Sandra er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 22 mörk. Hún hefur skorað gegn öllum liðum deildarinnar í sumar.
Hin 29 ára Sandra fékk viðurkenningu fyrir leik Þórs/KA og Víkings í lokaumferð deildarinnar í dag. Leikurinn hófst klukkan 14:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og í beinni textalýsingu á Vísi.
Þetta er í annað sinn sem Sandra er valin besti leikmaður efstu deildar en hún fékk einnig þessa viðurkenningu 2018.