Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid 9. nóvember 2024 14:56 Vinicius Junior fagnar hér einu af þremur mörkum sínum fyrir Real Madrid í stórsigri á Osasuna. Getty/Denis Doyle Real hafði tapað illa í síðustu tveimur leikjum sínum sem báðir voru á heimavelli. Pressan var því mikil á liðinu í leiknum. Liðið stóðst hana og gott betur því Real menn skoruðu fjögur góð mörk. Vinicius Junior skoraði þrennu í leiknum og Jude Bellingham opnaði loksins markareikning sinn á leiktíðinni. Eftir þennan sigur þá er Real í öðru sæti, nú sex stigum á eftir toppliði Barcelona. Real skoraði tvö góð mörk í fyrri hálfleik en missti líka tvo menn meidda af velli. Vinicius Junior kom Real í 1-0 á 34. minútu eftir stoðsendingu frá Jude Bellingham og Bellingham skoraði síðan sjálfur átta mínútum síðar. Raul Asencio lagði upp markið hans Bellingham í sínum fyrsta leik með Real. Vinicius Junior var að skora sitt sjötta mark í spænsku deildinni á tímabilinu en þetta var aftur á móti langþráð fyrsta mark hjá Bellingham. Áður en mörkin komu höfðu þeir Rodrygo (20. mínúta) og Éder Militao (30. mínúta) farið meiddir af velli. Rodrygo var nýkominn til baka eftir meiðsli. Vinicius var hvergi nærri hættur og bætti við tveimur mörkum eftir hálfleik sem komu á 61. og 69. mínútu. Það fyrra kom eftir stoðsendingu Andriy Lunin markvarðar en hitt eftir sendingu frá Brahim Díaz. Vinicius Junior er nú næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með átta mörk en Robert Lewandowski hjá Barcelona hefur skorað fjórtán. Spænski boltinn
Real hafði tapað illa í síðustu tveimur leikjum sínum sem báðir voru á heimavelli. Pressan var því mikil á liðinu í leiknum. Liðið stóðst hana og gott betur því Real menn skoruðu fjögur góð mörk. Vinicius Junior skoraði þrennu í leiknum og Jude Bellingham opnaði loksins markareikning sinn á leiktíðinni. Eftir þennan sigur þá er Real í öðru sæti, nú sex stigum á eftir toppliði Barcelona. Real skoraði tvö góð mörk í fyrri hálfleik en missti líka tvo menn meidda af velli. Vinicius Junior kom Real í 1-0 á 34. minútu eftir stoðsendingu frá Jude Bellingham og Bellingham skoraði síðan sjálfur átta mínútum síðar. Raul Asencio lagði upp markið hans Bellingham í sínum fyrsta leik með Real. Vinicius Junior var að skora sitt sjötta mark í spænsku deildinni á tímabilinu en þetta var aftur á móti langþráð fyrsta mark hjá Bellingham. Áður en mörkin komu höfðu þeir Rodrygo (20. mínúta) og Éder Militao (30. mínúta) farið meiddir af velli. Rodrygo var nýkominn til baka eftir meiðsli. Vinicius var hvergi nærri hættur og bætti við tveimur mörkum eftir hálfleik sem komu á 61. og 69. mínútu. Það fyrra kom eftir stoðsendingu Andriy Lunin markvarðar en hitt eftir sendingu frá Brahim Díaz. Vinicius Junior er nú næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með átta mörk en Robert Lewandowski hjá Barcelona hefur skorað fjórtán.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti