Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 08:33 Ástralinn Jeffrey Guan var byrjaður að keppa á bandarísku mótaröðinni í golfi þegar slysið varð. Getty/Aurelien Meunier Ástralski kylfingurinn Jeffrey Guan þreytti frumraun sína á bandarísku mótarröðinni í golfi um miðjan september. Viku seinna varð hann fyrir miklu óláni. Guan er aðeins tvítugur og þetta var því stórt skref fyrir svona ungan kylfing að fá að keppa á PGA móti. Viku seinna fékk hann golfbolta í augað. Hann er nú blindur á þessu auga. „Hvernig í ósköpunum á ég að geta komið til baka eftir þetta,“ skrifaði Jeffrey Guan á samfélagsmiðilinn Instagram Slysið varð í Nýju-Suður-Wales í Ástralíu. Allt í einu kom golfbolti fljúgandi og hann fékk hann í beint í annað augað. „Allt varð svart. Ég hrundi niður og það eina sem ég man var þegar ég lá í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahúsið,“ skrifaði Guan. Hann var seinna um kvöldið fluttur með þyrlu á lækningastofu sem sérhæfir sig í augnameiðslum. Hann var í tvær vikur í gjörgæslu. „Pressan var það mikil í auganu að ég átti mjög erfitt með að sofa, hafði litla sem enga matarlyst og gat varla gengið. Allar hreyfingar sem kostuðu smá orku höfðu í för með sér ólýsandi sársauka,“ skrifaði Guan. Þegar var komið fram á þriðju viku eftir slysið þá minnkaði þrýstingurinn á auganu. Hann fékk þá fyrstu jákvæðu fréttirnar frá læknunum. „Þeir sögðu mér líka að meiðslin væru alvarleg. Ég hafði brotnað á mörgum stöðum í kringum augnbotninn og það tæki að minnsta kosti sex mánuði að gróa,“ skrifaði Guan. Að lokum fékk hann hrikalegar fréttir. Hann verður blindur á auganu til frambúðar. „Auðvitað varð ég reiður og þunglyndur. Ég hugsaði um að þetta myndi hafa miklar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu. Öll þessi vinna og allar þessar æfingar í öll þessi ár með þeim fórnum sem því fylgdi. Af hverju er þetta að gerast fyrir mig? Hvernig í ósköpunum get ég komið til baka og orðið jafngóður eða betri kylfingur. Ég hafði enga hugmynd, var alveg niðurbrotinn og týndur,“ skrifaði Guan. Það er betra hljóð í honum í dag. Hann segir hafa frábært fólk í kringum sig og ætlar að reyna að koma til baka. „Ég mun gera allt til að upplifa drauminn minn. Síðustu fjórar vikur hafa verið þær erfiðustu í mínu lífi en ég er orðin sterkari andlega eftir þetta og ég mun takast á við þessa áskorun. Ég ætla að koma til baka,“ skrifaði Guan. View this post on Instagram A post shared by Jeffrey Guan (@jeffreyguan04) Golf Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Guan er aðeins tvítugur og þetta var því stórt skref fyrir svona ungan kylfing að fá að keppa á PGA móti. Viku seinna fékk hann golfbolta í augað. Hann er nú blindur á þessu auga. „Hvernig í ósköpunum á ég að geta komið til baka eftir þetta,“ skrifaði Jeffrey Guan á samfélagsmiðilinn Instagram Slysið varð í Nýju-Suður-Wales í Ástralíu. Allt í einu kom golfbolti fljúgandi og hann fékk hann í beint í annað augað. „Allt varð svart. Ég hrundi niður og það eina sem ég man var þegar ég lá í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahúsið,“ skrifaði Guan. Hann var seinna um kvöldið fluttur með þyrlu á lækningastofu sem sérhæfir sig í augnameiðslum. Hann var í tvær vikur í gjörgæslu. „Pressan var það mikil í auganu að ég átti mjög erfitt með að sofa, hafði litla sem enga matarlyst og gat varla gengið. Allar hreyfingar sem kostuðu smá orku höfðu í för með sér ólýsandi sársauka,“ skrifaði Guan. Þegar var komið fram á þriðju viku eftir slysið þá minnkaði þrýstingurinn á auganu. Hann fékk þá fyrstu jákvæðu fréttirnar frá læknunum. „Þeir sögðu mér líka að meiðslin væru alvarleg. Ég hafði brotnað á mörgum stöðum í kringum augnbotninn og það tæki að minnsta kosti sex mánuði að gróa,“ skrifaði Guan. Að lokum fékk hann hrikalegar fréttir. Hann verður blindur á auganu til frambúðar. „Auðvitað varð ég reiður og þunglyndur. Ég hugsaði um að þetta myndi hafa miklar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu. Öll þessi vinna og allar þessar æfingar í öll þessi ár með þeim fórnum sem því fylgdi. Af hverju er þetta að gerast fyrir mig? Hvernig í ósköpunum get ég komið til baka og orðið jafngóður eða betri kylfingur. Ég hafði enga hugmynd, var alveg niðurbrotinn og týndur,“ skrifaði Guan. Það er betra hljóð í honum í dag. Hann segir hafa frábært fólk í kringum sig og ætlar að reyna að koma til baka. „Ég mun gera allt til að upplifa drauminn minn. Síðustu fjórar vikur hafa verið þær erfiðustu í mínu lífi en ég er orðin sterkari andlega eftir þetta og ég mun takast á við þessa áskorun. Ég ætla að koma til baka,“ skrifaði Guan. View this post on Instagram A post shared by Jeffrey Guan (@jeffreyguan04)
Golf Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn