Áfram á Íslandi og ætlar sér markametið Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 11:02 Viðar Örn Kjartansson skoraði sex mörk í sumar fyrir KA, á tveggja mánaða tímabili. vísir/Diego Viðar Örn Kjartansson segir að sér líði vel á Akureyri en óvíst er hvort að hann spili áfram með KA í Bestu deildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Viðar átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitli KA, sem liðið tryggði sér með sigri á Víkingi í september, og skoraði sex mörk í Bestu deildinni í sumar. Hann kom til KA í vor eftir langan og litríkan feril í atvinnumennsku, en missir af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna keppnisbanns sem FIFA dæmdi hann í, vegna skuldar við búlgarska félagið CSKA 1948. Viðar verður því ekki með gegn Fram í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardag, þegar KA getur tryggt sér efsta sætið í neðri hluta deildarinnar, eða 7. sætið ef horft er á deildina sem eina heild. Samningur Viðars við KA rennur út í næsta mánuði og því gæti verið að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Var lengi í form en stefnir á markametið á næsta ári „Ég mun ræða við KA. Það er auðvitað leiðinlegt að enda svona [í banni], eftir að hafa unnið bikarinn og vera núna hársbreidd frá „forsetabikarnum“. En ég mun ræða við KA-menn og mér líður vel á Akureyri. Maður er bara spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í gær. Þegar Viðar kom til Íslands í vor sagðist hann stefna á að komast aftur út í atvinnumennsku, í von um að ljúka ferlinum þar á betri nótum en í Búlgaríu. Núna segir hann hins vegar ljóst að hann spili áfram á Íslandi: „Fótbolti er tölfræði og ég átti sirka tólf leiki í byrjun móts, flesta af bekknum, þar sem ég skoraði ekki mark. Var svolítið lengi í form, ég viðurkenni það. Maður þarf að ná heilu góðu tímabili, þannig að ég er ekkert að spá í þessu í dag. Ef það kemur þá er það bónus. En núna hugsa ég um að vera á Íslandi næsta sumar og slá þetta blessaða markamet,“ segir Viðar. Markametið í efstu deild á Íslandi er sem stendur 19 mörk. Sá eini til að ná þeim fjölda á þessari öld, þrátt fyrir fjölgun leikja, er Andri Rúnar Bjarnason, núverandi leikmaður Vestra, sem skoraði 19 mörk fyrir Grindavík árið 2017. Besta deild karla KA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Viðar átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitli KA, sem liðið tryggði sér með sigri á Víkingi í september, og skoraði sex mörk í Bestu deildinni í sumar. Hann kom til KA í vor eftir langan og litríkan feril í atvinnumennsku, en missir af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna keppnisbanns sem FIFA dæmdi hann í, vegna skuldar við búlgarska félagið CSKA 1948. Viðar verður því ekki með gegn Fram í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardag, þegar KA getur tryggt sér efsta sætið í neðri hluta deildarinnar, eða 7. sætið ef horft er á deildina sem eina heild. Samningur Viðars við KA rennur út í næsta mánuði og því gæti verið að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Var lengi í form en stefnir á markametið á næsta ári „Ég mun ræða við KA. Það er auðvitað leiðinlegt að enda svona [í banni], eftir að hafa unnið bikarinn og vera núna hársbreidd frá „forsetabikarnum“. En ég mun ræða við KA-menn og mér líður vel á Akureyri. Maður er bara spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í gær. Þegar Viðar kom til Íslands í vor sagðist hann stefna á að komast aftur út í atvinnumennsku, í von um að ljúka ferlinum þar á betri nótum en í Búlgaríu. Núna segir hann hins vegar ljóst að hann spili áfram á Íslandi: „Fótbolti er tölfræði og ég átti sirka tólf leiki í byrjun móts, flesta af bekknum, þar sem ég skoraði ekki mark. Var svolítið lengi í form, ég viðurkenni það. Maður þarf að ná heilu góðu tímabili, þannig að ég er ekkert að spá í þessu í dag. Ef það kemur þá er það bónus. En núna hugsa ég um að vera á Íslandi næsta sumar og slá þetta blessaða markamet,“ segir Viðar. Markametið í efstu deild á Íslandi er sem stendur 19 mörk. Sá eini til að ná þeim fjölda á þessari öld, þrátt fyrir fjölgun leikja, er Andri Rúnar Bjarnason, núverandi leikmaður Vestra, sem skoraði 19 mörk fyrir Grindavík árið 2017.
Besta deild karla KA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira