Þórsarar hafa því treyst sig í sessi á toppnum með 15 stig en Selirnir eru þó ekki langt undan með 13 stig í 2. sæti.
Guðjón og Guðbergur lýstu tveimur viðureignum í beinni og töldu þær báðar í meira lagi spennandi þar sem í hinum leiknum mættust lið Jötuns og Böðla í botnbaráttunni. Þar tókst Böðlum að landa sínum fyrsta sigri, eru komnir með 5 stig og skilja Jötunn eftir á botninum með 1 stig.
Staða liðanna er því óbreytt frá 4. umferð en Trölli-Loop og Dusty eiga leik til góða og þeir Guðbergur og Guðjón töldu óhætt að fullyrða að deildin sé enn galopin í fjórum efstu sætunum þar sem Dusty og Tröll séu til alls líkleg og gætu byrjað að stríða toppliðum Þórs og Selanna í næstu umferðum.
