkingur komst yfir eftir tuttugu mínútur en Valur jafnaði fyrir hálfleik. „Fyrri hálfleikur var svo góður hjá okkur, nánast fullkominn, svo verðum við sloppy síðustu fimm mínúturnar og Valur með einstaklingsgæði og geðveikt mark, ég held að ég hafi klappað meira að segja fyrir því á hliðarlínunni.“ Valur mætti af krafti út og komst yfir snemma í seinni hálfleik en Víkingur barðist til baka, jafnaði leikinn og skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma. „Það gerist oft í þessum úrslitakeppnum, að liðið sem við spilum á móti – ég ætla ekki að segja þeim sé sama, en þau bara go for it. Úr því varð allsherjarvitleysa, sem hentar okkur mjög illa. Það komst smá strúktúr á þetta með skiptingunum, svo í lokin snerist þetta bara um hjartað og að klára leikinn.“ Stuðningsmenn Víkings mættu þá til að taka yfir viðtalið með gríðarlegum fagnaðarlátum og sungu nafn Arnars hástöfum – sem var spurður hvernig honum liði með svona góða menn á bak við sig. „Ég syng bara með! Nei þetta er bara geggjað og eitt af þessum kvöldum. Valsleikirnir í sumar hafa verið ótrúlegir, væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku. Þetta var ekki leikur að mínu skapi en við unnum og það er fyrir mestu.“ Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Þá færðist talið yfir á hetju kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, sem gekk nýlega til liðs við Víking og hefur reynst hinn mesti fengur. „Vinstri bakvörður sem kemur inn á miðjuna. Ótrúlega mikilvægur fyrir okkar kerfi. Menn voru í bullinu aðeins í byrjun seinni hálfleiks en um leið og það kom strúktúr í þetta fór hann að gera sig gildandi. Fékk skotsénsa, skoraði með vinstri og hægri, bara búinn að vera ótrúlegur síðan hann kom til okkar.“ Arnar á hliðarlínunni í leik kvöldsins.vísir / pawel Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnt Breiðablik að stigum en með betri markatölu. Þrír leikir eru eftir, Stjarnan heima og ÍA úti, áður en Breiðablik kemur svo í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta magnaða mót sem virðist vera í uppsiglingu, stjörnurnar virðast búnar að raðast þannig að það verði úrslitaleikur í Víkinni. En til þess þurfum við að standa okkur, og ég ætla ekki að segja að ég voni að Blikar standi sig líka, en þetta lítur allt út fyrir að verða nokkuð góð veisla núna síðustu leikina,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Víkingur komst yfir eftir tuttugu mínútur en Valur jafnaði fyrir hálfleik. „Fyrri hálfleikur var svo góður hjá okkur, nánast fullkominn, svo verðum við sloppy síðustu fimm mínúturnar og Valur með einstaklingsgæði og geðveikt mark, ég held að ég hafi klappað meira að segja fyrir því á hliðarlínunni.“ Valur mætti af krafti út og komst yfir snemma í seinni hálfleik en Víkingur barðist til baka, jafnaði leikinn og skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma. „Það gerist oft í þessum úrslitakeppnum, að liðið sem við spilum á móti – ég ætla ekki að segja þeim sé sama, en þau bara go for it. Úr því varð allsherjarvitleysa, sem hentar okkur mjög illa. Það komst smá strúktúr á þetta með skiptingunum, svo í lokin snerist þetta bara um hjartað og að klára leikinn.“ Stuðningsmenn Víkings mættu þá til að taka yfir viðtalið með gríðarlegum fagnaðarlátum og sungu nafn Arnars hástöfum – sem var spurður hvernig honum liði með svona góða menn á bak við sig. „Ég syng bara með! Nei þetta er bara geggjað og eitt af þessum kvöldum. Valsleikirnir í sumar hafa verið ótrúlegir, væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku. Þetta var ekki leikur að mínu skapi en við unnum og það er fyrir mestu.“ Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Þá færðist talið yfir á hetju kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, sem gekk nýlega til liðs við Víking og hefur reynst hinn mesti fengur. „Vinstri bakvörður sem kemur inn á miðjuna. Ótrúlega mikilvægur fyrir okkar kerfi. Menn voru í bullinu aðeins í byrjun seinni hálfleiks en um leið og það kom strúktúr í þetta fór hann að gera sig gildandi. Fékk skotsénsa, skoraði með vinstri og hægri, bara búinn að vera ótrúlegur síðan hann kom til okkar.“ Arnar á hliðarlínunni í leik kvöldsins.vísir / pawel Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnt Breiðablik að stigum en með betri markatölu. Þrír leikir eru eftir, Stjarnan heima og ÍA úti, áður en Breiðablik kemur svo í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta magnaða mót sem virðist vera í uppsiglingu, stjörnurnar virðast búnar að raðast þannig að það verði úrslitaleikur í Víkinni. En til þess þurfum við að standa okkur, og ég ætla ekki að segja að ég voni að Blikar standi sig líka, en þetta lítur allt út fyrir að verða nokkuð góð veisla núna síðustu leikina,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira