Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2024 12:06 Fólk á öllum aldri hlýðir hér á Elínu Hall leika listir sínar. Vísir/Sigurjón Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór af stað í morgun, á hjúkrunarheimilinu Grund. Þar voru haldnir tónleikar fyrir heimilisfólk og gesti hátíðarinnar, sem fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Fjöldi fólks var saman kominn á Grund klukkan tíu í morgun, þar sem hátíðin var formlega opnuð, líkt og hefð hefur skapast fyrir. Fyrst steig á svið tónlistarkonan Elín Hall, og lék fyrir gesti á öllum aldri. Allt frá leikskólabörnum og upp í okkar elsta fólk. Meðal þeirra sem hlýddu á ljúfa tóna var ráðherra menningarmála í landinu, sem segir hátiðir á borð við Airwaves afar mikilvægt framtak. „Hér eru að koma sjö til átta þúsund manns sem sækja Airwaves. Hátíðin er að halda upp á 25 ára afmæli. Þetta er frábær kynning á íslenskri tónlist, íslenskri menningu og þetta er svo vel sótt. Ég viðurkenni það að mér þykir svo vænt um Iceland Airwaves og að þetta hafi tekist í svona langan tíma. Þetta er algjörlega frábært,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Elín Hall var ekki ein um að skemmta fólki á svæðinu, því næst á svið var hljómsveitin Hjálmar.. Í spilaranum hér ofar í fréttinni má sjá svipmyndir og heyra frá opnunarathöfn hátíðarinnar, sem stendur fram á sunnudagskvöld. Airwaves Reykjavík Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fjöldi fólks var saman kominn á Grund klukkan tíu í morgun, þar sem hátíðin var formlega opnuð, líkt og hefð hefur skapast fyrir. Fyrst steig á svið tónlistarkonan Elín Hall, og lék fyrir gesti á öllum aldri. Allt frá leikskólabörnum og upp í okkar elsta fólk. Meðal þeirra sem hlýddu á ljúfa tóna var ráðherra menningarmála í landinu, sem segir hátiðir á borð við Airwaves afar mikilvægt framtak. „Hér eru að koma sjö til átta þúsund manns sem sækja Airwaves. Hátíðin er að halda upp á 25 ára afmæli. Þetta er frábær kynning á íslenskri tónlist, íslenskri menningu og þetta er svo vel sótt. Ég viðurkenni það að mér þykir svo vænt um Iceland Airwaves og að þetta hafi tekist í svona langan tíma. Þetta er algjörlega frábært,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Elín Hall var ekki ein um að skemmta fólki á svæðinu, því næst á svið var hljómsveitin Hjálmar.. Í spilaranum hér ofar í fréttinni má sjá svipmyndir og heyra frá opnunarathöfn hátíðarinnar, sem stendur fram á sunnudagskvöld.
Airwaves Reykjavík Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira