Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. október 2024 10:02 Það er engin messa eins og sú nauðbeygða messa sem frumsýnd verður á sunnudag. Efnilegustu leikarar Íslands boða nauðbeygðir til messu í Bæjarbíói á sunnudag þegar leikverkið Nauðbeygð Messa verður frumsýnt. Höfundur leikritsins var í miðjum prófalestri þegar hugmyndin að verkinu kviknaði en hann segir um alvöru upplifun að ræða fyrir gesti. „Ástæða þess að við höfum nefnt verkið þessu fáránlega nafni sem enginn skilur er sú að við viljum að fólk labbi kannski í fyrsta sinn inn í eitthvað án þess að geta búist við því hvað er að fara að eiga sér stað,“ segir Einar Baldvin Brimar höfundur verksins í samtali við Vísi. Hann segir því um miklu meira en bara leikrit að ræða. Í verkinu, sem er messa, er fjallað um Kláus Alfreð Alfreðsson sem orðinn er dauðþreyttur á nútíma samfélagi. Hann hefur ákveðið að reyna allt sem hann getur til að fóta sig í samfélagi þar sem allt snýst um sýndarmennsku og metorð sem hefur í för með sér óafturkræfar afleiðingar fyrir hans líf. Einar segir um alvöru messu að ræða. Las helminginn og ákvað að slá til „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að læra fyrir lögfræðipróf. Þarna var ég bara gjörsamlega að deyja í einhverjum prófalestri og ég byrjaði bara að skrifa þetta upp af því að ég þurfti að fá mig til að brosa annars myndi ég ekki komast í gegnum þetta. Þannig ég skrifaði þetta í einhverjum flýti,“ útskýrir Einar. Hann heyrði næst í félaga sínum leikstjóranum Vigni Rafn Valþórssyni sem hann hafði sent handritið. „Hann sagðist hafa lesið helminginn áður en hann hringdi svo í mig og sagðist ætla að gera þetta. Þetta var allt saman mjög óvænt,“ segir Einar hlæjandi. Messan var flutt tvisvar fyrir fullu húsi síðastliðið sumar í Háskólabíó undir merkjum sviðslistahátíðarinnar Afturámóti og vakti mikla athygli. Einar segir þá félaga hafa fengið svo margar fyrirspurnir um hvenær verkið yrði aftur á sviði að þeir hafi eiginlega ekki getað annað en orðið við þeim óskum. Sýningin var fyrst sett á svið í Háskólabíói. Prestur býður fólk velkomið Margir af efnilegustu leikurum landsins fara með hlutverk í verkinu líkt og Starkaður Pétursson, Katla Njálsdóttir og Mikael Emil Kaaber svo fáeinir séu nefndir. Einar fellst á það að leikritið sé alvöru satíra. Í því sé mikill húmor þó myrka hliðin sé aldrei langt undan. „Þetta er samt fyrst og fremst messa. Við erum með prest sem býður fólk velkomið. Það er erfidrykkja eftir á og að sjálfsögðu predikun sem lætur engan ósnortinn!“ Einar segist fyrst og fremst þakklátur leikhópnum og öllum sem komið hafi að verkinu. Hann er spenntur að frumsýna verkið um helgina og segist sérstaklega hugsa til smiðsins Axels Auðunssonar sem hafi verið mikill bjargvættur. „Maðurinn smíðaði tvöhundruð kílóa leikmynd launalaust á fimm dögum og neitaði svo að fara upp á svið að hneigja sig því hann sér ekki tilganginn í fabúleringum þegar skylduverkin bíða hans!“ segir Einar hlæjandi. Hann segir að sér sé mikið í mun um að útskýra fyrir lesendum um hvað verkið raunverulega snúist. „Nauðbeygð Messa er ekki eitthvað sem þú velur að fara á, hún velur þig, hún velur þig því hún veit að þú vilt breytingar, framfarir og betra samfélag. Hún velur þig því þú ert nauðbeygður. Svo kæri lesandi, hvort sem þér líkar það eða ekki - þú hefur verið valinn!“ Menning Leikhús Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Ástæða þess að við höfum nefnt verkið þessu fáránlega nafni sem enginn skilur er sú að við viljum að fólk labbi kannski í fyrsta sinn inn í eitthvað án þess að geta búist við því hvað er að fara að eiga sér stað,“ segir Einar Baldvin Brimar höfundur verksins í samtali við Vísi. Hann segir því um miklu meira en bara leikrit að ræða. Í verkinu, sem er messa, er fjallað um Kláus Alfreð Alfreðsson sem orðinn er dauðþreyttur á nútíma samfélagi. Hann hefur ákveðið að reyna allt sem hann getur til að fóta sig í samfélagi þar sem allt snýst um sýndarmennsku og metorð sem hefur í för með sér óafturkræfar afleiðingar fyrir hans líf. Einar segir um alvöru messu að ræða. Las helminginn og ákvað að slá til „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að læra fyrir lögfræðipróf. Þarna var ég bara gjörsamlega að deyja í einhverjum prófalestri og ég byrjaði bara að skrifa þetta upp af því að ég þurfti að fá mig til að brosa annars myndi ég ekki komast í gegnum þetta. Þannig ég skrifaði þetta í einhverjum flýti,“ útskýrir Einar. Hann heyrði næst í félaga sínum leikstjóranum Vigni Rafn Valþórssyni sem hann hafði sent handritið. „Hann sagðist hafa lesið helminginn áður en hann hringdi svo í mig og sagðist ætla að gera þetta. Þetta var allt saman mjög óvænt,“ segir Einar hlæjandi. Messan var flutt tvisvar fyrir fullu húsi síðastliðið sumar í Háskólabíó undir merkjum sviðslistahátíðarinnar Afturámóti og vakti mikla athygli. Einar segir þá félaga hafa fengið svo margar fyrirspurnir um hvenær verkið yrði aftur á sviði að þeir hafi eiginlega ekki getað annað en orðið við þeim óskum. Sýningin var fyrst sett á svið í Háskólabíói. Prestur býður fólk velkomið Margir af efnilegustu leikurum landsins fara með hlutverk í verkinu líkt og Starkaður Pétursson, Katla Njálsdóttir og Mikael Emil Kaaber svo fáeinir séu nefndir. Einar fellst á það að leikritið sé alvöru satíra. Í því sé mikill húmor þó myrka hliðin sé aldrei langt undan. „Þetta er samt fyrst og fremst messa. Við erum með prest sem býður fólk velkomið. Það er erfidrykkja eftir á og að sjálfsögðu predikun sem lætur engan ósnortinn!“ Einar segist fyrst og fremst þakklátur leikhópnum og öllum sem komið hafi að verkinu. Hann er spenntur að frumsýna verkið um helgina og segist sérstaklega hugsa til smiðsins Axels Auðunssonar sem hafi verið mikill bjargvættur. „Maðurinn smíðaði tvöhundruð kílóa leikmynd launalaust á fimm dögum og neitaði svo að fara upp á svið að hneigja sig því hann sér ekki tilganginn í fabúleringum þegar skylduverkin bíða hans!“ segir Einar hlæjandi. Hann segir að sér sé mikið í mun um að útskýra fyrir lesendum um hvað verkið raunverulega snúist. „Nauðbeygð Messa er ekki eitthvað sem þú velur að fara á, hún velur þig, hún velur þig því hún veit að þú vilt breytingar, framfarir og betra samfélag. Hún velur þig því þú ert nauðbeygður. Svo kæri lesandi, hvort sem þér líkar það eða ekki - þú hefur verið valinn!“
Menning Leikhús Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira