Telja líklegt að Gylfi hætti: „Held að hann sé bara í fótbolta út af landsliðinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 09:03 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Wales sem gæti hafa verið hans síðasti landsleikur. vísir/anton Sérfræðingar Stúkunnar eiga allt eins von á því að Gylfi Þór Sigurðsson leggi skóna á hilluna eftir leik Vals og ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla um næstu helgi. Þeir segja að minna hlutverk hans í íslenska landsliðinu hafi mögulega áhrif á ákvörðun hans. Gylfi klikkaði á vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við FH á laugardaginn. Eftir leikinn ýjaði Gylfi að því hann gæti hætt eftir lokaumferðina um næstu helgi. Ummæli Gylfa og framtíð hans voru til umræðu í Stúkunni á sunnudaginn. Guðmundur Benediktsson spurði Lárus Orra Sigurðsson hvort hann hefði trú á því að leikurinn gegn ÍA yrði síðasti leikurinn á ferli Gylfa. „Mér finnst eins og hann sé, ég veit ekki um það og er bara að giska á, að hann sé að halda áfram út af landsliðinu. Og kannski er það að renna upp fyrir honum núna eins og þetta er að þróast hjá landsliðinu með Andra Lucas [Guðjohnsen] og Orra [Stein Óskarsson] frammi, Albert [Guðmundsson] og Hákon [Arnar Haraldsson] að koma inn, Jón Dagur [Þorsteinsson] að spila vel, að þetta sé bara að renna frá honum,“ sagði Lárus. „Hann er með unga fjölskyldu og var að eignast son nýlega. Hann þarf væntanlega að fara erlendis ef hann ætlar að eiga einhvern séns í þetta landsliðsdæmi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi hætta. Að hætta er rosalega fín ákvörðun. Þú vilt ekki hætta of snemma en þú verður líka að passa þig á því fótboltinn gefist ekki upp á þér. Þú verður að finna rétta tímann. Ég yrði alls ekki hissa ef hann myndi hætta.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Gylfa Albert vill ekki sjá Gylfa hætta en það kæmi honum ekki á óvart ef skórnir færu upp í hillu. „Ef Gylfi hefur það á tilfinningunni að aðrir menn séu að taka við í landsliðinu og hann sé nánast ekki í neinu hlutverki, þá held ég að hann hætti,“ sagði Albert. „Ég sá ekki þetta viðtal en ég er sammála því að ef Gylfi finnur það einhvers staðar hjá sér að hans hlutverk hjá landsliðinu sé orðið lítið sem ekkert, og svo sannarlega ef hann finnur að það sé nánast ekkert, þá held ég að hann hætti. Ég held að hann sé bara í fótbolta til að spila með landsliðinu.“ Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum. Hann kom lítið við sögu í síðustu tveimur leikjum landsliðsins, gegn Wales og Tyrklandi. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Gylfi klikkaði á vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við FH á laugardaginn. Eftir leikinn ýjaði Gylfi að því hann gæti hætt eftir lokaumferðina um næstu helgi. Ummæli Gylfa og framtíð hans voru til umræðu í Stúkunni á sunnudaginn. Guðmundur Benediktsson spurði Lárus Orra Sigurðsson hvort hann hefði trú á því að leikurinn gegn ÍA yrði síðasti leikurinn á ferli Gylfa. „Mér finnst eins og hann sé, ég veit ekki um það og er bara að giska á, að hann sé að halda áfram út af landsliðinu. Og kannski er það að renna upp fyrir honum núna eins og þetta er að þróast hjá landsliðinu með Andra Lucas [Guðjohnsen] og Orra [Stein Óskarsson] frammi, Albert [Guðmundsson] og Hákon [Arnar Haraldsson] að koma inn, Jón Dagur [Þorsteinsson] að spila vel, að þetta sé bara að renna frá honum,“ sagði Lárus. „Hann er með unga fjölskyldu og var að eignast son nýlega. Hann þarf væntanlega að fara erlendis ef hann ætlar að eiga einhvern séns í þetta landsliðsdæmi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi hætta. Að hætta er rosalega fín ákvörðun. Þú vilt ekki hætta of snemma en þú verður líka að passa þig á því fótboltinn gefist ekki upp á þér. Þú verður að finna rétta tímann. Ég yrði alls ekki hissa ef hann myndi hætta.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Gylfa Albert vill ekki sjá Gylfa hætta en það kæmi honum ekki á óvart ef skórnir færu upp í hillu. „Ef Gylfi hefur það á tilfinningunni að aðrir menn séu að taka við í landsliðinu og hann sé nánast ekki í neinu hlutverki, þá held ég að hann hætti,“ sagði Albert. „Ég sá ekki þetta viðtal en ég er sammála því að ef Gylfi finnur það einhvers staðar hjá sér að hans hlutverk hjá landsliðinu sé orðið lítið sem ekkert, og svo sannarlega ef hann finnur að það sé nánast ekkert, þá held ég að hann hætti. Ég held að hann sé bara í fótbolta til að spila með landsliðinu.“ Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum. Hann kom lítið við sögu í síðustu tveimur leikjum landsliðsins, gegn Wales og Tyrklandi. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01
„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02
Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17