Þetta staðfestir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals í samtali við íþróttadeild Vísis.
Valur endaði í 3.sæti Bestu deildar karla eftir sigur á ÍA í lokaumferð Bestu deildarinnar um nýliðna helgi. Átján stigum frá toppsæti deildarinnar sem stefnan var sett á fyrir tímabilið.
Valur átti brösóttu gengi að fagna eftir að Srdjan, sem skrifaði undir þriggja ára samning á Hlíðarenda í ágúst, tók við þjálfarastöðunni en hann fær áframhaldandi traust til þess að leiða liðið áfram.