Andri Lucas Guðjohnsen lagði upp mark Gent í 4-2 tapi gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar.
Heimamenn Chelsea voru við völd frá upphafi og tóku forystuna snemma. Renato Veiga skoraði á 12. mínútu eftir undirbúning Mykhailo Mudryk. Pedro Neto tvöfaldaði svo forystuna snemma í seinni hálfleik.
Þá var komið að Gent, sem minnkaði muninn á 50. mínútu. Andri Lucas Guðjohnsen gaf stoðsendinguna, flott fyrirgjöf frá hægri kantinum sem rataði á Tsuyoshi Watanabe sem skallaði í markið. Andri var tekinn af velli á 64. mínútu fyrir Max Dean.
Allar vonir um endurkomu slökknuðu síðan skömmu síðar þegar Chelsea bætti tveimur mörkum við með skömmu millibili. Christopher Nkunku og Kiernan Dewsbury-Hall komust þar á blað.
Omri Gandelman minnkaði muninn fyrir Gent á lokamínútum leiksins. 4-2 lokaniðurstaðan á Stamford Bridge.