Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 07:32 Berglind Björg Þorvaldsdóttir varð bikarmeistari með Val í sumar. vísir/Anton Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir sneri aftur á fótboltavöllinn með Val í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift í vikunni, í óþökk þjálfara hennar sem vilja halda henni. Berglind sneri heim og eignaðist son sinn á Íslandi, eftir að hafa verið atvinnumaður hjá PSG í Frakklandi, og áður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi. Hún hafði leikið með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi en skrifaði undir samning til tveggja ára við Val í vor. Í þeim samningi var hins vegar riftunarákvæði sem Valur nýtti nú í lok leiktíðar, eftir að Valur sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Breiðabliks um helgina. Möguleiki er á að gerður verði nýr samningur og Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, segir í samtali við Fótbolta.net að vilji þeirra Péturs Péturssonar þjálfara sé til að halda Berglindi. Þau hafi ekki vitað af uppsagnarákvæðinu eða þeirri ákvörðun Vals að nýta það. „Hún er að koma til baka eftir barneign sem er gríðarlega erfitt. Við þjálfararnir sjáum hana sem hluta af okkar framtíðarplönum og viljum setjast niður með henni og ræða næsta skref, það er alveg klárt mál,“ sagði Adda við Fótbolta.net. „Ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann“ Sjálf varð Berglind fyrir miklum vonbrigðum með hvernig staðið var að riftun samningsins, og er óviss um framhaldið. „Mér var tilkynnt símleiðis á mánudaginn að samningnum mínum hefði verið sagt upp. Það kom mér mjög á óvart, og einnig þótti mér þetta ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann. En ég frétti það í gær að ný stjórn væri að taka við þannig að það kemur í ljós hvað verður,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á EM í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Það mun hafa verið framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, sem hringdi og tilkynnti henni um riftunina og segir Berglind að svo virðist sem það hafi verið án vitundar stjórnar knattspyrnudeildarinnar. Hún útilokar ekki að gera nýjan samning við Val. Fengið fyrirspurnir á Íslandi og að utan Berglind mun nú taka sér tíma í að ákveða næsta skref en þessi 32 ára knattspyrnukona, sem skorað hefur 12 mörk í 72 A-landsleikjum, skoraði fjögur mörk í þrettán leikjum í endurkomunni í sumar. „Ég veit í rauninni ekki hvað mun gerast á næstu vikum. Það hafa komið inn fyrirspurnir frá liðum á Íslandi og einnig erlendis, en ég mun taka mér tíma í það að hugsa hvað er besta skrefið fyrir mig og fjölskylduna mína.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Berglind sneri heim og eignaðist son sinn á Íslandi, eftir að hafa verið atvinnumaður hjá PSG í Frakklandi, og áður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi. Hún hafði leikið með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi en skrifaði undir samning til tveggja ára við Val í vor. Í þeim samningi var hins vegar riftunarákvæði sem Valur nýtti nú í lok leiktíðar, eftir að Valur sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Breiðabliks um helgina. Möguleiki er á að gerður verði nýr samningur og Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, segir í samtali við Fótbolta.net að vilji þeirra Péturs Péturssonar þjálfara sé til að halda Berglindi. Þau hafi ekki vitað af uppsagnarákvæðinu eða þeirri ákvörðun Vals að nýta það. „Hún er að koma til baka eftir barneign sem er gríðarlega erfitt. Við þjálfararnir sjáum hana sem hluta af okkar framtíðarplönum og viljum setjast niður með henni og ræða næsta skref, það er alveg klárt mál,“ sagði Adda við Fótbolta.net. „Ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann“ Sjálf varð Berglind fyrir miklum vonbrigðum með hvernig staðið var að riftun samningsins, og er óviss um framhaldið. „Mér var tilkynnt símleiðis á mánudaginn að samningnum mínum hefði verið sagt upp. Það kom mér mjög á óvart, og einnig þótti mér þetta ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann. En ég frétti það í gær að ný stjórn væri að taka við þannig að það kemur í ljós hvað verður,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á EM í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Það mun hafa verið framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, sem hringdi og tilkynnti henni um riftunina og segir Berglind að svo virðist sem það hafi verið án vitundar stjórnar knattspyrnudeildarinnar. Hún útilokar ekki að gera nýjan samning við Val. Fengið fyrirspurnir á Íslandi og að utan Berglind mun nú taka sér tíma í að ákveða næsta skref en þessi 32 ára knattspyrnukona, sem skorað hefur 12 mörk í 72 A-landsleikjum, skoraði fjögur mörk í þrettán leikjum í endurkomunni í sumar. „Ég veit í rauninni ekki hvað mun gerast á næstu vikum. Það hafa komið inn fyrirspurnir frá liðum á Íslandi og einnig erlendis, en ég mun taka mér tíma í það að hugsa hvað er besta skrefið fyrir mig og fjölskylduna mína.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira