Formaðurinn og þjálfarinn handskafa völlinn fyrir stórleikinn á morgun Aron Guðmundsson skrifar 25. október 2024 13:47 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra og Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra eru meðal þeirra manna sem þessa stundina eru að handskafa Kerecisvöllinn á Ísafirði því að á morgun fer fram mikilvægasti leikur Vestra í Bestu deildinni. Aðsend mynd Vestramenn sitja ekki auðum höndum þessar klukkustundirnar. Fjölmennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að handskafa völlinn eftir snjókomu síðustu tveggja sólarhringa. Á morgun taka Vestramenn á móti Fylki í lokaumferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heimamenn haldi sæti sínu í deildinni. Í samtali við íþróttadeild Vísis segir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, að búið sé að fara yfir Kerecisvöllinn á vélknúnu tæki og taka mesta snjóinn af honum. Sex sjálfboðaliðar eru nú mættir á völlinn, þeirra á meðal téður Samúel og þjálfarinn Davíð Smári Lamude, til þess að handskafa restina af snjónum svo í ljós komi iðagrænn litur gervigrassins. Gervigras var lagt á Kerecisvöllinn fyrir yfirstandandi tímabil en fram að þeirri stundu hafði lið Vestra leikið sína leiki á náttúrulegu grasi. Aðstæður sem hefði ekki verið hægt að leika við á morgun. Notast var við lítið vélknúið tæki með sköfu til þess að taka mesta snjóinn af en ekki farið með sköfuna sjálfa alveg niður í gervigrasið af hættu við að skemma það. Því er verið að handskafa síðasta snjóalagið af vellinumAðsend mynd Lagnir voru lagðar undir Kerecisvöllinn áður en að gervigras var sett á hann en ekki er búið að virkja það kerfi og því er staðan sú eins og er að völlurinn er ekki upphitaður. Að sögn Samúels hefur veðrið á Ísafirði verið með góðu móti fyrri hluta vikunnar og hefur lið Vestra geta æft við góðar aðstæður. Hins vegar hafi tekið að snjóa í fyrradag og í gær og því þurfi að moka völlinn í dag. „Hitinn steig seinna upp heldur en spáð höfðu gert ráð fyrir og rigningin sem að spáð var hefur ekki látið sjá sig. Við erum því að handskafa völlinn þessa stundina og svo verður æft á honum seinni partinn,“ sagði Samúel en engin snjókoma er í kortunum fram að leik og hann hefur engar áhyggjur af því að völlurinn verði ekki leikhæfur. Sammi og Davíð Smári „Eins og spár eru núna gæti snjóað eitthvað í hálfleik eða seinni hálfleik. Það er þó ekkert frost í kortunum.“ Vestri og HK eru jöfn að stigum í tíunda og ellefta sæti Bestu deildarinnar fyrir leikina í lokaumferðinni á morgun. Vestri er þó með töluvert betri markatölu og situr því í síðasta örugga sæti deildarinnar og sigri þeir Fylki á morgun er ljóst að sæti þeirra í deildinni verður tryggt fyrir næsta tímabil. Vaskur hópur manna er mættur á Kerecisvöllinn á Ísafirði til þess að handskafa hann. Hér næst okkur á myndinni má sjá Davíð Smára, þjálfara Vestra liðsins á sköfunni.Aðsend mynd HK mætir KR á morgun. HK verður að treysta á að Vestri tapi stigum sem og klára sitt gegn KR til að halda sæti sínu í deildinni. Aðspurður um stemninguna fyrir vestan fyrir stóra deginum á morgun hafði Samúel þetta að segja: „Stemningin er góð í kringum félagið. Leikmenn eru staðráðnir í að klára þetta verkefni sjálfir og að þurfa ekki að treysta á aðra.“ Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Í samtali við íþróttadeild Vísis segir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, að búið sé að fara yfir Kerecisvöllinn á vélknúnu tæki og taka mesta snjóinn af honum. Sex sjálfboðaliðar eru nú mættir á völlinn, þeirra á meðal téður Samúel og þjálfarinn Davíð Smári Lamude, til þess að handskafa restina af snjónum svo í ljós komi iðagrænn litur gervigrassins. Gervigras var lagt á Kerecisvöllinn fyrir yfirstandandi tímabil en fram að þeirri stundu hafði lið Vestra leikið sína leiki á náttúrulegu grasi. Aðstæður sem hefði ekki verið hægt að leika við á morgun. Notast var við lítið vélknúið tæki með sköfu til þess að taka mesta snjóinn af en ekki farið með sköfuna sjálfa alveg niður í gervigrasið af hættu við að skemma það. Því er verið að handskafa síðasta snjóalagið af vellinumAðsend mynd Lagnir voru lagðar undir Kerecisvöllinn áður en að gervigras var sett á hann en ekki er búið að virkja það kerfi og því er staðan sú eins og er að völlurinn er ekki upphitaður. Að sögn Samúels hefur veðrið á Ísafirði verið með góðu móti fyrri hluta vikunnar og hefur lið Vestra geta æft við góðar aðstæður. Hins vegar hafi tekið að snjóa í fyrradag og í gær og því þurfi að moka völlinn í dag. „Hitinn steig seinna upp heldur en spáð höfðu gert ráð fyrir og rigningin sem að spáð var hefur ekki látið sjá sig. Við erum því að handskafa völlinn þessa stundina og svo verður æft á honum seinni partinn,“ sagði Samúel en engin snjókoma er í kortunum fram að leik og hann hefur engar áhyggjur af því að völlurinn verði ekki leikhæfur. Sammi og Davíð Smári „Eins og spár eru núna gæti snjóað eitthvað í hálfleik eða seinni hálfleik. Það er þó ekkert frost í kortunum.“ Vestri og HK eru jöfn að stigum í tíunda og ellefta sæti Bestu deildarinnar fyrir leikina í lokaumferðinni á morgun. Vestri er þó með töluvert betri markatölu og situr því í síðasta örugga sæti deildarinnar og sigri þeir Fylki á morgun er ljóst að sæti þeirra í deildinni verður tryggt fyrir næsta tímabil. Vaskur hópur manna er mættur á Kerecisvöllinn á Ísafirði til þess að handskafa hann. Hér næst okkur á myndinni má sjá Davíð Smára, þjálfara Vestra liðsins á sköfunni.Aðsend mynd HK mætir KR á morgun. HK verður að treysta á að Vestri tapi stigum sem og klára sitt gegn KR til að halda sæti sínu í deildinni. Aðspurður um stemninguna fyrir vestan fyrir stóra deginum á morgun hafði Samúel þetta að segja: „Stemningin er góð í kringum félagið. Leikmenn eru staðráðnir í að klára þetta verkefni sjálfir og að þurfa ekki að treysta á aðra.“
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð