„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2024 11:30 Rúnar Kristinsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Fram. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil. vísir/diego Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. Eftir gott gengi framan af móti fjaraði undan Fram-liðinu og það fékk aðeins fjögur stig í síðustu tíu leikjunum í Bestu deildinni. Rúnar er ekki mikill aðdáandi úrslitakeppninnar sem var tekin upp hér á landi 2022 og sagði sína skoðun á fyrirkomulaginu eftir 1-4 tap Fram fyrir KA í lokaumferðinni. Þar sagði Rúnar að fyrirkomulagið væri slæmt fyrir lið sem hefðu ekki að neinu að keppa eins og Fram og að hann vildi fá tíu liða deild með þrefaldri umferð. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað,“ sagði Rúnar meðal annars. Ummæli Rúnars um fyrirkomulagið báru á góma í uppgjöri á Bestu deildinni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Þú færð mig aldrei til að tala á móti þessu fyrirkomulagi. Ég er gríðarlegur úrslitakeppnismaður og við lendum í móti þar sem við erum með spennu í lokaumferð á öllum vígstöðvum, botn-, Evrópu- og toppbaráttu. Það eru alltaf lið í 6.-9. sæti sem eru ekki að keppa að neinu,“ sagði Baldur. „Ég er ósammála honum, mjög. Það er ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun. Hann á ekki að vera í viðtölum leik eftir leik eftir leik, hann var ekkert bara í þessu eftir mót, að tala um þetta. Mér finnst það ekki rétt skilaboð inn í hópinn. Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Ég er mjög peppaður fyrir þessu.“ Atla Viðari fannst ekki að Rúnar hefði notað fyrirkomulagið sem afsökun fyrir slæmu gengi sinna manna á lokasprettinum. Hann hefur þó eitt og annað við fyrirkomulagið að athuga. „Ég er sammála honum frekar en Baldri varðandi fyrirkomulagið. Ég er hundrað prósent sammála að það þyrfti að fjölga leikjum og gera eitthvað en ég held að það séu til skemmtilegri og betri leiðir en við erum með núna til að fá 27 leikja mót,“ sagði Atli Viðar sem vill fá tíu liða deild með þrefaldri umferð, eins og Rúnar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fram Besta sætið Tengdar fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Eftir gott gengi framan af móti fjaraði undan Fram-liðinu og það fékk aðeins fjögur stig í síðustu tíu leikjunum í Bestu deildinni. Rúnar er ekki mikill aðdáandi úrslitakeppninnar sem var tekin upp hér á landi 2022 og sagði sína skoðun á fyrirkomulaginu eftir 1-4 tap Fram fyrir KA í lokaumferðinni. Þar sagði Rúnar að fyrirkomulagið væri slæmt fyrir lið sem hefðu ekki að neinu að keppa eins og Fram og að hann vildi fá tíu liða deild með þrefaldri umferð. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað,“ sagði Rúnar meðal annars. Ummæli Rúnars um fyrirkomulagið báru á góma í uppgjöri á Bestu deildinni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Þú færð mig aldrei til að tala á móti þessu fyrirkomulagi. Ég er gríðarlegur úrslitakeppnismaður og við lendum í móti þar sem við erum með spennu í lokaumferð á öllum vígstöðvum, botn-, Evrópu- og toppbaráttu. Það eru alltaf lið í 6.-9. sæti sem eru ekki að keppa að neinu,“ sagði Baldur. „Ég er ósammála honum, mjög. Það er ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun. Hann á ekki að vera í viðtölum leik eftir leik eftir leik, hann var ekkert bara í þessu eftir mót, að tala um þetta. Mér finnst það ekki rétt skilaboð inn í hópinn. Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Ég er mjög peppaður fyrir þessu.“ Atla Viðari fannst ekki að Rúnar hefði notað fyrirkomulagið sem afsökun fyrir slæmu gengi sinna manna á lokasprettinum. Hann hefur þó eitt og annað við fyrirkomulagið að athuga. „Ég er sammála honum frekar en Baldri varðandi fyrirkomulagið. Ég er hundrað prósent sammála að það þyrfti að fjölga leikjum og gera eitthvað en ég held að það séu til skemmtilegri og betri leiðir en við erum með núna til að fá 27 leikja mót,“ sagði Atli Viðar sem vill fá tíu liða deild með þrefaldri umferð, eins og Rúnar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fram Besta sætið Tengdar fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16