„Held ég verði bara feginn að þurfa ekki að mæta á æfingar“ Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2024 19:44 Daníel Laxdal spilaði sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna. Vísir/Anton Brink Daníel Laxdal spilaði sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, þegar liðið hafði betur gegn FH í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Kveðjustundin var tilfinningarík en þessi goðsögn í Garðabænum var kvaddur á fallegan hátt. „Það er skrýtin tilfinning að hafa spilað sinn síðasta leik og ég held að það muni taka nokkra daga að átta sig almennilega á því að ferillinn sé búinn. Ég er sáttur við þessa ákvörðun og kveð félagið sáttur við tímann og þær stundir sem ég hef átt hér,“ sagði Daníel eftir kveðjuleikinn í dag. Eftir leikinn var myndband sýnt á risaskjá þar sem fjölskylda Daníels, fyrrverandi og núverandi þjálfari hans og liðsfélagar hans mærðu þennan gegnheila Stjörnumann. „Þetta var falleg stund og það eru alls konar tilfinningar sem bærast um innra með mér núna. Ég hefði viljað kveðja Stjörnuna með því að tryggja Evrópusæti. Við gerðum okkar í kvöld en því miður dugði það ekki til. Það verður bara að hafa það. Ég geng hins vegar sáttur frá borði,“ sagði þessi frábæri varnarmaður sem hefur hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. „Satt best að segja held ég að ég verði bara dauðfeginn að þurfa ekki að mæta á æfingar þegar undirbúningstímabilið byrjar. Þetta er komið gott og tímabært að fara að setja fókusinn á eitthvað annað en fótboltann eftir allan þennan frábæra tíma í boltanum,“ sagði Stjörnumaðurinn um komandi tíma hjá sér. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
„Það er skrýtin tilfinning að hafa spilað sinn síðasta leik og ég held að það muni taka nokkra daga að átta sig almennilega á því að ferillinn sé búinn. Ég er sáttur við þessa ákvörðun og kveð félagið sáttur við tímann og þær stundir sem ég hef átt hér,“ sagði Daníel eftir kveðjuleikinn í dag. Eftir leikinn var myndband sýnt á risaskjá þar sem fjölskylda Daníels, fyrrverandi og núverandi þjálfari hans og liðsfélagar hans mærðu þennan gegnheila Stjörnumann. „Þetta var falleg stund og það eru alls konar tilfinningar sem bærast um innra með mér núna. Ég hefði viljað kveðja Stjörnuna með því að tryggja Evrópusæti. Við gerðum okkar í kvöld en því miður dugði það ekki til. Það verður bara að hafa það. Ég geng hins vegar sáttur frá borði,“ sagði þessi frábæri varnarmaður sem hefur hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. „Satt best að segja held ég að ég verði bara dauðfeginn að þurfa ekki að mæta á æfingar þegar undirbúningstímabilið byrjar. Þetta er komið gott og tímabært að fara að setja fókusinn á eitthvað annað en fótboltann eftir allan þennan frábæra tíma í boltanum,“ sagði Stjörnumaðurinn um komandi tíma hjá sér.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira