Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 11:30 Salah fær góða hvíld fyrir komandi leikjatörn hjá Liverpool. Vísir/Getty Mohamed Salah hefur yfirgefið landsliðshóp Egyptalands og er farinn aftur heim til Liverpool. Egypski stjörnuleikmaðurinn var ekki spenntur fyrir seinni leik Egypta gegn Máritaníu. Mo Salah lék allan leik Egyptalands og Máritaníu í gær og skoraði síðara mark egypska liðsins í 2-0 sigri. Leikurinn fór fram á heimavelli Egypta en liðin mætast á nýjan leik á heimavelli Máritaníu á þriðjudaginn. Þar verður Salah hins vegar ekki með. Hann er floginn aftur til Liverpool en ákvörðunin var tekin í samráði við forráðamenn egypska knattspyrnusambandsins. Í yfirlýsingu egypska knattspyrnusambandsins sagði að Salah hefði átt fund með teymi landsliðsins og þjálfaranum Hossam Hassan. „Þar var ákveðið að gefa leikmanninum hvíld í næsta leik.“ Brotthvarf Salah úr landsliðshópnum kemur í kjölfarið á áhyggjum Egypta af grófum leikstíl Marítaníumanna og heimavelli liðsins. Eftir fyrri leik þjóðanna í gær sagði þjálfarinn að mögulega yrði Salah ekki með í seinni leiknum auk þess sem hann sagði mótherjana vera „ofbeldisfulla“. Leikurinn mun fara fram á Cheikha Ould Boidiya leikvanginum í Nouakchott en á honum er gervigras. „Ef einhver af mínum leikmönnum biður um að þurfa ekki að spila á gervigrasi, þá mun ég samþykkja það,“ sagði Hassan og ljóst að Egyptar eru ekki hrifnir af gervigrasvöllum. „Máritaníumenn spila grófan leik og með ofbeldisfullum tæklingum og völlurinn þeirra er ekki góður.“ Eftir sigurinn í gær sagði Salah að liðið hefði virkilega þurft að hafa fyrir sigrinum. Hann sagði að liðið þyrfti að spila hraðari og sókndjarfari fótbolta og að leikurinn gegn Máritaníu hefði verið erfiður. Forráðamenn Liverpool taka eflaust fagnandi á móti Salah sem fær nú lengri hvíld en áætlað var fyrir mikla leikjatörn sem framundan er hjá félaginu. Fyrirliðinn Virgil Van Dijk er líka mættur aftur í Bítlaborgina en hann fékk rautt spjald í leik Hollendinga og Ungverja í gær og verður í banni gegn Þjóðverjum á mánudag. Egyptaland Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Mo Salah lék allan leik Egyptalands og Máritaníu í gær og skoraði síðara mark egypska liðsins í 2-0 sigri. Leikurinn fór fram á heimavelli Egypta en liðin mætast á nýjan leik á heimavelli Máritaníu á þriðjudaginn. Þar verður Salah hins vegar ekki með. Hann er floginn aftur til Liverpool en ákvörðunin var tekin í samráði við forráðamenn egypska knattspyrnusambandsins. Í yfirlýsingu egypska knattspyrnusambandsins sagði að Salah hefði átt fund með teymi landsliðsins og þjálfaranum Hossam Hassan. „Þar var ákveðið að gefa leikmanninum hvíld í næsta leik.“ Brotthvarf Salah úr landsliðshópnum kemur í kjölfarið á áhyggjum Egypta af grófum leikstíl Marítaníumanna og heimavelli liðsins. Eftir fyrri leik þjóðanna í gær sagði þjálfarinn að mögulega yrði Salah ekki með í seinni leiknum auk þess sem hann sagði mótherjana vera „ofbeldisfulla“. Leikurinn mun fara fram á Cheikha Ould Boidiya leikvanginum í Nouakchott en á honum er gervigras. „Ef einhver af mínum leikmönnum biður um að þurfa ekki að spila á gervigrasi, þá mun ég samþykkja það,“ sagði Hassan og ljóst að Egyptar eru ekki hrifnir af gervigrasvöllum. „Máritaníumenn spila grófan leik og með ofbeldisfullum tæklingum og völlurinn þeirra er ekki góður.“ Eftir sigurinn í gær sagði Salah að liðið hefði virkilega þurft að hafa fyrir sigrinum. Hann sagði að liðið þyrfti að spila hraðari og sókndjarfari fótbolta og að leikurinn gegn Máritaníu hefði verið erfiður. Forráðamenn Liverpool taka eflaust fagnandi á móti Salah sem fær nú lengri hvíld en áætlað var fyrir mikla leikjatörn sem framundan er hjá félaginu. Fyrirliðinn Virgil Van Dijk er líka mættur aftur í Bítlaborgina en hann fékk rautt spjald í leik Hollendinga og Ungverja í gær og verður í banni gegn Þjóðverjum á mánudag.
Egyptaland Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira