Fanney seld fyrir upphæð sem „ekki hefur sést“ og Tinna kemur í staðinn Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2024 19:32 Fanney Inga Birkisdóttir varð bikarmeistari annað árið í röð með Val í sumar, og Íslandsmeistari í fyrra. vísir/Anton Valsmenn hafa nú staðfest söluna á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til sænska úrvalsdeildarfélagsins Häcken, og hafa aldrei selt knattspyrnukonu fyrir hærri upphæð. Tinna Brá Magnúsdóttir kemur frá Fylki og fyllir í hennar skarð. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Í tilkynningu frá Val segir Björn Steinar Jónsson, varaformaður knattspyrnudeildar, að það sé mikil gleðiefni að Fanney Inga sé nú á leið til toppliðs í Svíþjóð. Kaupverðið sé trúnaðarmál en ljóst sé að Valur sé að fá upphæð sem ekki hafi sést í íslenska kvennaboltanum til þessa, eins og það er orðað í tilkynningu Valsara. „Og Fanney Inga stendur alveg undir því enda teljum við að hún eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Við óskum henni alls hins besta og getum ekki beðið eftir því að fylgjast með henni á stóra sviðinu,“ segir Björn Steinar. Tinna Brá kemur í stað Fanneyjar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Val. Hún er fædd árið 2004 og hefur varið mark Fylkis síðustu ár en var áður hjá Gróttu. Hún hefur leikið 39 leiki í efstu deild og 52 leiki í næstefstu deild. „Það er geggjað að vera búin að semja við Val sem er auðvitað eins og allir vita í fremstu röð þegar kemur að kvenna íþróttum. Maður finnur það þegar maður kemur að Hlíðarenda hversu mikill metnaður er í öllu hérna. Valur er frábært félag og hér ætla ég að vera. Ég hlakka sérstaklega til þess að vinna með Gísla markmannsþjálfara aftur, en við þekkjumst vel frá því ég var í Gróttu,“ segir Tinna í tilkynningu frá Val. Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Í tilkynningu frá Val segir Björn Steinar Jónsson, varaformaður knattspyrnudeildar, að það sé mikil gleðiefni að Fanney Inga sé nú á leið til toppliðs í Svíþjóð. Kaupverðið sé trúnaðarmál en ljóst sé að Valur sé að fá upphæð sem ekki hafi sést í íslenska kvennaboltanum til þessa, eins og það er orðað í tilkynningu Valsara. „Og Fanney Inga stendur alveg undir því enda teljum við að hún eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Við óskum henni alls hins besta og getum ekki beðið eftir því að fylgjast með henni á stóra sviðinu,“ segir Björn Steinar. Tinna Brá kemur í stað Fanneyjar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Val. Hún er fædd árið 2004 og hefur varið mark Fylkis síðustu ár en var áður hjá Gróttu. Hún hefur leikið 39 leiki í efstu deild og 52 leiki í næstefstu deild. „Það er geggjað að vera búin að semja við Val sem er auðvitað eins og allir vita í fremstu röð þegar kemur að kvenna íþróttum. Maður finnur það þegar maður kemur að Hlíðarenda hversu mikill metnaður er í öllu hérna. Valur er frábært félag og hér ætla ég að vera. Ég hlakka sérstaklega til þess að vinna með Gísla markmannsþjálfara aftur, en við þekkjumst vel frá því ég var í Gróttu,“ segir Tinna í tilkynningu frá Val.
Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira