Íslenski boltinn

Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
„Hann tekur hársveipinn á hann.“
„Hann tekur hársveipinn á hann.“ stöð 2 sport

Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari.

HK vann leikinn, 2-1, með marki Þorsteins Arons Antonssonar undir blálokin. Þetta var þriðja sigurmark hans gegn Fram í sumar.

Framarar voru verulega ósáttir í leikslok en atvik skömmu fyrir sigurmarkið hleypti illu blóði í þá. Eftir að Guðmundur Magnússon settist á völlinn spörkuðu gestirnir boltanum út af. HK-ingar skiluðu honum hins vegar ekki til baka sem Framarar voru afar ósáttir með.

Eftir leikinn tók Rúnar ekki í höndina á Ómari. Þeir virtust þó skilja nokkuð sáttir eftir að hafa gengið saman inn á grasið.

„Hann tekur hársveipinn á hann,“ sagði Albert Ingason í Stúkunni í gær. „Það er mjög langt síðan ég hef séð þetta. Þeir löbbuðu síðan saman og ræddu saman. Það var ekkert illt,“ bætti Guðmundur Benediktsson við.

Þorri Stefán Þorbjörnsson, leikmaður Fram, sló svo derhúfuna af Ómari. Styrktarþjálfari HK brást illa við og hrinti Þorra.

„Hann þolir ekki derhúfur, Þorri,“ sagði Guðmundur í léttum dúr.

Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×