Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 17:01 Orri Steinn Óskarsson í leik með Sociedad Vísir/Getty Landsliðsframherjinn Orri Óskarsson varð að sætta sig við að spila tíu mínútur í kvöld þegar lið hans Real Sociedad vann góðan 2-0 útisigur gegn Sevilla í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Japaninn Takefusa Kubo kom gestunum yfir á 34. mínútu og Mikel Oyarzabal bætti seinna markinu við úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Orri kom svo inn á fyrir Oyarzabal á 80. mínútu. Sigurinn kemur Real Sociedad upp um fjögur sæti, í efri hluta deildarinnar. Liðið er nú í 10. sæti með fimmtán stig, fyrir ofan Sevilla og Girona vegna betri markatölu. Spænski boltinn
Landsliðsframherjinn Orri Óskarsson varð að sætta sig við að spila tíu mínútur í kvöld þegar lið hans Real Sociedad vann góðan 2-0 útisigur gegn Sevilla í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Japaninn Takefusa Kubo kom gestunum yfir á 34. mínútu og Mikel Oyarzabal bætti seinna markinu við úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Orri kom svo inn á fyrir Oyarzabal á 80. mínútu. Sigurinn kemur Real Sociedad upp um fjögur sæti, í efri hluta deildarinnar. Liðið er nú í 10. sæti með fimmtán stig, fyrir ofan Sevilla og Girona vegna betri markatölu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti