Dana og félagar í Volda unnu þá sjö marka heimasigur á Nordstrand, 24-17, eftir frábæran seinni hálfleik.
Það gekk lítið hjá Dönu og félögum í fyrri hálfleik. Hún klikkaði á báðum skotum sínum og Volda var fjórum mörkum undir í hálfleik, 6-10.
Volda stelpurnar töluðu greinilega vel saman í hálfleik því það var allt annað að sjá þær í seinni hálfleiknum sem Volda vann 18-7.
Dana nýtti líka öll sex skotin sín í seinni hálfleik, fjögur komu úr horninu og tvö úr hraðaupphlaupum samkvæmt tölfræði norska sambandsins.
Volda hefur unnið alla sex leiki sína og komst upp að hlið Fjellhammer á toppnum sem er einnig með fullt hús.