Baráttan harðnar í Valorant Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. september 2024 10:09 Lið Klutz afgreiddi Þór frekar auðveldlega 13-2 í 4. umferð Míludeildarinnar og „ekki mikið um það að segja“, eins og Mist orðaði það. Fjórða umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og ljóst var á leikjum kvöldsins að farið er að hitna í kolunum og baráttan á toppi deildarinnar að harðna, bæði um toppsætið að tryggja sig áfram í fjögurra liða úrslit. „Þetta er vikan sem þú hættir tilraunastarfsemi. Hérna þarftu að fara að vinna,“ sagði Daníel fyrir fyrsta leik kvöldsins en hann og Mist Reykdal Magnúsdóttir fylgdust með gangi mála í beinni útsendingu og greindu stöðuna jafnóðum. Fyrsti leikur umferðarinnar var í brennidepli enda mættust þar ósigruðu liðin tvö, Jötunn Valkyrjur og Venus, í spennandi baráttu um 1. Sætið. Viðureigninni lauk með sigri Venusar 13-9 og liðið trónir því eitt á toppi Míludeildarinnar með 8 stig. Klutz og Valkyrjur fylgja á eftir með 6 stig en Valkyrjurnar máttu sætta sig við fall úr fyrsta sæti í það þriðja eftir leiki umferðarinnar. Úrslit 4. umferðar: Jötunn Valkyrjur - Venus 9 - 13 ControllerZ - GoldDiggers 5 - 13 Guardian Grýlurnar - Höttur 7 - 13 Þór - Klutz 2 - 13 Mist og Daníel bentu á að viðureign ControllerZ og GoldDiggers væri, eins og leikur toppliðanna, mikilvægur fyrir stigatöfluna en þessi lið voru einnig jöfn að stigum eftir 3. umferð. Daníel og Mist greindu stöðuna og lýstu leikjum í fjórðu umferð Míludeildarinnar í beinni á föstudagskvöld. Með sigri sínum komu GoldDiggers sér í 4. sæti deildarinnar en þegar hér er komið við sögu sagði Mist að hún teldi óhætt að segja að þrjú efstu liðin núna, Venus, Klutzog Jötunn Valkyrjur séu örugg í umspil. Stóra spurningin er hvaða lið tryggi sér fjórða og síðasta sætið þar. Míludeildin heldur áfram á föstudaginn, 4. október, þegar Þór tekur á móti ControllerZ, Jötunn Valkyrjur mæta GoldDiggers, Höttur og Klutz takast á og botnlið Guardian Grýlanna og topplið Venus mætast. Staðan í Míludeildinni að fjórum umferðum loknum. Rafíþróttir Tengdar fréttir Valkyrjur og Venus ósigraðar á toppnum Þriðja umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni eru liðin Jötunn Valkyrjur og Venus, enn ósigruð, í tveimur efstu sætum deildarinnar. 23. september 2024 10:49 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti
„Þetta er vikan sem þú hættir tilraunastarfsemi. Hérna þarftu að fara að vinna,“ sagði Daníel fyrir fyrsta leik kvöldsins en hann og Mist Reykdal Magnúsdóttir fylgdust með gangi mála í beinni útsendingu og greindu stöðuna jafnóðum. Fyrsti leikur umferðarinnar var í brennidepli enda mættust þar ósigruðu liðin tvö, Jötunn Valkyrjur og Venus, í spennandi baráttu um 1. Sætið. Viðureigninni lauk með sigri Venusar 13-9 og liðið trónir því eitt á toppi Míludeildarinnar með 8 stig. Klutz og Valkyrjur fylgja á eftir með 6 stig en Valkyrjurnar máttu sætta sig við fall úr fyrsta sæti í það þriðja eftir leiki umferðarinnar. Úrslit 4. umferðar: Jötunn Valkyrjur - Venus 9 - 13 ControllerZ - GoldDiggers 5 - 13 Guardian Grýlurnar - Höttur 7 - 13 Þór - Klutz 2 - 13 Mist og Daníel bentu á að viðureign ControllerZ og GoldDiggers væri, eins og leikur toppliðanna, mikilvægur fyrir stigatöfluna en þessi lið voru einnig jöfn að stigum eftir 3. umferð. Daníel og Mist greindu stöðuna og lýstu leikjum í fjórðu umferð Míludeildarinnar í beinni á föstudagskvöld. Með sigri sínum komu GoldDiggers sér í 4. sæti deildarinnar en þegar hér er komið við sögu sagði Mist að hún teldi óhætt að segja að þrjú efstu liðin núna, Venus, Klutzog Jötunn Valkyrjur séu örugg í umspil. Stóra spurningin er hvaða lið tryggi sér fjórða og síðasta sætið þar. Míludeildin heldur áfram á föstudaginn, 4. október, þegar Þór tekur á móti ControllerZ, Jötunn Valkyrjur mæta GoldDiggers, Höttur og Klutz takast á og botnlið Guardian Grýlanna og topplið Venus mætast. Staðan í Míludeildinni að fjórum umferðum loknum.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Valkyrjur og Venus ósigraðar á toppnum Þriðja umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni eru liðin Jötunn Valkyrjur og Venus, enn ósigruð, í tveimur efstu sætum deildarinnar. 23. september 2024 10:49 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti
Valkyrjur og Venus ósigraðar á toppnum Þriðja umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni eru liðin Jötunn Valkyrjur og Venus, enn ósigruð, í tveimur efstu sætum deildarinnar. 23. september 2024 10:49