„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2024 08:02 Elías Ingi Árnason útskýrir ákvörðun sína fyrir gáttuðum Hlyni Sævari Jónssyni. stöð 2 sport Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik ÍA og Víkings skoraði varamaðurinn Breki Þór Hermannsson fyrir heimamenn. Markið var hins vegar dæmt af. Nánast í næstu sókn skoraði Danijel Dejan Djuric svo sigurmark Víkinga, 3-4. Skagamenn voru æfir eftir leikinn enda eiga þeir ekki lengur möguleika á Evrópusæti eftir tapið. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki bara ósáttur við markið sem var dæmt af Skagamönnum heldur einnig að Erlendur Eiríksson hafi verið fjórði dómari á leiknum. Hann dæmdi umdeilda vítaspyrnu í leik ÍA og Víkings á Akranesi fyrr í sumar. Stúkumenn fóru vel og vandlega yfir markið sem var dæmt af ÍA en fundu ekkert athugavert við það. „Ég get bara ekki skilið hvað hann er að dæma á því það er engin hendi og alls ekkert brot á Hlyn,“ sagði Albert Ingason en Elías Ingi á að hafa sagt við Skagamenn að hann hafi dæmt markið af vegna brots Hlyns Sævars Jónssonar. „Þetta eru bara dómaramistök. Ég er viss um að dómarinn sé búinn að kíkja á þetta og átta sig á að hann gerði mistök,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Þetta eru leiðindamistök, slæm mistök og koma á mjög slæmum tíma í lok móts og skipta miklu máli fyrir úrslit þessa leiks. Það er leiðinlegt þegar svona gerist, þegar svona dómaramistök hafa svona mikil áhrif.“ Óskiljanleg mistök Albert tók aftur við boltanum og sagðist ekkert skilja í Elíasi Inga. „Þessi mistök pirra mig rosalega mikið. Af því að hann er bara að dæma á einhverjum líkindum þarna. Hann sér ekkert þarna. Ég er búinn að sjá þetta tuttugu sinnum og get ekki séð á hvað hann er að dæma. Fyrir mér eru þetta bara rándýr mistök, óskiljanleg mistök,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - Umræða um markið sem var dæmt af ÍA „Ég er nokkuð viss um að ef Pétur Guðmundsson hefði verið eftirlitsmaður á þessum leik hefði hann látið Elías Inga blása eftir leik og ég er ekki svo viss um að hann hefði fengið keyra heim. Ég skil þetta ekki.“ Strákarnir héldu áfram að skoða atvikið en Guðmundur Benediktsson stóð á því fastar en fótunum að boltinn hefði farið í höndina á einhverjum inni í vítateignum. Erfitt var þó að sjá það. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Stúkan Tengdar fréttir „Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik ÍA og Víkings skoraði varamaðurinn Breki Þór Hermannsson fyrir heimamenn. Markið var hins vegar dæmt af. Nánast í næstu sókn skoraði Danijel Dejan Djuric svo sigurmark Víkinga, 3-4. Skagamenn voru æfir eftir leikinn enda eiga þeir ekki lengur möguleika á Evrópusæti eftir tapið. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki bara ósáttur við markið sem var dæmt af Skagamönnum heldur einnig að Erlendur Eiríksson hafi verið fjórði dómari á leiknum. Hann dæmdi umdeilda vítaspyrnu í leik ÍA og Víkings á Akranesi fyrr í sumar. Stúkumenn fóru vel og vandlega yfir markið sem var dæmt af ÍA en fundu ekkert athugavert við það. „Ég get bara ekki skilið hvað hann er að dæma á því það er engin hendi og alls ekkert brot á Hlyn,“ sagði Albert Ingason en Elías Ingi á að hafa sagt við Skagamenn að hann hafi dæmt markið af vegna brots Hlyns Sævars Jónssonar. „Þetta eru bara dómaramistök. Ég er viss um að dómarinn sé búinn að kíkja á þetta og átta sig á að hann gerði mistök,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Þetta eru leiðindamistök, slæm mistök og koma á mjög slæmum tíma í lok móts og skipta miklu máli fyrir úrslit þessa leiks. Það er leiðinlegt þegar svona gerist, þegar svona dómaramistök hafa svona mikil áhrif.“ Óskiljanleg mistök Albert tók aftur við boltanum og sagðist ekkert skilja í Elíasi Inga. „Þessi mistök pirra mig rosalega mikið. Af því að hann er bara að dæma á einhverjum líkindum þarna. Hann sér ekkert þarna. Ég er búinn að sjá þetta tuttugu sinnum og get ekki séð á hvað hann er að dæma. Fyrir mér eru þetta bara rándýr mistök, óskiljanleg mistök,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - Umræða um markið sem var dæmt af ÍA „Ég er nokkuð viss um að ef Pétur Guðmundsson hefði verið eftirlitsmaður á þessum leik hefði hann látið Elías Inga blása eftir leik og ég er ekki svo viss um að hann hefði fengið keyra heim. Ég skil þetta ekki.“ Strákarnir héldu áfram að skoða atvikið en Guðmundur Benediktsson stóð á því fastar en fótunum að boltinn hefði farið í höndina á einhverjum inni í vítateignum. Erfitt var þó að sjá það. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Stúkan Tengdar fréttir „Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
„Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05