Kristján rifbeinsbrotnaði: „Fannst þetta klárt rautt spjald“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 17. október 2024 20:39 Kristján Ottó Hjálmsson tekinn föstum tökum. Hann endaði kvöldið á sjúkrahúsi með rifbeinsbrot. vísir/Anton „Frábær leikur í alla staði. Fyrri hálfleikurinn stórkostlegur, tíu mörkum yfir í hálfleik og það er líka ákveðin kúnst að vera tíu mörkum yfir í hálfleik,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir að lið hans burstaði ÍBV í Olís-deild karla. Lokatölur 38-27. Staðan var 19-9 í hálfleik og hófu Eyjamenn síðari hálfleik ágætlega og minnkuðu muninn niður í fimm mörk. Gunnar segir það hafa verið viðbúið og hans lið hafi svarað því áhlaupi vel. „Við vissum að þeir kæmu með áhlaup og við stóðumst það á endanum. Bara heilt yfir frábær leikur, að vinna hér sterkt lið ÍBV með ellefu mörkum.“ Aðspurður hvað honum fannst um leik andstæðingana, sem virtust vera heillum horfnir í leiknum, þá vildi Gunnar ekki dæma um það. „Ég ætla ekki að dæma um það. Mér fannst við bara mjög góðir og mér fannst við ekki gefa þeim nein færi á okkur. Við vorum góðir og þeir áttu ekki sinn besta dag, þeir lentu á vegg hérna.“ Lagst ofan á Kristján Ottó Tvö rauð spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik á leikmenn ÍBV. Gunnar segir þá dóma hafa verið hárrétta og fannst að sama skapi vera hægt að dæma brottvísun eða meira til þegar Sigtryggur Daði Rúnarsson fylgdi vel á eftir í broti sínu á afmælisbarn dagsins, Kristján Ottó Hjálmsson, sem lá óvígur eftir og endaði kvöldið upp á slysó með beinbrot. „Mér fannst þetta klárt rautt spjald í bæði skiptin. Líka hérna þegar brotið er á Kristjáni Ottó, hann rifbeinsbrotnar þegar hann leggst ofan á hann í brotinu, sem mér fannst líka mjög slæmt brot. En við stóðum þetta af okkur og sýndum úr hverju við erum gerðir.“ Gunnar Magnússon var kampakátur með sína menn í kvöld.vísir/Anton Afturelding er komin á topp deildarinnar og hafa verið að spila hvað best af öllum liðum Olís-deildarinnar. Gunnar segist vera ánægður með það þó að það skipti ekki öllu máli þegar svona lítið er búið af mótinu. „Við erum ánægðir með okkar spilamennsku og við erum bara þar sem við viljum vera, en við vitum það líka að það verður enginn meistari í október eða nóvember. Það er rosalega mikið eftir. Stigin verða ekki tekin af okkur og við þurfum að halda áfram að safna fleiri stigum. Við erum bara ánægðir með okkar lið, en það er mikið eftir.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira
Staðan var 19-9 í hálfleik og hófu Eyjamenn síðari hálfleik ágætlega og minnkuðu muninn niður í fimm mörk. Gunnar segir það hafa verið viðbúið og hans lið hafi svarað því áhlaupi vel. „Við vissum að þeir kæmu með áhlaup og við stóðumst það á endanum. Bara heilt yfir frábær leikur, að vinna hér sterkt lið ÍBV með ellefu mörkum.“ Aðspurður hvað honum fannst um leik andstæðingana, sem virtust vera heillum horfnir í leiknum, þá vildi Gunnar ekki dæma um það. „Ég ætla ekki að dæma um það. Mér fannst við bara mjög góðir og mér fannst við ekki gefa þeim nein færi á okkur. Við vorum góðir og þeir áttu ekki sinn besta dag, þeir lentu á vegg hérna.“ Lagst ofan á Kristján Ottó Tvö rauð spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik á leikmenn ÍBV. Gunnar segir þá dóma hafa verið hárrétta og fannst að sama skapi vera hægt að dæma brottvísun eða meira til þegar Sigtryggur Daði Rúnarsson fylgdi vel á eftir í broti sínu á afmælisbarn dagsins, Kristján Ottó Hjálmsson, sem lá óvígur eftir og endaði kvöldið upp á slysó með beinbrot. „Mér fannst þetta klárt rautt spjald í bæði skiptin. Líka hérna þegar brotið er á Kristjáni Ottó, hann rifbeinsbrotnar þegar hann leggst ofan á hann í brotinu, sem mér fannst líka mjög slæmt brot. En við stóðum þetta af okkur og sýndum úr hverju við erum gerðir.“ Gunnar Magnússon var kampakátur með sína menn í kvöld.vísir/Anton Afturelding er komin á topp deildarinnar og hafa verið að spila hvað best af öllum liðum Olís-deildarinnar. Gunnar segist vera ánægður með það þó að það skipti ekki öllu máli þegar svona lítið er búið af mótinu. „Við erum ánægðir með okkar spilamennsku og við erum bara þar sem við viljum vera, en við vitum það líka að það verður enginn meistari í október eða nóvember. Það er rosalega mikið eftir. Stigin verða ekki tekin af okkur og við þurfum að halda áfram að safna fleiri stigum. Við erum bara ánægðir með okkar lið, en það er mikið eftir.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira