Verslunin Maí á Garðatorgi státar af spennandi úrvali af húð- og snyrtivörum, skarti og gjafavöru og hafa gjafabréf í Maí slegið í gegn. Meðal vörumerkja sem fást hjá Maí eru The Ordinary og Pilgrim, Eco By Sonya, Sol De Janeiro, Paula´s Choice og fleiri.

„Það eru virkilega spennandi vikur framundan hjá okkur í Maí. Við vorum að fá inn til okkar nýtt vörumerki í vikunni, Pilgrim, danskt skartgripamerki sem hefur verið mjög vinsælt út í Danmörku og erum við spennt að loksins geta boðið upp á það í verslun okkar. Fleiri merki eru væntanleg fyrir jól og þessvegna er gjafabréf í Maí frábært sem jólagjöf, þau hafa alltaf slegið í gegn,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir, eigandi lífsstílsverslunarinnar Maí á Garðatorgi.
Handgert skart frá Pilgrim


Danska skartgripamerkið Pilgrim inniheldur vandaða, handgerða skartgripi sem eru í senn klassískir og nútímalegir.
Fallegir hringar, armbönd, hálsmen og eyrnalokkar eru virkilega falleg jólagjöf og úrvalið frá Pilgrim er fjölbreytt.

Eitt vinsælasta snyrtivörumerki heims mætt í Maí
Paula Choise snyrtivörumerkið er nýlega mætt í hillurnar í Maí. Þetta er eitt vinsælasta snyrtivörumerki í heimi og fæst eingöngu í Maí hér á landi.
Sigrún segir fólk hugsa almennt vel um húðina á sér og því eiga góðar húð- og snyrtivörur vel við í jólagjöf fyrir öll. Hún á von á nýju jólagjafaöskju frá Paula's Choise sem inniheldur geysivinsæla tóner sem hefur farið sigurför um heiminn og verður fáanlegur í jólagjafaöskunni ásamt nýrri vöru sem þeir voru að koma með á markað.


Stílhrein símahulstur frá danska gjafavörumerkinu Holdit
Holdit er nýtt sænskt vörumerki sem sérhæfir sig í hágæða símahulstrum og öðrum fylgihlutum. Vörumerkið hefur skapað sér stórt nafn í Svíþjóð, Danmörku og öðrum löndum og hefur slegið í gegn í Maí verslun.

Gjafasett í úrvali og einfalt að útbúa gjafabréf
Til að nálgast gjafabréf og gjafaöskjurnar hjá Maí er best að hafa beint samband við verslunina Garðatorgi. Úrvalið er hægt að skoða á mai.is.
