Þrír leikir fóru fram í Míludeildinni í Valorant kvenna á föstudagskvöld en lið GoldDiggers þurfti ekki að keppa og fékk frían sigur þar sem liðs Þórs hefur sagt sig úr keppni.
Úrslit 6. umferðar:
Þór vs. GoldDiggers 1-2
Höttur vs. ControllerZ 13-3
Guardian Grýlurnar vs. Jötunn Valkyrjur 2-13
Klutz vs. Venus 13-5
ControllerZ þurfti nauðsynlega á sigri gegn Hetti að halda til þess að halda sér í keppninni. Allt var því undir hjá ControllerZ en eftir 3-13 tap er ljóst að liðið á ekki möguleika á því að komast í útsláttarkeppnina þar sem Höttur á inni frían sigur í næstu umferð vegna brotthvarfs Þórs.
Klutz lagði Venus í spennandi toppbaráttu og náði þar með fyrsta sætinu af Venus sem situr í því þriðja en Jötunn Valkyrjur eru á milli þeirra í öðru sæti. Öll þessi lið eru komin með 10 stig og því örugg í útsláttarkeppnina.
Míludeildin tekur vetrarfrí í næstu viku þannig að 7. Umferð fer fram föstudaginn 25. október þegar Guardian Gýlurnar keppa við GoldDiggers, Venus mætir ControllerZ og toppliðin Klutz og Jötunn Valkyrjur eigast við. Höttur er hins vegar þegar kominn með sigur í boði Þórs.
