Þórir undrandi á hve slæm staðan var og hlífir leikmönnum Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 14:17 Þórir Hergeirsson er enn landsliðsþjálfari Noregs en hættir með liðið eftir Evrópumótið í desember. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, fráfarandi landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, segir það hafa komið sér á óvart hve háa upphæð norska félagið Vipers þurfti að greiða til að forða sér frá gjaldþroti á síðustu stundu. Vipers, sem varð Evrópumeistari í handbolta kvenna þrjú ár í röð árin 2021-23, þurfti að útvega 25 milljónir norskra króna á þremur dögum, eða rúmlega 315 milljónir íslenskra króna, til að halda sér á lífi. Hluthafa hafa nú tekið yfir glæfralegan rekstur félagsins sem á fjórum árum tvöfaldaði til að mynda launakostnað til leikmanna. „Ég ætla ekki að fella neina dóma yfir fólkinu sem hefur staðið í þessu. Ég veit að þetta er erfitt og krefjandi. En auðvitað kom það manni í opna skjöldu að þetta væri svona mikið,“ sagði Þórir við norska ríkismiðilinn NRK. Þórir er búinn að fá norska landsliðið saman vegna fjögurra liða æfingamóts sem fram fer í Larvik í þessari viku, á sama tíma og íslenska landsliðið mætir Pólverjum hér á landi á föstudag og laugardag. Í norska landsliðshópnum eru til að mynda markverðirnir Silje Solberg-Östhassel og Katrine Lunde, leikmenn Vipers, sem Þórir er meðvitaður um að hafi haft um ýmislegt að hugsa í þeim rússíbana sem Vipers hefur verið í að undanförnu. „Ég held að á vissan hátt sé gott fyrir þær að vera komnar hingað [í landsliðsverkefni]. Við leggjum ekki of mikið á þær, svo að þær hafi tíma til að melta allt það sem þær hafa verið að ganga í gegnum og það sem þær standa í,“ sagði Þórir sem enn stýrir norska landsliðinu en hættir með það eftir EM í desember. Norski handboltinn Tengdar fréttir Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31 Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02 Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Vipers, sem varð Evrópumeistari í handbolta kvenna þrjú ár í röð árin 2021-23, þurfti að útvega 25 milljónir norskra króna á þremur dögum, eða rúmlega 315 milljónir íslenskra króna, til að halda sér á lífi. Hluthafa hafa nú tekið yfir glæfralegan rekstur félagsins sem á fjórum árum tvöfaldaði til að mynda launakostnað til leikmanna. „Ég ætla ekki að fella neina dóma yfir fólkinu sem hefur staðið í þessu. Ég veit að þetta er erfitt og krefjandi. En auðvitað kom það manni í opna skjöldu að þetta væri svona mikið,“ sagði Þórir við norska ríkismiðilinn NRK. Þórir er búinn að fá norska landsliðið saman vegna fjögurra liða æfingamóts sem fram fer í Larvik í þessari viku, á sama tíma og íslenska landsliðið mætir Pólverjum hér á landi á föstudag og laugardag. Í norska landsliðshópnum eru til að mynda markverðirnir Silje Solberg-Östhassel og Katrine Lunde, leikmenn Vipers, sem Þórir er meðvitaður um að hafi haft um ýmislegt að hugsa í þeim rússíbana sem Vipers hefur verið í að undanförnu. „Ég held að á vissan hátt sé gott fyrir þær að vera komnar hingað [í landsliðsverkefni]. Við leggjum ekki of mikið á þær, svo að þær hafi tíma til að melta allt það sem þær hafa verið að ganga í gegnum og það sem þær standa í,“ sagði Þórir sem enn stýrir norska landsliðinu en hættir með það eftir EM í desember.
Norski handboltinn Tengdar fréttir Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31 Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02 Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31
Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02
Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20